Bankarnir fari þá bara úr landi!
28.8.2008 | 00:27
Ef bankarnir eru konir svo á heljarþröm í dag að til bjargar þeim
verði Ísland af afsala sér verulegu hluta fullveldi síns og sjálfstæði,
og afhenda útlendingum helstu auðlindir landsins, þá verða bankar
þessir einfaldlega að flytja úr landi, og það fyrr en seinna. Það er
með ólíkindum hvernig er í raun komið fyrir þessum útrásar-bönkum
svoköluðu, sem nú er komið á daginn að hafa farið meiriháttar offari
í hinni margumtalaði og margrómaðri útrás síðustu ára.
Í morgunkorni Glitnis í gær segir Ingólfur Bender að til þess að losna
við svokallað Íslandsálag séu aðeins tvær leiðir til fyrir bannkanna.
Annars vegar að Ísland gangi í ESB og taki upp evru eða bankanir
flytji höfuðstöðvar sínar til annara landa. En hvernig er það? Eru ekki
fjöldi banka-krísur innan ESB? Hjá bönkum sem hafa farið offari í
sinni starfsemi? Evra og ESB virðast í þeim tilvikum engu máli skipta!
Í Mbl í gær er afar fróðleg grein eftir Ragnar Önundarson bankamann
og fjármálaráðgjafa, sem oftsinnis hefur varað við hvernig ,,bankanir
hafa farið offari. Þeir eru nú fársjúkir með óráði." - ,, Bankanir hafa nú
þanið sig svo mjög að efnahagsreikningur þeirra er nálægt 12-föld
þjóðarframleiðslan. Nær 60% þessara umsvifa eru landinu óviðkom-
andi. Þeir þekkja ekki mun á vexti og þenslu. Þeir refsuðu löggjafar-
valdinu fyrir að veita þeim samkeppni með Íbúðalánasjóði og dældu
þá óhemju fé inn í hagkerfið. Þeir hækkuðu lánshlutfall sitt í allt að
100%, sáu hækkunina valda árlegum hækkunum á fasteignamarkaði
og lánuðu jafnófum aftur út á hana. Þeir tóku hundruð milljarða að
láni hjá lífeyrissjóðum í þessu skyni TIL 5 ÁRA OG ENDURLÁNUÐU TIL
40 ÁRA. Svipað hafa þeir gert í erlendum lánum. ÞEIR GERÐU EKKI RÁÐ
FYRIR NEMA ÖÐRU EN AÐ LÍFEYRISSJÓÐIR OG ERLENDIR BANKAR MUNDU
VILJA FRAMLENGJA LÁN SÍN OG Á ÓBREYTTUM VÖXTUM." segir Ragnar.
En annað hefur nú komið á daginn í ljósi hinnar alþjóðlegu peningakreppu.
Ragnar heldur áfram og segir ,, bankar eru nú farnir að gefa út ,,sérvarin
skuldabréf". Það þýðir að ný lán þeirra eru betur tryggð en þau eldri, á
kostnað fyrri lánveitenda. Þeir fá ekki þau lán erlendis sem þeir vilja og
yfirbjóða því erlenda innlánsmarkaði. ÞEIR LÁTA Í VEÐRI VAKA AÐ INNLÁNIN
SÉU ,,TRYGGÐ". ÞEIR VITA BETUR OG HAFA RANGT VIÐ. Innlán sem útibú
þeirra erlendis veita viðtöku eru á ábyrgð hins íslenzka Tryggingasjóðs
viðskiptabankanna. Hann er óburðugur og ófær að tryggja þau. Þeir fara
á svig við reglur Seðlabankans til að ná meira fé þaðan, brjóta þær ekki
beinlínis en fara í kringum þær og hafa rangt við. Skuld þeirra við Seðla-
bankann hækkar nú um 7O milljarða á mánuði. Þeir hafa hætt við að veita
ný lán til framkvæmda og þannig hlaupið frá skyldum sínum við viðskipta-
vini sína."
Þetta er ófögur lýsing hjá einum virtasta og reyndasta bankamanni
landsins. - Svo ætlast þessir banka-óvitar sam þessum bönkum hafa
stjórnað á OFURLAUNUM að ríkissjóður taki nú allt að 500 milljarða lán
til að hysja upp buxunar á þeim þegar í algjört óefni er komið. Og að
Íslandi afsali sér stórhluta fullveldi sins og auðlinda að auki í hendur
útlendinga. - NEI TAKK!!! Þjóðinni er nú nóg boðið!
Fari hins vegar allt á versta veg á ríkisvaldið að þjóðnýta þau 40% af
bankastarfseminni sem sannarlega falla undir íslenzka starfsemi, og
endurselja til ábyrgra aðila.
Hitt má ALLT róa sinn sjó !
Íslandsálagið staðreynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:05 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll; Guðmundur Jónas !
Ég sé; að ekki hafi margir manndóm neinn, til þess að taka undir þessa sjálfsögðu ályktun, hér hjá þér. Tek undir; losum Ísland við stærsta kúf ofurlaunaðra jakkafata bankamannanna. Það eitt; kynni að skapa möguleika, á að koma á einhverri kyrrð, og leiðréttngu, á bankamálum landsmanna.
Þurfum; að stórefla Sparisjóðina, og stofna Alþýðubanka, hver ynni á lágmarks ávöxtun, en starfaði á þjóðernislegum grundvelli, sem lítt fer fyrir, hjá þeim núverandi, í dag.
Beztu þakkir; fyrir skelegga færzlu, sem einarða, í hvívetna.
Með beztu kveðjum, sem fyrr /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 11:58
Takk fyrir Óskar. Oftar en ekki sammála !
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.8.2008 kl. 13:53
Hver hefði trúað því að Ögmundur væri á undan sinni samtíð?
Einar Jón, 29.8.2008 kl. 04:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.