Breskur stjórnmálamaður varar Íslendinga eindregið við ESB-aðild !!!


   Breski stjórnmálamaðurinn Nigel Farage varar Íslendinga frá því
að ganga í Evrópusambandið. Þessi stjórnmálamaður hefur setið á
Evrópuþinginu hvorki meir né minna en frá árinu 1999, og talar því
af mikilli reynslu og þekkingu. Varnaðarorð hans eru því  mjög at-
hyglisverð.

  Í Mbl í gær kom fram hjá Farage að Grænlendingar hafa kosið að
færast frá ESB til að vernda eigin fiskimið. Að Bretar hafi afsalað sér
fjórum fimmtu hlutum fiskveiðakvóta sins(vegna kvótahopps milli
landa ESB) með þeim afleiðingum að 120.000 störf hafi tapast.
Þetta er afar athyglisvert í því ljósi að í dag er framseljanlegur kvóti
á Íslandsmiðum. Með inngöngu í ESB fer sá kvóti á markaðsuppboð
innan ESB með skelfilegum afleiðingum fyrir Íslenzt þjóðarbú. Hvers
vegna í ósköpunum  horfa ESB-sinnar á Íslandi ætíð  framhjá þessu
og forðast að ræða þetta stórmál? 

  Í Mbl segir Farage að efnahagsrökin fyrir inngöngu Íslendinga í ESB
sé bergmál af úreltri röksemdarfærslu. Hann spýr réttilega. ,,Fylgja
því kostir að vera hluti af markaði (ESB) sem hindrar ríki í að reka
sjálfstæða stefnu gagnvart vaxandi mörkuðum heimsins?" Hann segir
Íslendinga verða að horfa til lengri tíma þegar þeir íhugi að skipta um
gjaldmiðil.  Og vísar til ástands peningamála á evrusvæðinu. Hann
kveðst ekki lengur vera í minnihluta með þessi and-ESB sjórnarmið,
þau hljóti sífellt meira fylgi á Bretlandi.

  Í Fréttablaðinu segir Farage ESB snúast um völd en ekki lýðræði.
,, Það er einfaldlega ekki hægt að vera fullvalda lýðræðisríki  með
sjálfstjórn og samtímis í Evrópusambandinu. Ég þekki það af tíu
ára setu minni á Evrópuþinginu, að þetta snýst allt um að gera ESB
að stórveldi á heimsvísu".  Varðandi evruna segir hann. að þótt ís-
lenzka myntin sé lítil og óstöðug, segir hann stóru gjaldmiðlana
ekki síður óstöðuga. Bæði evran og USA dollar hafi sveiflast míkið
og það síðasta sem Íslendingar ættu að gera sé að henda frá sér
árinni í þeim stórsjó sem nú gengur yfir efnahag heimsins. ,,Ef þið
gangið í ESB þá verðið þið eins og maður sem er staddur í brennandi
húsi og kemst hvergi út".

  Í 24 stundum segir Farage að ,,ef Ísland gengi í ESB myndi það 
hverfa. Þið yrðuð ekki til og hefðuð engin áhrif, hvorki innan ESB
né nokkurs staðar í heiminum. Þið yrðuð valdalaus nýlenda ESB".
Farage telur engar líkur á að Ísland hljóti nokkra sérmeðferð innan
ESB. ,, Fyrst stekum leiðtogum eins og Margaret Thatcher og Tony
Blair misheppnuðust að breyta sambandinu þá er alveg sama hversu
sterkum leiðtoga Ísland mun tefla  fram. 300  þúsund manna þjóð
mun aldrei hafa áhrif".

  Þetta eru stór orð og mikill áfellsdómur yfir ESB. Áfellisdómur sem
ber að taka miklu alvarlegra en fagurgala  hérlendra ESB-sinna um
Evrópusambandið og aðild Íslands að því............ 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég gerði mér ferð í Þjóðminjasafnið til að hlusta á þingmanninn og hafði gagn og gaman af. Mér fannst þingmaður breska Sjálfstæðisflokksins nú nota minna af rökum en nauðsynlegt er ef taka á hann alvarlega. Hann notaði meira af svona "standard" frösum, sem voru þó margir vissulega góðir og sannfærandi. Ég var þó algjörlega sammála honum og deili áhyggjum hans, að aðildarríki ESB er ekki á réttri leið núna í því að gera sambandið að sambandsríki.

Mest gaman hafði ég af því þegar hann lýsti ástandinu í Bretlandi eftir að þeir tengdust myntbandalaginu forðum daga, en þá hefðu vextir verið komnir í hæstu hæðir, verðbólgan hefði farið af stað o.s.frv. Það var engu líkara en að hann væri að lýsa ástandinu hjá okkur núna án myntbandalags eða evru. Einnig finnst mér skrítið að bera saman fimmta stærsta hagkerfi heims - Bretlandi - við Ísland, sem með er með eitt smæsta myntkerfi í heimi og segja að fyrst það borgi sig fyrir þá að vera með sjálfstæða mynt, þá hljóti að gilda það sama um okkur. Þetta eru auðvitað engin rök.

Auðvitað er það hárrétt hjá Geir að við þurfum að hafa skikk á efnahagsmálunum, hvort sem við erum innan ESB og með evru eða ekki. Vandamálið er hins vegar að við erum ekki með skikk á þeim eins og er og Seðlabankinn og ríkisstjórnin virðast annaðhvort ekki hafa tækin til að koma skikki á eða hafa ekki beitt þeim nógu mikið eða ekki á réttan hátt. Þetta er einfaldlega staðreynd, sem ekki er hægt að loka augunum fyrir, hvað sem öðru líður.

Eitt er víst, að eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá okkur á undanförnum 2-3 árum, hvort sem það var Kárahnúkavirkjun að kenna, hækkun lánahlutfalls hjá Íbúðalánasjóði og innkoma bankanna á íbúðalánamarkað eða spákaupmennska erlendra og innlendra fjárglæframanna.

Á meðan Seðlabankinn og ríkisstjórnin geta ekki sannað fyrir mér, að þau hafi stjórn á efnahagsástandinu, vextir hér eru mikið hærri en innan ESB og matarverð og annað verðlag líka, mun ég halda áfram að vilja skoða ESB aðild og upptöku evru. Mér finnast kostirnir vera fleiri en gallarnir. Auðvitað er svo sjálfhætt við aðild ef viðræður sýna okkur að við missum yfirráð yfir fiskimiðunum og verðum að leggja landbúnaða á Íslandi niður.

Svo mörg voru þau orð!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 23.8.2008 kl. 01:12

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gott að þú reifar þetta Guðmundur, því frásögn þessa manns endurspeglar þann raunveruleika sem ég tel að við Íslendingar verðum að horfast í augu við og hann talar tæpitungulaust um málin.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.8.2008 kl. 02:37

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir innlegg ykkar Guðbjörn og Guðrún.

Guðbjörn. Krónan er ekki orsakavaldur hárrar verðbólgu og vaxta. Ótal
aðrir þættir spila þar inn í á undanförnum árum sem við sjálfir hefðum getað
haft áhrif á. Bara tvö dæmi. Þessi dæmalausa verðtrygging sem hvergi er að
finna og hér. Og eitt enn. Hvers vegna höfum við á undanförnum árum ekki
notað SÖMU aðferðir til að mæla verðbólgu og ríki innan ESB? Hvers vegna
t.d höfum við húsnæðiskostnaðinn inní visitölunni en ESB ríki ekki? Því
hinar gríðarlegu hækkanir á húsnæðisverði undanfarin ár  skrúfaði verðbólguna upp úr öllu valdi og vexti líka, sbr verðtryggð húsnæðislánin.
Fært hefur verið rök fyrir því af sjávarútvegsráðherra að hefði húsnæðis-
kostnaðurinn EKKI verið inní verðlagsvísitölunni hefði verðbólga á Íslandi
verið sambærileg og í ESB-ríkjum. Rökin fyrir að hafa verð á fasteignum EKKI inn í vísitölunni er sú að hækkun fasteigna er EIGNAAUKNING en ekki
rekstrarkostnaður heimila og einstaklega.

FAST gengi hefur ALDREI gengið í okkar þjóðfélagi, og ALLRA sist gengi
og vaxtastig sem EKKERT tæki mið af ÍSLENZKU efnahagsástandi, eins
og evran myndi gera. - Lausleg tenginng krónu við aðra mynt eins og t.d
við þá norsku yrði mun skynsamlegra. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.8.2008 kl. 14:35

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Guðmundur.

Verðtryggingin heldur uppi lífeyrissjóðunum sem eru hinir stærstu í heiminum og ef við teljum meðaltals krónufjölda á hvern mann þá jafnast hann á við olíusjóð norðmanna. 

síðan. verðtrygging orsakar lægri vexti. helduru að nokkur banki eða lánastofnun láni 1.000.000 krónur og fær síðan til baka 900.000 krónur vegna verðbólgu? nei þá hækka þeir bara vextina til að vinna upp tapið. 

það eru engar einfaldar lausnir til. ESB er ekki lausn. ESB er leið til þess að forðast að horfast í augu við vandann og taka á honum. 

Fannar frá Rifi, 23.8.2008 kl. 15:34

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll AND-ESB-samherji Fannar. Hin sterka staða lífeyrissjóðanna hér er
hvernig þeir eru uppbyggðir, með framlagi launþega og atvinnurekenda.
Flestar þjóðir öfunda okkur af þessari uppbyggingu, þ.s ríkissjóður kemur
hvergi nálægt á hinum almenna frjálsa markaði, en stór hluti olíusjóðs
Norðmanna á að standa undir lífeyrir þeirra, sem hefur raunað rýnað
mjög mikið núna í kjölfar falls hlutabréfa á heimsmarkaði.

Verðtryggingin ræður því engum úrslátaþáttum. Í stað hennar verða
breytilegir vextir frá tíma til tíma miðað við verðbólgu, sem hækkar
ekki eins svakalega höfuðstól lána og verðtryggingin gerir sem er í
dag að drepa öll fyrirtæki og einstaklinga. Verðum að vera á  svipuðum
peningarmarkaði með svipaðar reglur og gilda víðast hvar annars
staðar. Annars erum við ekki samkeppnishæfir..

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.8.2008 kl. 16:55

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

við erum einmitt núna að verða gríðarlega samkeppnishæf á alþjóðlega vísu. Ferðamenn hafa aldrei eitt meir. fall krónunar var það besta sem gat komið fyrir allan útlfutnings iðnaðin.

Verðtryggð lán eru öll í eigu lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðir kaupa upp öll verðtryggð lán sem bankarnir og aðrir selja á fjármálamarkaði. afhverju? jú þetta er öruggasta fjárfestingin. Þú ættir nú að muna þá tíð þegar inneignir landsmanna, peningar sem voru í banka að voru og nægðu fyrir flottum bíl, nægðu varla fyrir hjóli að hausti. 

við finnum bara svo mikið fyrir þessu núna því við (landsmenn allir) höfum verið svo óforsjál. við höfum eytt umfram efni og slegið á lán á tíma þegar við hefðum átt að leggja fyrir. vorið og sumarið voru æðisleg og við héldum sannkallaða sumarhátið, drukkum, átum og vorum kát. núna er komið haust og margir eru að átta sig á að þeir eiga ekki nóg til þess að þrauka Þorrann.

það er bara til eytt galdraráð við slæmum fjárfestingum á frjálsum markaði hjá fyrirtækjum og einstaklingum. til þess að lappa upp á stöðu þeirra þá er hægt að færa skuldirnar til og núlla. það er. þeir sem eiga peninga tapa þeim en þeir sem skulda missa sínar skuldir. þannig virka óverðtryggð lán. 

Guðmundur. Vilt þú óverðtryggð innlán? viltu kerfið sem við vorum með 1983 og fyrr? 

þeir sem skuldsettu sig meir en þeir höfðu efni á, verða að taka afleiðingunum. hver er sinnar gæfu smiður. hinsvegar eru stýrivextirnir allt of háir og ég vil sjá 3% vaxta lækkun um áramótin, helst samt allavega 1 til 2 % í október. 

Fannar frá Rifi, 24.8.2008 kl. 00:25

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gaman að komast að því Guðmundur og Fannar að þó ég sé nú yfirleitt ósammála ykkur þá er ég að mestu leytinu sammála þetta sinnið.

Ég hef reynslu fyrir því að þegar ég er búinn að ríða allar skeifurnar undan klárnum þá er það ekki skeifunum að kenna og ekki heldur klárnum. Hesturinn var illa járnaður og ég reið eins og vitleysingur. Og ég hef líka reynslu af því að ef ég ríð sömu þeysireiðina nógu lengi þá uppgefst klárinn að lokum. Og það kemur ekki að neinum notum þó ég skipti um hest ef ég held uppteknum hætti.

Árni Gunnarsson, 24.8.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband