Vinstriöflin þarf að einangra !


   Það er alveg ljóst að til þess að forða þjóðinni frá langvarandi
alvarlegri kreppu í efnahagsmálum, þarf að einangra vinstriöflin frá
áhrifum í Íslenzkum stjórnmálum. Hin framfarasinnuðu borgaralegu
öfl þurfa nú að taka höndum saman, samstilla áherslur og vinna
saman á sem flestum stigum stjórnsyslu,  alveg  upp á vettvang
ríkisstjórnar, og þar til frambúðar. Mynda skörp skil í íslenzkum
stjórnmálum. Mynda BORGARALEGA og FRAMFARASINNAÐA pólitíska
blokk.  Hér  er verið að tala um Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk og
Frjálslynda. Hinn nýja borgarstjórnarmeirihluta á nú sem allra fyrst
að heimfæra upp á nýjan ríkisstjórnareirihluta,  með þáttöku Frjáls-
lyndra.

  Samfylkingin með þátttöku sinni í ríkisstjórn hefur hvað eftir annað
sýnt vilja-og getuleysi sitt til að taka ábyrgt á  stjórn landsmala.
Enda er þetta sá stjórnmálaflokkur sem hefur fyrir löngu misst ALLA
trú á ÍSLENZKRI framtíð, með því að vilja troða Íslandi í ESB og af-
henda útlendingum þannig okkar dýrmætu auðlindir eins og fiski-
miðin, ásamt að stórskerða fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar. Þá
hefur Samfylkingin sýnt ótrúlegan hroka gagvart sínum samstarfs-
flokki alveg frá upphafi, sem getur ekki gengið til lengdar.

  Vinstri-grænir er öfgaflokkur í umhverfismálum. Sem slíkur mun
hann aldrei geta komið til greina við stjórn landsmála, auk þess
sem hann sýnir ótrúlegt ábyrgðarleysi í öryggis- og varnarmálum
þjóðarinnar. VG mun ætíð þvælast fyrir hagvexti og atvinnulegri
uppbyggingu í landinu, eins og Samfylkingin, sem er frumforsenda
öflugs velferðarkerfis þjóðaarinnar.

  Hin vinstrisinnuðu öfl þarf því að einangra  í íslenzkum stjórnmálum.
Kominn tími til pólitiskra samvinnu ábyrgra þjóðlegra borgaralegra
afla. -

    Hinn pólitíski koktell gengur ekki upp lengur !

   Það er sú pólitíska staðreynd sem við blasir þjóðinni  í dag!

  Það er ekki flóknara er það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Jónasson

 þetta er bara HÁRRÉTT!

Jónas Jónasson, 17.8.2008 kl. 02:10

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sammála þér Benedikt. Það var varað við að hagkerfið hér mundi ekki þola þensluna sem fólst í óheftum möguleikum banka til að fjármagna fjárfestingar erlendis sem og að Kárahnjúkar og Reyðarál kæmu inn á sama tíma. Auk þess stækkun á Norðuráli í Hvalfirði. En Framsókn og Sjálfstæðismenn voru svo vissir um að markaðurinn mundi stýra þessu í höfn á skynsamlegan hátt að þeir hlustuðu ekki. Þeir höfðu jú orð Hannesar Hólmsteins fyrir því. Hann var jú arkitekt að fjármálastefnu síðustu ríkisstjórna.

Nú tala menn um að ný álver bjargi málunum. En gera sér ekki grein fyrir að nú er hér bullandi verðbólga, stórar framkvæmdir í gangi og t.d. nú í dag var verið að skrifa undir samninga um byggingu Bakkafjöruhafnar sem á að byrja strax og kostar milljarða. Þá eru Héðinsfjarðargöng í gangi sem kosta milljarða. Tónlistarhús í gangi sem kostar milljarða.

Það er verið að byggja turna í Kópavogi sem kosta milljarða. Og verslunarrými við og fyrir utan Grafarholt fyrir milljarða.

Og halda menn að nýtt álver og virkjanir muni ekki auka á þensluna. Viðskiptahalli eykst við innflutning á tækjum og mannskap til að byggja þetta. Erlend lán bætast þar ofan á. Þetta þýðir gjaldeyris útstreymi frá landi sem er að reyna að koma sér upp gjaldeyrisforða.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.8.2008 kl. 20:56

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Benedikt og Magnús. Alveg dæmigert krata-skilningarleysi hjá ykkur um hvað sé að gerast í okkar efnahagsmálum. ALLIR aðilar atvinnulífsins og
ekki síst samtök launþega hrópa á róttækar aðgerðir ÞEGAR í stað svo að
eitt allsherjarstopp verði ekki með haustunu með hrikalegu atvinnuleysi,
og gjldþrotum einstaklinga og fyrirtækja. Veit ekki í hvaða heimi þið lífið.
Alla vega ekki í þeim ÍSLENZKA. Alveg dæmigert með sósóialdemókratiskan
hugsunarhátt, sem sýnir að í ríkisstjórn Íslands hafið þið EKKERT að gera.

Svo þakka ég ykkur þrem efstu fyrir stuðninginn við málstaðnn fyrir 
þjóðlegri, framfarasinnaðri og borgaralegri ríkisstjórn...

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.8.2008 kl. 21:29

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Ég er þér mjög sammála í þessu efni, hér þarf samstiga aðila að stjórn landsins, með sömu áherslur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.8.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband