Jón Sigurðsson grefur undan Guðna og Framsókn!
3.9.2008 | 14:43
Þegar formenn stjórnmálaflokka láta af formennsku og hætta
afskipti af stjórnmálum, er það nánast óskrifuð regla að þá
hætta þeir eða a.m.k grafa ekki undan viðtakandi formanni á
opinberum vettvangi. Undantekning frá þessari reglu er fyrr-
verandi formaður Framsóknarflokksins, Jón Sigurðsson. Í grein
eftir grein á undanförnum mánuðum og misserum hefur Jón
haldið uppi látlausri ESB-trúboði á síðum Morgunblaðsins, vitandi
um gagnstæðar skoðanir Guðna Ágústssonar formanns, og þess
hversu viðkvæmt mál þetta er innan flokksins. - Því verður ekki
annað sagt en að Jón sé visvítandi að grafa undan formanni
Framsóknarflokksins, og þar með flokknum sjálfum, nánast eins
og honum sé borgað fyrir það. Því fljótlega eftir afsögn sína eftir
síðustu kosningar kúventi Jón svo gjörsamlega í Evrópumálum
að jafnvel Ragnari Reykhás varð bumbult.
Í Morgunblaðinu í dag heldur Jón sig við sama heygarðshornið,
nema nú virðst allt rekast á hvað annars horn í röksemdarfærslum.
Skifandi um einhverja Junibevægelsen hreytingu í Danmörku og
systurhreyfingar hennar innan ESB, er upphaflega voru á móti
ESB, en eru nú með, en berjast samt hatrammri baráttu gegn sam-
runaferlinu innan ESB, sem ekkert virðist geta stöðvað.
Er að furða þótt fylgi Framsóknarflokksins mælist ekki meira í
skoðanakönnunum og raun ber vitni?
Svona framkoma fyrrverandi formanns í stjórnmálaflokki er með
hreinum ólíkindum! - Því ef þetta er ekki að grafa undan og að
stunda flokkslega niðurrífsstarfsemi þá er vandséð hvað annað
á að kalla svona framferði!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú, hefur Steingrímur Hermannsson ekki verið virkur í þjóðmálaumræðunni?
Gestur Guðjónsson, 3.9.2008 kl. 15:03
Nú, hefur Davíð Oddsson ekki verið virkur í þjóðmálaumræðunni..... bíddu, nei, ekki opinberlega, hann ráðskast bara bak við tjöldin.
Jónas Yngvi Ásgrímsson, 3.9.2008 kl. 15:15
Gestur.Steingrímur Hermannsson hefur aldrei beitt sér með jafn AFGERANDI hætti á opinberum vettvangi hvað eftir annað gegn sitjandi formanni og
sjónarmiðum hans í mesta pólitíska deilumáli lýðveldisins eins og Jón hefur gert í Evrópumálum. Vitandi það hversu eldfimmt þetta mál er innan
flokksins. Þótt Steingrímur væri andvigur sjónarmiðum Halldórs í Evrópumálum kom hann aldrei með svona ofsahætti fram, og það núna
grein eftir grein á undanförnum misserum. Þetta er allls ekki til þess fallið
að skapa sátt í flokknum, og allra síst að bæta ímynd hans.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.9.2008 kl. 15:20
Jónas Yngi. Nei. Davíð skiptir sér mjög litið af pólitík eftir að hann hætti.
Allt annað hvað menn ráðskast bak við tjöldin, en ekki svona með opinberum æpandi hætti !
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.9.2008 kl. 15:23
Við skulum átta okkur á eftirfarandi:
Gestur Guðjónsson, 3.9.2008 kl. 16:20
Gestur. Steingrímur Hermansson situr í miðstjórn flokksins þótt hann sé
formlega hættur afskiptum að stjórnmálum. Það er mikill munur á hvernig
menn tjá sig um stjórnmál hafandi verið formaður í flokki. Jón veit manna
best að flokkurinn er þverklofinn í þesst lang stærsta pólitíska deilumáli
lýðveldisins. Hér er Jón að taka hreina og klára afstöðu með öðrum hópnum
á mjög opinskáann og afgerandi hátt, enda hefur Jón nú lýst því yfir að
hann vilji að Ísland gangi í ESB- og taki upp evru, þvert á skoðun núverandi formanns og NÚVERANDI stefnu Framsóknarflokksins. Gott og vel. Jón hafði fullan rétt á að breyta um skoðun og láta vita af henni. En að gera þetta með svona ofsafengnum
hætti eins og ESB-greinar hans birtast nú á færibandi á síðum Mbl er
alls ekki til þess fallið að slá á deilunar í flokknum og því síður af afla
flokknum fylgis. Þetta á Jón að vita og VEIT. Þess vegna er ekki hægt
annað en að segja að hann sé að grafa undan sitjandi formanni og
þar með flokknum. Enda hefur Guðni og fl innan flokksins undrast þessi
framganga fyrrverandi formanns og félaga úr Fylkingunni í gamla daga.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.9.2008 kl. 17:09
Guðmundur: Allir fv þingmenn flokksins eru sjálfkjörnir í miðstjórn svo seta Steingríms þar er ekkert að fjalla um og ég hlusta með áhuga á áherslur hans í umhverfismálum finnst gott að hann miðli af sinni reynslu og leyfi okkur njóta hugsana sinna.
Framsókn er einmitt ekki þverklofinn í ESB málum umfram aðra flokka, eins og stefna flokksins ber einmitt merki um, þar sem lögð er sérstök áhersla á upplýsta umræðu óháð flokkadráttum, eins og samþykkt var á siðasta flokksþingi
Samskipti Íslendinga við Evrópusambandið byggjast fyrst og fremst á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Full ástæða er til þess að þróa frekar það samstarf þar sem það á við. Langvarandi jafnvægi og varanlegur stöðugleiki í efnahagsmálum er ein meginforsenda hugsanlegrar aðildar að Evrópusambandinu. Þannig geta Íslendingar byggt ákvarðanir sínar á styrkleika og í samræmi við sinn eigin þjóðarmetnað, sem frjáls þjóð. Leiðir- Spurningunni um hvort Ísland eigi að gerast aðili að Evrópusambandinu verður fyrst svarað í kjölfar upplýstrar almennrar umræðu óháð flokkadráttum.
- Nauðsynlegt er að Stjórnarskrá Íslands verði aðlöguð nýjum veruleika í Evrópu- og alþjóðasamstarfi, m.a. til þess að tryggja að þátttaka Íslands í því sé hafin yfir allan vafa í nútíð og framtíð.
- Framsóknarflokkurinn lýsir sérstakri ánægju með störf Evrópunefndar flokksins.
- Framsóknarflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem unnið hefur að skilgreiningu samningsmarkmiða fyrir Íslands hönd, ef til aðildarviðræðna við Evrópusambandið kæmi.
Fyrstu skrefTil að tryggja framtíðarhagsmuni þjóðarinnar er mikilvægt að stöðugt sé unnið að stefnumótun og markmiðasetningu Íslands í Evrópusamstarfi. Mikilvægt er að Framsóknarflokkurinn verði áfram leiðandi afl í Evrópuumræðu á Íslandi.
Greinar Jóns og umræða hans er einmitt gott og virðingarvert innlegg í þá umræðu, orðrétt í samræmi við stefnu Framsóknarflokksins.
Gestur Guðjónsson, 3.9.2008 kl. 17:20
Gestur. Nei greinar Jóns eru hreint og klárt 100% ESB-trúboð, þvert á
þessar Evrópusamþykktir flokksins sem þú vitnar í. Gjörsamlega andstætt
núverandi samþykktum flokksins, en Jón hefur HVAÐ EFTIR ANNAÐ undir-
striðkað nauðsyn þess að ÍSLAND GANGI Í ESB og taki upp evru sem nú er
í frjálsu falli gagnvart USA-dollar. Þannig að Jón er því að GRAFA UNDAN
núverandi flokkssamþykktum, talar ÞVERT á sjónarmið formannsins. Hvað
er hægt að gera formanni og flokki meiri óleik? Hver er tilgangurinn með
þessari framgöngu Jóns.? Svona stanslaust! Bara þú fyrirgefur. Skil ALLS
EKKI svona framgöngu! - Því þrátt fyrir allt og allt vil ég ekki mínum
gamla flokki svo illt að hann haldi áfram að minnka og minnka, einmitt
út af svona eindæmis framgöngu.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.9.2008 kl. 17:46
Guðmundur þannig að þú villt hafa Framsókn þannig að þar hafi allir sömu skoðun. Og helst þá sem Guðni og afturhaldsöflin í flokknum boða. Held að ef Framsókn ætlar að lifa áfram verður flokkurinn og einstaklingar að fá að tala fyrir breytingum.
Ekki eins og Guðni boðar:
Ef að svona sjónarmið hefðu ráðið í framsókn i gegnum tíðina þá væru hér allir í torfkofum að slá með orf og ljá. Það var m.a. framsókn og samvinnuhreyfingin sem kom á mörgum umbótum á 20 öldinni. Og bylti m.a. landbúnaði.
En nú boðar þú að engu megi breyta og hér megi ekkert gera. Þetta er ávísun á stöðnun. Bendi t.d. að Íslenska krónan hefur ekki verið í gildi nema rétt um 100 ár. Áður vorum við með danska krónu. Íslenska krónan dugði á meðan það var ríkisstýrður inn- og útflutningur en hún dugar ekki í dag.
Magnús Helgi Björgvinsson, 3.9.2008 kl. 18:04
Magnús. Það að þú eðal-krati og gallharður ESB sinni kemur hér inn og tekur upp málstað Jóns Sigurðssonar sannar bara hversu málflutningur
minn er réttur. Málið er að Jón er að boða ESB-trúboð, innganga í ESB og
upptöku á evru sem er í frjálsu falli í dag gagnvart USA-dollar, en hvort
tveggja í dag er HVERGI að finna í flokkssamþykktum Framsóknarflokksins.
Jón er því hér að tala ÞVERT gegn núverandi stefnu Framsóknarflokksins í
Evrópumálum, sem er mjög alvarlegur hlutur af fyrrv. formannni flokksins
að gera. Ennda tel ég Jón í ljósi kúvendingu sinnar í Evrópumálum laumu-
komma í flokknum, enda fyrrverandi félagi í ungliðahreyfingu sósíalista,
Fylkingunni hér á árum áður.
Bendi þér á Magnús að Framsókn hefur staðað að einu mesta hagvaxta-
skeði sögunar á s.l 3 kjörtímabilum, með tilheyrandi frjálsræði og umbótum
á öllum sviðum, meðan að þið kratar voru ekki búnir að stjórna hér en
nokkra mánuði þannig að í dag er bullandi verðbólga, stórminnkandi hag-
vöstur og fyrirsjáanlegt bullandi atvinnuleysi í haust. Að sjálfsögðu
vill Framsókn standa vörð um ísl. landbúnað eins og allar þjóðir,
meðan þið kratar viljið leggja hann í rúst eins og með raunar allt sem
þið komið nálægt.
Varðandi danska krónu kemur mér ekki á óvart Magnús að þú viljir
skoða líka upptöku hennar í ljósi þess að fjölmargir kratar voru á
móti lýðveldistökinni 1944.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.9.2008 kl. 19:49
En nú er að koma í ljós að þetta hagvaxtarskeið var að mestu tekið að láni. Sbr. að 11 fyrirtæki sem stöð 2 skoðaði um daginn og lagið fyrir Geir Haarde sýnir að þau skulda um 1800 milljarða. Það er t.d. ljóst að stóriðja skilar okkur ekki hagvexti til lengdar því að við tökum lán til að byggja virkjanir. Erlendir aðilar byggja, reka og skaffa hráefnið í stóriðjuna. Þeir skammta þvi hvað verksmiðjan greiðir fyrir hráefnið, nota orkuna okkar og flytja þetta síðan út þannig að virðisauki okkar er nær engin af þessu. Því eru það aðallega lánaðir peningar til virkjunar sem skapa svona gúmmí hagvöxt. Sem að við þurfum að borga síðar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 3.9.2008 kl. 20:46
Magnús minn. Hefur ljóslega aldrei lesið greinarnar í Mbl. eftir hann Jakob
Björnsson fyrrv orkumálastjóra þar sem hann hefur hrakið svon fullyrðingar
lið fyrir lið. Orkusalan er háð markaðsverði á áli sem hefur stóthækkað að
undanförnu þannig að Kárahnúkar skila miklu meiri arði í dag en upphaflega
var ætlað. Ísl. stjórnvöld hafa lært af gamalli reynslu sbr ,,hækkun í hafi"
og fylgjast vel með öllu slíku. Vita nákvæmlega um heimsmarkað á áli og
súráli hverju sinni, enda hafa álverin verið að greiða drjúga skatta í
þjóðaarbúið á s.l árum fyrir utan alla aðra veltu- og staðgr.skatta.
Þannig að þjóðhagslegur hagnaður af álframleiðslu er bæði mikill og
óumdeilanlegur....
Hins vegar hafa bankar og ýmiss fyrirtæki farið offari í lántökum á
undanförnum árum og gerðu ekki ráð fyrir þeirri alþjóðlegu fjármála-
kreppu sem skall á. - Þess vegna er svo mikilvægt að ríkisvaldið
beiti sér af alefli fyrir áframhaldandi nýtingu orkulinda og aukinnar
FRAMLEIÐSLU til útflutnings svo hagvöxtur haldist áfram. Því við
munum í framtíðinni eins og hingað til lifa á FRAMLEIÐSLU til að auka
okkar þjóðartekjur, en getum hins vegar ekki stólað á einhver
pappírsfyrirtæki sem virðast geta gufað upp á einni nóttu.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.9.2008 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.