Virða ber óskir þjóða um sjálfstæði !


  Þá á að vera grundvallarregla að sérhver þjóð sem á sína
þjóðmenningu og tungu, eigi að öðlast sjálfstæði óski hún þess.
Engin þjóð ætti að skilja slíkt betur en við Íslendingar. Enda
höfum við oft verið fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði þjóða.
Oftar en ekki hafa landamæri verið dregin ÞVERT á þjóðir
og menningarheima. Nægir þar að nefna breska heimsveldið
forðum og Sovétríkin. Þegar slíkt gerist er það pottþétt ávísun
á ófrið og stríð með hörmulegum afleiðingum.

  Nýustu og gleggstu dæmin nú eru Tíbet og S-Ossetía.
Báðar þessar þjóðir eiga sína þjóðmenningu og tungu. Báðar
þessar þjóðir eiga því skýlausan rétt til  að ráða sínum málum
sjálf, án utanaðkomandi afskipta.

  Það er ekki flóknara en það!

  Allt annað er tvískinnungur!


mbl.is Bush: „Skref í rétta átt"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Samamála þér með S Ossetíu en með Tibet er þetta eitthvað málum blandið þvi ég hefu heyrt viðtöl við Dalai Lama þar sem hann segir að þeir vilji helst heimastjórn en tilheyra áfram Kína. Það eru svo aðrir útlagar sem vilja ganga lengra. Og svo vesturlandabúar sem vilja að það verði frjálst.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.8.2008 kl. 21:06

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Sé það vilji Tibeta að gera sér ánægða með HEIMASTJÓRN eiga
þeir að sjálfsögðu að ráða því. Það er GRUNDVALLARATRIÐI að þjóðir
SANNARLEGA með sína ÞJÓÐMENNINGU og TUNGU eiga að fá að ráða
tilveru sinni sjálf. Allt annað er í anda heimsvaldahyggju, hverju nafni sem
hún nefnist.

Fyrst við gátum viðurkennt Kosovo, sem ekki grundvallast á sérstakri
þjóðmenningu og tungu, eigum við að geta a.m.k skilið málstað Tíbeta
og S-Osseta.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.8.2008 kl. 21:14

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Alveg sammála þér eins og oft áður.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.8.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband