Bandaríkjamenn gera illt verra !


   Það er valveg ljóst að Georgíumenn áttu upptökin af átökunum
í S-Ossetíu á dögunum. Enda varaði Condoleezza Rice, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna Saakhasvalí forseta Georgíu, við því að
reita Rússa til reiði er hún heimsótti Georgíu í síðasta mánuði.
Þetta kemur fram í New York Times í dag. ,,Hún sagði honum af-
dráttarlaust að hann yrði að heita því að beita ekki valdi", sagði
ónafngreindur, háttsettur,  bandariskur embættismaður, sem var
með Rice í för, og Mbl.is segir frá í dag.

  En allt kom fyrir ekki. Saakhasvalí misreiknaði sig herfilega, og
sítur nú í súpunni.  Virðist meiriháttar bjáni!

   Hörð afstaða Bandaríkjanna nú kemur því á óvart en samt ekki.
Enn virðist loga í kaldastríðsleifunum hjá Bush-stjórninni. Hún virðist
því tilbúin til að magna upp spennu og gera illt verra.

  Vonandi að Evrópuþjóðir innan NATO  komi í veg fyrir slíkt, þannig
að friður komist sem fyrst á. - Og það til frambúðar!
mbl.is Bandaríkin styðja Georgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Á sínum tíma urðu Evrópuþjóðir sammála um að það væri einfaldlega best að Hitler fengi þá hluta Tékklands þar sem bjó þýskumælandi fólk. Það mundi gera Hitler þægan og prúðan og að allt sem skipti máli væri að halda honum þannig. Hitler gekk á lagið og hirti þýskumælandi svæði út um allt.

Rússar eru að gera eitthvað svipað.

Evrópuþjóðir eru áttavillt hjörð. Þeir samþykkja að Kosovo geti klofið sig frá Serbíu gegn vilja Serbíu, en ekki að Rússar í Georgíu renni inn í Rússland. Er að furða að spenna ríki víða á landamærum? 

Geir Ágústsson, 14.8.2008 kl. 09:52

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ólíkt saman að jafna Geir og kringumstæður allt aðrar.  Viðurkennig Kosovo var mjög óheppilegt slys. Engin sérstök þjóð býr þar eins og í S-Ossetíu.
Bandaríkjamenn fóru fremstir í því að viðurkenni Kosovo, en skilja ekki
sjálfsákvörðunarrétt S-Ossetía. Heldur betur tvískinnungur það !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.8.2008 kl. 20:18

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Vissulega tvískinningur, og sjálfur er ég hallur að því að hvaða hópur sem er geti klofið sig frá hvaða heild sem er án þess að þurfa mæta ofbeldi og stríðsbrölti. Stjórnmálin virðast hins vegar ekki fylgja neinni almennri reglu hvað það varðar og láta stemmingu ráða afstöðu sinni hverju sinni. Ruglandi svo ekki sé meira sagt.

Geir Ágústsson, 14.8.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband