Vítaverð ætlun ESB-sinna !
19.7.2008 | 00:20
Sú ætlun ESB-sinna að Ísland gangi í ESB án þess að gerð verði
grundvallarbreyting á fiskveiðastjórnunarkerfinu er í einu orði sagt
VÍTAVERT. Þeir hrópa á stjórnarskrárbreytingu en ekki fiskveiða-
stjórnkerfisbreytingu. Þeim virðist alveg sama þótt ein okkar dýr-
mætasta auðlind, fiskistofnanir umhverfis Ísland, lendi í hendur
útlendinga við inngöngu í ESB. Því það gera þeir örugglega með tíð
og tíma með gríðarlegu efnahagslegu tapi fyrir þjóðarbúið. Fleiri
hundruð milljarðar gætu horfið úr hinu íslenzka hagkerfi innan fárra
ára eftir ESB-aðild. Í dag er nefnilega framseljanlegur kvóti á Ís-
landsmiðum sem sjálfkrafa færi á uppboðsmarkað innan ESB um leið
og Ísland gerðist aðili að ESB. Það er ekki flóknara en það! Breski
sjávarútvegurinn er skýrasta dæmið um þessa hættu, enda orðin
ein rjúkandi rúst. Nákvæmlega það sama myndi gerast ef Ísland
gerðist aðili að ESB. Einn helsti útflutningsatvinnuvegur þjóðar-
innar yrði rjúkandi rúst færi fiskveiðikvótinn á uppboð innan ESB.
Í dag eru útlendingum óheimilt að fjárfesta í íslenzkri útgerð og
þar með kvóta. Allt þetta yrði galopið við ESB-aðild.
Hvers vegna í ósköpunum er þetta mál ekki rætt af ESB-sinnum
þegar þeir halda fram hinum miklu efnahagslegum kostum fyrir
Ísland að ganga í ESB? - Einn okkar helsi útflutningsatvinnuvegur
yrði í stórkostlegri hættu við ESB-aðild. Er það bara allt í lagi? Smá-
mál?
Málflutningur ESB-sinna er gjörsamlega út úr kú og léttúð þeirra
gagnvart íslenzkum hagsmunum vítaverð!!!
Bara vegna hagsmuna Íslands varðandi sín sjávarútvegsmál
kemur aðild Ísland að ESB EKKI TIL GREINA. Fyrir utan alla hina
ókostina!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Algjörlega sammála Guðmundur.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 19.7.2008 kl. 01:45
Síðan er annað sem ber að hafa miklar áhyggjur af.
Það eru áhrif öfga umhverfissamtaka innan ESB. Svíar hafa komið með þá hugmynd að banna þorskveiðar eins og hvalveiðar. Þ.e.a.s. Tímabundið bann sem þýðir í raun bann á veiðum um aldur og ævi eins og raunin er með hvalina. Ef þessi hugmynd nær fram að ganga þá myndum við þurfa að lúta henni ef við erum innan ESB. Og ef Lissabon sáttmálinn er barinn í gegn þá getum við ekki beit neitunar valdi.
Eigum við að taka þessa áhættu? Að Fiskveiðar hér við land leggist af vegna þess að einhverjar skriffinsku blækur sem aldrei hafa séð mat nema hann sé vaguum pakkaður, ákveða hvað meigi og hvað meigi ekki varðandi matvæla öflun og framleiðslu?
Fannar frá Rifi, 19.7.2008 kl. 23:03
Heill og sæll; Guðmundur Jónas, og aðrir skrifarar !
Guðrún María; og Fannar frá Rifi, ágætu spjallvinir mínir !
Ykkur dugir ekki; að vera sammála Guðmundi. Hlutverk það, sem þið ættuð að takast á hendur, er að uppfræða´ ótrúlega blind og óupplýst flokkssystkini ykkar, fyrir skaðsemi gömlu nýlenduvelda samsteypunnar, suður í Brussel, eða víkja ykkar fáfóðu, og eiginhagsmuna sinnuðu flokksfélögum ykkar, úr ykkar ranni, hvort fyrir sig. Þá; litist mér betur, á ykkar orðræðu, í þessum efnum.
Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.