Þáttaskil í íslenzkum stjórnmálum ? !


    Vert er að  óska borgarbúm  til  hamingju með  nýjan  meirihluta í
borgarstjórn Reykjavíkur og nýjan borgarstjóra. Hér  er  myndaður
traustur meirihluti borgaralegra afla. Meirihluti fyrst og fremst  til
styrktar atvinnulífinu, frumforsendu framfara og þjónustu við borgar-
búa. Nýi meirihlutinn mun taka við á fimmtudag í næstu viku skv.
blaðamanafundi Hönnu Birnu Kristjánsdóttir og Óskars Bergssonar
oddvita Sjálfstæðis- og Framsóknarfloks  nú í kvöld.

    Nýtt meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru
stórpólitísk tíðindi. Tíðindi, sem geta haft mun viðtækari ahrif í stjórn-
málum á Íslandi. Upphaf samstarfs borgaralegra og frjálslyndra flokka,
og það til frambúðar, á öllum stigum stjórnsýslu alveg upp á ríkisstjórn-
arplan. Myndunar borgaralegrar blokkar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar-
flokks og Frjálslyndra! Eins og gerist a.m.k  í okkar helstu nágrannalönd-
um. - SKÖRP SKIL eru því vonandi að myndast í íslenzkum stjórnmálum!!!

   Því hlýtur nú athyglin að beinast að ríkisstjórninni. Inna hennar eru
þröngsýn vinstrisinnuð öfl sem hamla atvinnulegri uppbyggingu, og sem
auk þess vilja ofurselja auðlindir okkar og fullveldi í hendur útlendinga.
- Við þau öfl þarf því að losna sem fyrst, og að mynduð verði ný framfara-
sinnuð og borgaraleg ríkisstjórn eins og nú hefur verið mynduð í borgar-
stjórn Reykjavíkur af borgarasinnuðum frjálslyndum framfaraöflum.
 
mbl.is Byggt á fyrri málefnasamningi flokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hvernig kemur nýr meirihluti til með að vinna að atvinnumálum. Ætlar hann að endurvekja bæjarútgerðina eða hvað? Það eru allir að tala um Bitruvirkjun en það eru bara nokkur störf og væntnlega allt útlendingar. Og orkan frá henni á að fara í Helguvík eða gagnaver á Keflavíkurflugvelli.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.8.2008 kl. 00:21

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús minn alveg dæmigert vinstrisinnað atfturhaldsrugl. Orkan frá Bitruvirkjun fer í Þorlákshöfn og fl fl staða og skapar fjölda fjölda starfa!
Já dæmigert afturhalds rugl ykkar vinstrimanna sem eru orðnir okkar helsta
efnahagsvandamál, sbr Bakki við Húsavík!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.8.2008 kl. 00:31

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þú varst að tala um að þessi nýji meirihluti mundi auka atvinnustigið í Reykjavík. En er þetta ekki aukið atvinnustig í öðrum sveitarfélögum Er Bitruvirkjun ekki í Ölfusi? Sé ekki alveg hag Reykvíkinga í þessu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.8.2008 kl. 00:59

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En það er væntanlega hlutverk Borgarstjórnar að vinna fyrir Reykvíkinga?

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.8.2008 kl. 01:00

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Bitruvirkjun er á vegum Orkuveitu Reykjavíkur alfarið. Bygging hennar mun skapa mikla atvinnu á öllu þessu svæði og styrkja Orkuveituna
meiriháttar. Magnús. Þurfum í  dag pólitísk öfl til að virkja og nýta allar okkar endurnýjanlegu orkulindir um land ALLT til styrktar okkar efnahag.
Þið vinstrisinnar eru þar meiriháttar dragbítar, og boða stöðnun og
kreppu allstaðar. Því á að útiloka ykkur frá áhfrifum í íslenzkum stjórnmálum. Síðan Samfylkingin komst til valda hefur hér ríkt stöðnun,
vonleysi og kreppa........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.8.2008 kl. 01:15

6 identicon

"Síðan Samfylkingin komst til valda hefur hér ríkt stöðnun, vonleysi og kreppa........"

Af því að gengdarlaus útgjöld og bruðl fyrri ríkisstjórnar þarf í raun og veru að borga til baka. Þetta er ósköp einfalt, það er ekkert frítt eins og svo margir sem aðhyllast pólitíska flokka eins og trúarbrögð virðast halda. Hvernig er það, má ekki bara kenna vinstrimönnum líka um hátt olíuverð á heimsmarkaði, of hátt markaðsgengi evru o.s.frv.

Það er kjaftæði í ykkur sem haldið því fram að hér ríki kreppa sem sé tilkomin vegna núverandi ríkisstjórnar. Það var alltaf bara tímaspursmál hvenær skuldin yrði greidd til baka. 

kristinn (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 09:10

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bitruvirkjun verður væntanlega borðin út á EES svæðinu og líklegt að það verði erlendir verkemenn og tæknimenn sem byggja hana. Þá er það ekki orkuveitunar að bjarga atvinnu fyrir verktaka heldur að skaffa okkur sem kaupum orku af henn hagstætt verð.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.8.2008 kl. 12:36

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Mér skilst reynar að í fjárhagáætlun næsta árs sé jafn vel verið að huga að því skera niður velferðarþjónustu og fleira til að mæta nauðsynlegum niðurskurði hjá borginni. Og sjálfstæðismenn hugsi sér gott til glóðarinnar að hafa Óskar með því að það á ekki að spara í byggingum og fjárfestingu. Heldur eiga þeir sem þurfa aðstoð að blæða fyrir þetta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.8.2008 kl. 12:40

9 Smámynd: Fannar frá Rifi

hvaða meirihluti átti annars að setjast að völdum? BDMS listinn í umboði Ólafs F? Eða var kannski planað að gera hann að borgarstjóra í stað Dags?

nei ekki var það nú svo gott hjá yfirlýstum andstæðingum klækjastjórnmála. þir með Dag fremstan í flokki hafa beitt Hrokastjórnmálum. Dagur og Félagar hafa krafist þess að aðrir flokkar og stjórnmálamenn hlýði honum í einu og öllu eins og hann sé Einvaldur. 

Að krefjast þess að kjörinn Borgarfulltrúi segji af sér svo að Dagur sjálfur geti sest að völdum er dæmi um yfirgengilegan hroka af hans hálfu og lítilsvirðingu gagnvart öllum í kringum hann. 

"Iðnaðarráðherranum okkar sem er að reyna selja öðrum en álverum rafmagn að öllum líkindum á miklu hærra verði"

Já hann var líka stór á orði um Laxinn hérna í den. Skilaði það einhverju öðru en skuldum? Össur og Dagur eru góðir saman. Þeir tala alveg helling en þeir segja í raun ekki neitt marktækt. 

Fannar frá Rifi, 15.8.2008 kl. 15:28

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Benedikt. Er að tala um Frjálslyndaflokk Guðjóns Kristjánssonar. Það er
flokkur til hægri og því skilgreindur borgaralegur. Varðandi Kristinn  H Gunnarsson hef ég ekki hugmynd um, þann flokkaflakkara. Búin að vera
í 3 flokkum, geri aðrir betur. - Inaðarráðherra eins og almennt þetta
Samfylkingarfólk bara talar og talar og talar um hlutina og gerir EKKERT
í samræmi við það. Eða hvað er iðnaðarráðherra búin að  þælast míkið
um heiminn boðandi útrást í þessu og hinu landinu sem nánast EKKERT
hefur komið útúr. Jú það er fjöldi fyrirtækja sem vilja sem betur fer koma
og nota okkar orku, en það er EKKI iðnaðarráðherra sem hefur hvatt
þau til þess, enda orkunýtingamálin í uppnámi síðan þessi Samfylking
komst til valda.

Magnús. Ef þarf að skera niður velferðarþjónustuna í landinu þá skrifast
sá niðurskurður á Samfylkinguna með því  að þvælast fyrir að okkar endurnýjanlegu orkulindir séu ekki á fullu nýttar til að skapa tekjur fyrir þjóðarbúið og þar með velferðarkerfið. Það er eins og þið vinstrisinnar skilji það ALLS EKKI og haldið að peningar vaxi á trjánum sbr VG.

Sorglegt!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.8.2008 kl. 15:43

11 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir þín  orð Fannar..

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.8.2008 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband