Þjóðverjar óttast nýtt kalt stríð. Er að furða ?
23.8.2008 | 15:09
Skv. skoðanakönnun sem morgunþáttur þýzka sjónvarpsins
ARD gerði í vikunni óttast helmingur Þjóðveja kalt stríð milli
Rússa og Vesturlanda eftir átökin í Kákasus. Er nokkur furða
að setji að manni hroll horfandi á vitleysisganginn varðandi
stríðið í Geogíu? Það þarf engin sólargleraugu til að sjá að
þar sé einn aðili sekur en hinn ekki. Upphaflega reðust Georgíu-
her inn í S-Ossetíu. Gleymum því ekki! Þrátt fyrir aðvaranir sjálf-
ra Bandaríkjamanna. Í mínum huga er Ossetía ríki sem á fullan
rétt á sjálfstæði vilji hún það, því þar býr svo sannarlega þjóð
með sérstaka tungu og menningu. Ef menn geta skilið málstað
Tíbets fyrir sjálfstæði, (sem ég geri) eiga þeir sömu alveg að
geta skilið sjálfstæðisvilja Oseta. Annað er tvískinnungur!
Þá er eitt enn. Þetta mikla óðagot Bandaríkjanna að setja
upp elflaugar í Póllandi. Er nema eðlilegt að Rússar bregðist
ókvæða við og mótmæli hressilega? Myndi svo sannarlega
gera það sjálfur væri ég Rússi? Eða hvernig ætla Bandaríkja-
menn bregðist við mótleik Rússa þegar þeir segjast íhuga upp-
setningu rúnssneskra eldflauga á Kúpu? Er það ekki sambæri-
leg ögrun og hin bandaríska nú?
Jú. Deili sömu áhyggjum með þýzku þjóðinni að í uppsiglingu
sé kalt heimskulegt og óþarft stríð. En ætla íslenzk stjórnvöld
að taka þátt í því? Er utanríkisráðherra Íslands samþykkur
uppsetningu bandariskra eldflauga við túnfót Rússa? Þögn er
sama og samþykki, eða hvað ?
Rússar vakta hafnarborgir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:13 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll; sem ætíð, Guðmundur minn !
Jah; í upphafi skyldi endinn skoða. Hvað bannaði Þýzkalandi, að verða óháð ríki, líkt og frændríkið; Austurríki, forðum ?
Þeir; Þjóðverjar, hafa komið sér sjálfir, í þessa stöðu, með leppríkja samsulli NATÓ/ESB samsteypunnar, Guðmundur minn. Að ógleymdri fylgispektinni, við bandarísku heimsvaldasinnana.
Þar stendur hnífur í kú, minn kæri spjallvinur !
Með kærum kveðjum, sem fyrr, til þín; óbilandi ármaður, fyrir því góða, hér í heimi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 15:30
Sæll Óskar. Þýzka þjóðin hefði ábyggilega kosið hlutleysi eins og Austur-
ríki hefði hún verið spurð. En hún var hernumin af sovétskum kommúnistum
og hinum engilsaxneskum sigurvegurum, sem aldrei hafa þurft að svara
fyrir stríðsglæpi, sbr. Hirosíma. Nakasaki og Dresden....
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.8.2008 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.