Meirihluti borgarstjórnar á góðri siglingu !


   Vert er að taka undir með Staksteinum Mbl. í gær að hinn nýji
meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur sé á réttri leið og á góðri
siglingu skv. skoðanakönnun Gallups. Nýr meirihluti nýtur nú
tvöfallt meiri stuðnings en sá  sem á undan fór. Þá má Hanna
Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri vel við una með sína útkomu.
Um 40% Reykvikinga segjast ánægð með borgarstjórann.

  En betur má ef duga skal, og alveg ljóst að meirihluti Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknar verða að halda vel á málum til að
byggja upp sterkt traust og stuðning meðal borgarbúa, þannig
að borginni verði forðað frá hinu vinstrisinnaða afturhaldi eftir
næstu kosningar.  Enda eru hin neikvæðu vinstriöfl þegar farin
að örvænta, því fylgið við þau er þegar farið að dala mjög.

   Þar sem veldur hinni jákvæðri þróun er sú að borgarbúar horfa
nú upp á samhentan meirihluta borgaralegra afla sem staðráðinn
er í  að láta gott af sér leiða og að starfa af heilindum út kjörtíma-
bilið.

   Vonandi að ekki verði langt að bíða að hliðstæðar breytingar verði
í ríkisstjórninni. Að hin óábyrga og and-þjóðlega Samfylking verði
skipt út fyrir Framsókn og Frjálslyndra. Að allur samsulllarkokteill
verði aflagður í íslenzkum stjórnmálum, og við taki skörp skil og
skýrt pólitískt  val.  Að frjálslynd borgaraleg öfl á þjóðlegum grunni
hefði pólitískt samstarf til langframa, landi og  þjóð til heilla.  Því
vinstrimennskan er gjaldþrota og á ekkert erindi við íslenzka þjóð!

  Dagar Samfylkingarinnar í ríkisstjórn Íslands hljóta því að vera
senn á enda!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Veit ekki alveg hvað þú ert að tala um. Hér er nýjustu tölur:

Samfylking -49,4%
Sjálfstæðisflokkur -27,5%
Vinstri Grænir -16,8%
Framsóknarflokkur -4,2%
Frjálslyndir -1,8%

Skv. þessari könnun Capacents þá er fylgið við Framsókn og Sjálfstæðisflokk 31,7 samtals. Sé ekki þetta góðagengi og þessi könnun birtist í dag.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.9.2008 kl. 00:32

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Það er vonandi að þeim gangi vel að starfa saman í Reykjavík.

Ég tek undir það atriði að hin frjálslyndu borgaralegu öfl sameinist.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.9.2008 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband