Óskiljanlegt ofurkapp Bandaríkjamanna um eldflaugakerfið !


   Verð að játa. Skil  alls ekki  þetta  ofurkapp  Bandaríkjamanna að
koma upp svokölluðu eldflaugavarnarkerfi ENDILEGA  við túnfót Rússa.
Er ekki eðlilegt að Rússar mótmæli? Minnir mann á Kúbudeiluna í denn.
Þá ætluðu Sovétríkin að koma upp elflaugum á Kúpu. Bandaríkjamenn
mótmæltu harðlega, og hótuðu stríði, hættu Sovétríkin  ekki  við  þau
áform. Að sjálfsögðu! - En hver er þá í raun munurinn á uppsetningu
Bandaríkjamanna  á  eldflaugum í  Póllandi nú  og Sovétríkjanna á
Kúbu 1962? Hver er munurinn á ógnuninni nú sem Rússar upplifa og
ógnuninni sem Bandaríkjamenn upplifðu 1962? Hvað nú ef Rússar byggja
upp herflugvelli á Kúbu eins og þeir hafa hótað sem andsvar uppsetningu
Bandaríkjamanna á eldflaugakerfi nánast á landamærum  Rússlands?
Hvernig munu Bandaríkjamenn bregðast við því? Hverskonar skrípaleikur
er þetta eiginlega?  Og tökum við þátt í honum?

  Hverjir eru að reyna að  búa til nýtt kalt stríð?

  Atburðir síðustu daga benda því miður til þess að viss öfl vinni að því!
  

   
    
mbl.is Skrifað undir eldflaugavarnasamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðan 2001 hefur þetta verið eitt langt "told you so". Kaninn gerir það sem honum sýnist gagnvart Rússlandi og er svo svaka hissa þegar Rússar snappa. Við hverju í ósköpunum búast Bandaríkjamenn eiginlega af heiminum?

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 13:56

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Helgi. Ef ég væri Rússi væri ég a.m.k bálreiður, að fá óvinveittar eldflaugar alveg upp að dyrum hjá manni myndi ég ALDREI þola. 

Annars  er þessir fordómar einkum í hinum engilsaxneska heimi furðuleg.
Því nú hafa Russar loks höndlað frelsið, hafa komist undan kommúnisma,
tekið upp lýðræðislega stjórnarhætti, búa meir að segja við mið/hægri-
sinnaða borgaralegu ríkisstjórn, og hafa upphafið kristna trú til vegs og
virðingar á ný.

Bara skil þetta ekki!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.8.2008 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband