Ætla ungir kratar að efna aftur til skrílsláta ?


  Í Staksteinum Mbl í gær er sagt frá því að ungir jafnaðarmenn
virðist staðráðnir í að verða sér aftur til skammar. Vísað er til
viðtals við Önnu Pálu Sverrisdóttir formanns þeirra (stúlkuna
með rauðu hanskanna) þess efnis að líklegt væri að aftur yrði
efnt til mótmæla nú er nýr borgarstjórnarmeirihluti tekur við
völdum í Ráðhúsinu n.k fimmtudag.

  Öllum er enn í fersku minnu öll þau ofsafengnu skrílslæti sem
vinstrisinnaðir róttæklingar og ungir kratar efndu til í Ráðhúsi
Reykjvíkur í janúar s.l er núverandi meirihluti tók við völdum.
Þar voru eins og Staksteinar benda á þverbrotin bæði lands-
lög og fundarsköp borgarstjórnar Reykjavíkur, þegar gerð voru
hróp og köll að nýjum borgarstjóra og fundur borgarstjórnar
truflaður hvað eftir annað.

  Að hvers konar flokki er Samfylkingin eiginlega að verða? Varla
eru slík  skríðslæti  og  valdníðsla í  anda  sósíalDENMÓKRATISMA?
Meiriháttar skríslæti og vanvirða fyrir lýðræðinu, sem hlýtur að vera
gert með þegjandi samþykki flokksforystunnar!  Að ÞVERBRJÓTA
landslög er grafalvarlegur hlutur þegar heill stjórnmálaflokkur á í
hlut, eins og í tilfelli formanns ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar.
Þegar stjórnmálaflokkur virðir ekki GRUNNREGLUR lýðræðisins,
og túlkar þær af geðþótta sér í hag hverju sinni, gengur það ekki
upp.

   Ef skrílslætin endurtakast  aftur með atbeina Samfylkingarinnar
gegn samstarfsflokki sínum í ríkisstjórn hlýtur það að hafa  alvarlegar
afeiðingar á ríkisstjórnarsamstarfið, ofan á þau ,,smekkilegu" ummæli
formanns Samfylkingarinnar nánast við hliðina á formanni Sjálfstæðis-
flokksins, að líkja tilvonandi meirihluta í borgarstjórn við uppvakning.  

  Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hversu nauðsynlegt
það er að öll ábyrg og framfarasinnuð borgaraleg öfl í íslenzkum
stjórnmálum, taki höndum saman og hefji pólitískt samstarf í sveit,
borg og ríkisstjórn, og það til frambúðar. (Sjálfstæðis-Framsókn og
Frjálslyndir)

  Það er ekki vinnandi með vinstrisinnuðum rugl-öflum. Hefur aldrei
verið, er ekki, og verður aldrei !

  Þar tala staðreyndirnar best ! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Arnþór. Skv skoðanakönnunum hríðfellur persónulegt fylgi af Degi B  Eggertssyni, meðan fylgi Hönnu Birnu margfaldast og fylgi Framsóknar
meira en tvöfaldast. Og þvílíkur munnsöfnuður í þér gagnvart samstarfs-
flokki þínum í ríkisstjórn. Já þvílík HEILLYNDI í því samstarf af hendi ykkar
kratai.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.8.2008 kl. 00:35

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Borgin er stór rekstrareining og þar er mörg matarholan fyrir glögga fjármálamenn. Kosningabarátta er dýr og þeir sem fjárfesta í frambjóðendum vilja sjá avöxtun. Þetta ástand var orðið óviðunandi því Ólafur gekk með hugsjónir í maganum en þær eru afar þröngt túlkaðar hjá samstarfsflokknum sem lítur á borgina sem tækifæri handa réttu fólki. Þess vegna var brugðið á þetta ráð sem auðvitað er hættuspil. Því nú hefur Óskar Bergsson öll ráð sjallanna í hendi sér, en varla er í boði að sprengja meirihlutann einu sinni enn á kjörtímabilinu. Þó skyldi maður nú aldrei aftaka neitt þegar úlfarnir berjast um bráðina.

Það vekur enga furðu þó framararnir klappi saman lófunum og undirbúi nú ábatasama haustslátrun með fallþunga dilka í sögulegu hámarki. 

Á þeim bænum er nú orðið fátt í heimili svo það verður skammtað höfðinglega á veisluborðið. En nú hljóp ég á mig því ég man ekki betur en Hanna Birna hafi sagt þessi ráðsmannaskipti hafa verið ákveðin með hagsmuni borgarbúa í huga! 

Og kossinn þeirra Óskars og hennar fékk mig til að klökkna um stund.

Árni Gunnarsson, 19.8.2008 kl. 00:45

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já gott þú minnist á þetta Guðmundur, það væri að æra óstöðugan að fá slíkan fíflagang endurtekinn og breytir þar engu hver á í hlut.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.8.2008 kl. 00:46

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

P.s. Ég á von á dramatiskum atburði í Ráðhúsinu n.k. fimmtudag í tengslum við þessa dæmalausu atburðarás.

Afar dramatiskum!

Árni Gunnarsson, 19.8.2008 kl. 00:50

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Arþór. Leiðtogahæfileikar Dags voru ekki meiri en það að honum tókst að
,,halda saman)meirihluta í aðeins 100 daga, og EKKERT stóð eftir. Nema
þá allt þetta  bla bla bla bla hans.

Það kemur úr hörðustu átt þegar þið kratar ásaki aðra um stuld á verðmætum þjóðarinnar þegar þið sjálfir sitið á svikráðum við hana og
hyggist ofurselja fullveldi hennar og sjálfstæði og helstu auðlindir hennar
(td kvótann af íslenzkum fiskimiðum) í hendur útlendinga.

Slíkur óþjóðlegur flokkur á og mun aldrei ná fótfestu í  íslenzkum
stjórnmálum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.8.2008 kl. 10:17

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

Guðmundur. Auðvitað hlýtur flokks forysta samfylkingarinnar að styðja þetta. eða allavega er skírlslætin þeim ekki á móti skapi. þegar flokkur er tilbúinn að selja land og þjóð til erlendra valdherra fyrir bitlinga í Brussel, þá eru nú brot á fundarsköpum voðalega léttvæg.

Fannar frá Rifi, 19.8.2008 kl. 11:23

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Benedikt. Hér er verið að fjalla um að stjórnmálaflokkur, Samfylkimgin, með
formann ungliðahreyfingar sinnar í broddi fylkingar, ætli að mótmæla með
skrílslátum að rétt kjörinn borgarmeirihluti í lýðræðislegum kosningum geti tekið við völdum ótruflaður og án þess að fundarsköp og lög um borgarstjórnina séu ÞVERBROTIN eins og gerðist í janúar s.l.
Þetta snýst ekki um peninga Benedikt, þetta snýst um að LÝÐRÆÐIÐ fái
fram að ganga  ÓTRUFLAÐ!  Líkt og Samfylkingin fékk illu heilli að mynda
100 daga meirihluta sinn, (ok sem var lýðræðisleg niðurstaða þá) án óspekta og skrílsláta. Er það til of mikil mælst að það sama verði n.k
fimmtudag í Ráðhúsinu? 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.8.2008 kl. 12:57

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er ekki stjórnmálaflokkur Ungir jafnaðarmenn þetta er ungt fólk innan Samfylkingar sem er í þeim félagsskap. Þannig að það er óþarfi að tengja þetta saman. Minni á að það eru til ungir framsóknarmenn líka sem eru ekki alltaf sammála Framsókn. Heimdallur hefur nú stundum verið með læti en það er ekki Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur þó þeir eigi aðild að þeim.

Finnst fínt að það sé til ungt fólk sem er tilbúið að vekja athygli á skoðunum sínum

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.8.2008 kl. 13:04

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Er Félag ungra jafnaðarmanna ekki hluti af Samfylkingunni? FORMAÐUR ungliðanna FÓR FREMST í skrílslátunum í Ráðhúsinu í janúar
og er nú augljóslega að hvetja til SÖMU skrílslátanna núna, BERLEGA
með VILJA og SAMFYKKI forystu Samfylkingarinnar og Dags B Eggertssonar.
Það er ekki flóknari en það. Ungir Framsóknarmenn tóku aldrei þátt í
þessum skrilslátum þótt þeir væru á staðnum eins og fólk úr öllum
flokkum....

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.8.2008 kl. 13:11

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Það er hægt að láta skoðanir sínar í ljósi án þess að ÞVERBRJÓTA
lög og reglur að hafa ofbeldi í frammi!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.8.2008 kl. 13:13

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hvaða reglur eru þau búin að brjót???????????? Síððast voru það reglur um fundarsöp á borgarstjórnarfundi. Finnst það nú ekkert til að tala um.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.8.2008 kl. 14:07

12 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sbr Staksteinar Magnús. ,,Þá voru brotin bæði landslög og fundarsköp
borgarstjórnar  Reykjavíkur þegar gerð voru hróp og köll að nýjum borgar-
stjóra og fundir borgarstjórnar truflaðir".

Hvað er það annað en gróf og meiriháttar valdníðsla og ofbeldi þegar
borgarstjórn getur ekki starfað svo klukkustundum saman vegna skríls-
láta í Ráðhúsinu? Hvað er það annað að meiriháttar brot á landslögum.

Get skilið að vinstrisinnaðir róttæklinga, stjórnleysingar  og annað upp-
vöðslulið standi fyrir slíku, en ekki Samfylkingin sem vill svo mikið
kenna sig við lýðræðisleg vinnubrögð og allt það fram eftir götunum.

Og enn er hótað sömu skrílslátunum áfram!  Því spyr maður. Fyrir hvað
stendur Samfylkingin fyrir eiginlega?  Umræðustjórnmálum? Birtast þau
í þessum skrípaleik og afbökun á lýðræðinu?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.8.2008 kl. 14:23

13 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er nú ekki marktækt að vitna í Staksteina. Þeir segja aldrei alla söguna eða færa stílin sbr Dagbækur Matthíasar sem mikið hafa verið rædd. Ef að lögleg mótmæli er bara þau sem sérstaklega er sótt um að halda og fá bara að fara fram á fyrirfram ákveðnum stað þá er ástandið í mannréttindum okkar farið að líkjast því sem er í Kína.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.8.2008 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband