Verulega verði skorið niður í utanríkisráðuneytinu !


    Ljóst er að ríkissjóður verður fyrir verulegum tekjusamdrætti á næsta
ári. Ekki verður hjá því komist að skera talsvert niður ríkisútgjöld fyrir árið
2009.  Því er mikilvægt að sá  niðurskurður verði þar helst,  sem  minnst 
mun koma við velferð hins almenna Íslendings.

   Einn er sá þá þáttur í ríkisrekstrinum sem verulega má spara í og beita
niðurskurðarhnífnum að fulla.  Og það er í utanríkisráðuneytinu. Ráðuneyti
sem þanist hefur út á undanförnum árum í meiriháttar vitleysu, fáum Ís-
lendingum til nokkurs gagns. Á yfirstandandi ári var áætluð útgjöld til
utanríkismála tæpir 12. milljarðar. Ljóst er að sá kostnaður verður  mun
meiri, en árið 2007 var hann 9.7 milljarðar.  Kostnaðaraukningin síðustu
ár hefur verið  brjálæðislegur, í allskyns prjál og hégóma. Hæðst ber þar
allt ruglið og ofurkostnaðurinn við framboð Íslands til Öryggisráðsins.

   Annar liður ríkisútgjalda varðar forsetaembættið. Þar hefur kostnaðurinn
farið úr öllum böndum.  Utanríkisráðuneytið og forsetaembættið er hvort
tveggja rekið eins og um  milljóna þjóð sé að ræða. - Það gengur alls ekki
lengur. - Allra síst nú þegar harðnar á dalnum og gæta verður ýtrasta
sparnaðar á öllum sviðum ríkisrekstrar.

   Ef fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í haust leggur ekki til verulegan
niðurskurð í þessum tveim rekstrarliðum hefur hún gjörsamlega brugðist
hlutverki sínu. GJÖRSAMLEGA, ofan á alla óstjórnina í efnahagsmálum.
Og þá er hér  verið að tala um marga milljarða, lágmark 5-6 milljarða niður-
skurð hjá utanríkisráðuneytinu og forsetaembættinu. 

   Svo vill til um þessar mundir að fyrir báðum þessum ríkisrekstri  fara
stjórnmálamenn sem löngum hafa kennt sig við alþýðu og vinnandi
stéttir. - Í ljósi erfiðra aðstæðna í efnahagsmálum þjóðarinnar hljóta
þeir að sýna slíkum niðurskurði skilning og stuðning. - Út frá því hlýtur
þjóðin að ganga!   

    Eða hvað ? Ekki muna þessir ,,alþýðusinnar" bregðast þjóðinni á
slíkri stundu?

   Allt þetta kemur í ljós í byrjun október, þegar fjárlagafrumvarp 2009
verður lagt fram !
  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband