Óskar með einrómastuðning


   Óskar Bergsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins nýtur EINRÓMA
stuðnings framsóknarmanna í Reykjavík. Kom þetta fram á fundi í dag
hjá stjórnum kjördæmissambanda framsóknarmanna í Reykjavík, Fram-
sóknarfélags Reykjavíkur og félags ungra framsóknarmanna. Mikilvægt
er að fyrir liggi svo afgerandi stuðningur framsóknarmanna við foringja
sinn, Óskar Bergsson.

  Ljóst er að þetta er hárrétt ákvörðun framsóknarmanna að endurnýja
nú meirihlutasamstarf sitt við Sjálfstæðisflokkinn. Gefur flokknum  gott
sóknarfæri. Starfandi í skugga hinna afturhaldssömu vinstriafla gekk
ekki upp, enda Framsóknarflokkurinn miðjuflokkur og sem slíkur á að
vinna með framsæknum borgaralegum öflum.

  Nýr meirihluti lofar góðu. Svokallaður Tjarnarkvartett hefði verið ávsun
á meiriháttar stöðnun og kreppu eins og Samfylkingin stendur fyrir í
núverandi ríkisstjórn.

  Vonandi gefur þetta fyrirheit um allsherjar uppstokkun í ríkisstjórninni,
og þar með íslenzkum stjórnmálum.  - Og það sem fyrst !
 
mbl.is Framsóknarfélög styðja Óskar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já, hann hefur víst einróma stuðning, beggja framsóknarmannanna í Reykjavík

Brjánn Guðjónsson, 15.8.2008 kl. 16:16

2 identicon

Mæl þú manna heilastur. Sá einleikur og tvískinnungur stjórnmálamanna sem nú á sér stað í stjórnmálum getur ekki gegnið til lengdar bæði hvað varðar Marsibil Sæmundsdótir (segist vera í sambandi með tjarnakvartettinum). Að ekki sé minnst á umhverfisráðherrann sem nú kemur fram sem einræðisherra í umhverfismálum. Auðvitað verðum við að vernda náttúruna jafnframt því að nýta hana okkur til lífsviðurværis.

Nýr meirihlutinn í borgarstjórn er mótvægi gegn framagreindu framferði þótt erfitt sé um vik meðan fjölmiðlar hampa umhverfissinnum og "pólitískum viðrinum"án frambærilegra raka.

Gætir trúað að ný ríkisstjórn liti dagsins ljós áður en kjörtímabilið er úti ef  Geir Haarde sér til þess aðstæður og telur það betra fyrir efnahagsmálin.

Með góðum kveðjum. 

Sigríður Laufey Einarsdóttir (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 16:29

3 identicon

Enn einn naglinn í líkkistu framsóknar.  Og fyrst Marsibil er nefnd á nafn er rétt að gera fyrirvara á að hún sé alvöru framsóknarmaður fyrst hún er ekki tilbúin að selja sálu sýna fyrir 15 mín frægð.

steini (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 17:11

4 identicon

Sæll; Guðmundur Jónas, og aðrir skrifarar !

Hvaða álög; eru þess valdandi, að þú;; Guðmundur minn, af öllum, skulir mæla bót, viðbjóðslegum vinnbrögðum hins ''borgaralega'' Sjálfstæðisflokks, með atbeina Framsóknarflokksins ?

Í ljósi þessa; er næsta víst; að Íslendingar þeir, sem slegnir eru algerri siðblindu, hafa lítil efni á, að hreyta í Mugabe gamla, suður í Zimbabwe (gömlu Rhódesíu) - misjöfnu stjórnarfari, í Suður- og Mið- Ameríku, hvað þá; hjá herstjórunum, austur í Búrma.

Dapurlegt; hversu vænstu menn,, sem þú,, Guðmundur minn, skulir slegnir þvílíkri blindu, sem í þessu máli. Nóg væri samt; í landsstjórninni, hvar við höfum verið sammála, í meginatriðum.

Með sæmilegum kveðjum, samt /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 19:38

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ægir. Mun ALDRE styðja stjórnarþáttöku þar sem hin óþjóðlega og óábyrga
Samfylking kemur nálægt.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.8.2008 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband