Framsókn tilbúin í meirihlutasamstarf
13.8.2008 | 00:13
Fram kom í Sjónvarpsfréttum í kvöld að sjálfstæðismenn vilja
styrkja núverandi meirihluta í borgarstjórn með því fá Framsókn
inn í samstarfið. Í viðtali við Guðna Ágústsson, formann Framsókn-
arflokksins kom fram að Framsókn væri alltaf tilbúin að axla ábyrgð
í stjórnmálum. Hins vegar yrði þá um nýjan meirihluta að ræða
framsóknar- og sjálfstæðismanna. Framsókn myndi aldrei vilja
verða nein varaskeifa í núverandi samstarfi.
Frétt Sjónvarpssins er í samræmi við hugmyndir Staksteina Mbl.
s.l sunnudag og skrifa Þorsteins Pálssonar í leiðara Fréttablað-
sins í gær. Mikill urgur er í sjálfstæðismönnum, ekki síst eftir að
Gallup birti skoðanakönnun í s.l viku. En þar fær Sjálfstæðisflokk-
urinn slæma útreið og borgarstjóri afleita. Trúnaðarbrestur virðist
kominn upp milli sjálfstæðismanna og borgarstjóra, sérstaklega
þegar horft er til valdaafsals borgarstjóra í vor og innkomu Hönnu
Birnu sem borgarsatjóra. Þá getur allt gerst að mati margra sjálf-
stæðismanna.
Skv. orðum Guðna Ágústssonar í kvöld er Framsókn tilbúin að
að ræða nýtt meirihlutasamstarf með sjálfstæðismönnum einum.
Eðlilega! Annað hvort er nýr meirihluti sjálfstæðis-og framsóknar-
manna myndaður eða ekki, og þá með Hönnu Birnu Kristjánsdóttir
sem borgarstjóra. Óskar Bergsson er traustur og heiðarlegur stjórn-
málamaður. Hann eins og Hanna Birna þurfa nýtt pólitískt olnbogarými
ti að styrkja stöðu flokka sinna sbr. áðurnefnd Gallup-könnun. Og það
strax! Því tími er stuttur í pólitík. Framsókn stórtapaði á R-listasam-
starfinu forðum, enda þá eins og nú litin af vinstriöflunum sem vara-
skeifa. Því er mikilvægt hjá Framsókn að brjótast út úr hinni vinstri-
sinnuðu stjórnarandstöðu. Hefur engu að tapa! Enda málefnalegur
ágreiningur við sjálfstæðismenn hverfandi. Samstarf Framsóknar við
núverandi borgarstjóra mun hins vegar aldrei ganga upp.
Framsóknar-og Sjálfstæðisflokkur byrjðu þetta kjörtímabil, og eiga
því að enda það undir forystu nýrra traustra og heiðarlegra forystu-
manna. Hin BORGALEGU öfl EIGA að vinna saman. Á ÖLLUM stigum
stjórnsýslunar, og ekki síður á ríkisstjórnarvettvangi.
Endurnýjun stjórnarsamstarfs þessara borgaralegu flokka í borgar-
stjórn Reykjavíkur gæfi fyrirheit um það................
Vilja styrkja meirihlutann í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:17 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Guðmundur.
Því miður held ég að Sjálfstæðismenn séu hér með eitt stykki leiksýningu til þess að gera sjálfa sig að meintum píslarvottum borgarstjóra þegar óþægileg umræða kemur upp.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 13.8.2008 kl. 00:20
Það er merkilegt að þú skilgreinir félags- og landsbyggðaflokk bernsku minnar sem borgaralegan flokk. Þar held ég að margir séu þér ósammála. En skiptir hvort eð er ekki öllu máli, flokkurinn hefur vart mælanlegt fylgi og kæmi ekki manni að.
Samfylkingin er kjölfesta borgarmálanna og þar ætti Óskar Bergsson ágætlega heima. Flokkurinn mælist með stuðning hátt í helming borgarbúa. Þessar tölur hljóta að vera Degi B. mikil hvatning enda felst í þeim ákveðin traustsyfirlýsing að hann geti bjargað okkur út úr þeim ógöngum sem íhaldið og örflokkarnir eru búnir að koma Reykjavík í á þessu kjörtímabili. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 13.8.2008 kl. 00:49
Sæll Gunnlaugur.
Minn bersku samvinnu og landsbyggðaflokkur hefur ÆTÍÐ skilgreint sig sem MIÐJUFLOKKUR, en þeir hafa hingað til verið hliðhollir borgaralegum
viðhorfum, enda skilgreindir sem slíkir í pólitík, og ekki sízt ef rætur þeirra er
af þjóðlegum toga eins og Framsókn, , andstætt vinstrisinnaðri og óþjóðlegri Samfylkingu, svo dæmi sé tekið..........
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.8.2008 kl. 01:04
Mikið er nú gott að búa út á landi og þurfa ekki að vera íbúi í Reykjavík í þessari óstjórn sem verið hefur þetta kjörtímabil. síðasta var nú reyndar ekkert skárra en hvað um það.
Ég hef alltaf hlegið mikið af framsókn og vinstri grænum í þessu samstarfi þeirra við samfylkinguna. bæði eftir núna á þessu kjörtímabili og síðan í tíð R-listans.
voru ekki allir óháðu stjórnmálamenn R-listans í samfylkingunni? Dagur og Ingibjörg áttu að heita óháð en núna er hún formaður Samfó og Dagur er formaður borgarstjórnarflokksins.
Alveg yndislegt að sjá það þegar stjórnmálaflokkar ýta vagni annars og sökkva í leðjufen og hverfa.
í hugum flestra kjósenda er R-listinn annað nafn á samfylkingunni enda er höfuð R-listans nú formaður þess flokks.
Ég held að staða Framsóknar hafi skaðast meira í kosningum bæði til þings og sveita á þessu samstarfi heldur en nokkurt eitt atriði annað. Því fólk gleymir framsókn og er ekki eins bundið við flokkinn þegar það kýs hann bara endrum og eins og kýs annan flokk þess á milli.
Fannar frá Rifi, 13.8.2008 kl. 10:34
Sæll Fannar. Alveg hárrétt hjá þér. Framsókn stórskaðaðist á R-listasamstarfinu (hræðslubandalagi vinstrisinna) undir pilsfaldri Ingibjargar
Sólrúnu. Stórskaðast, enda átti þar ALDREI heima sem Miðjuflokkurinn á
Íslandi. Og hefur ALDREI borið sitt barr síðan. Svo þetta ESB daður sumra
forystumanna hans kemur til viðbótar. Þetta tvennt hefur stórskaðað ímynd
flokksins, og því er staða hans eins og hún er í dag. Því miður !
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.8.2008 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.