Aldrei þjóðarsátt um ESB-aðild eða að kasta krónunni !!!


   Það mun ALDREI nást nein þjóðarsátt í efnahagsmálum ef einn
þáttur hennar verður sá að krónunni verði kastað. Það mun aldrei
nást nein þjóðarsátt í svokölluðum Evrópumálum. Þjóðin mun
ÞVERKLOFNA ef reynt verður að keyra fram aðild Íslands að ESB
eða taka upp evru. - Það verða mikil pólitísk átök í þjóðfélaginu
ef ESB-sinnar ná því fram að sótt verði um aðild að ESB. Klofn-
ingur þjóðarinnar verður miklu meiri en klofningurinn var á sínum
tíma  gagnvart bandariskum her eða NATO-aðild. Meir að segja
heilu stjórnmálaflokkarnir munu þverklofna.  Og það til frambúðar!
Vegna vess að fullveldi og sjálfstæði Íslendinga yrði í veði og yfir-
ráð þeirra yfir sínum helstu auðlindum. Deilurnar í þjóðfélaginu
yrðu því  mjög hatrammar meðal manna. Viljum við það?

  Þess vegna var það undarleg frétt í gær í fjölmiðlum þess efnis að
eitt af því sem aðilar vinnumarkaðarins hefðu orðið ásáttir um
væri að kasta krónunni og taka upp erlenda mynt. Slíkt stórmál
verður ekki ákveðið á götunni! Alþingi Íslendinga mun ákveða
það og ENGINN annar. Sama er að segja um hvort sótt verði um
aðild að ESB. Það munu engir götustrákar gera. Alþingi Íslendinga
mun gera það. Og eins og Alþingi er skipað í dag eru ENGAR líkur
á að  slíkt verði samþykkt á þessu kjörtímabili. Auk þess þarf að
breyta stjórnarskránni, sem ESB-andstæðingar sem nú eru í
meirihluta á Alþingi, munu EKKI samþykkja. Því ENGINN einlægur
ESB-andstæðingur á Alþingi færi að greiða götu fyrir ESB-aðild
með því að samþykkja slíka breytingu á stjórnarskrá.

  Hitt er svo allt annað mál að GJÖRBREYTA má núverandi peninga-
stefnu sem augljóslega hefur ekki gengið upp. Það má gera með
ýmsum hætti svo stöðugleiki skapist í gengismálum og þar með
verðlags- og vaxtamálum. - Það er verkefni sem í raun hefði átt
að vera búið að gera  fyrir löngu! Þannig væri myntsamstarf t.d
við Norðmenn mun betri kostur heldur en að taka upp erl.mynt
eins og evru sem við hefðum ENGIN áhrif á!


mbl.is Kannast ekki við þreifingar um þjóðarsátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei þið verðið alltaf um 10 til 15% sem verði ósammála og viljið ekki reyna raunhæfalausn. En það verður bara að hafa það! Það er mikill meirihluti fyrir þessu núna.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.9.2008 kl. 00:31

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Og hver eru hin ÞJÓÐLEGU ÁBYRGU RÖK ykkar öfga alþjóðasinnuðu krata
Magnús ?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.9.2008 kl. 00:38

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já þetta er víst alveg hárrétt hjá þér Guðmundur. Þetta myndi kljúfa þjóðina hyldjúpt því stór hluti hennar er ennþá ekki orðin svo ofdekraður að hún vilji selja það sjálfstæði og frelsi sem vannst árið 1944, fyrir andvirði minna en eins bolla af café latté á bar niðri í Brussel. Þetta myndi ganga eins og fleygur í gegnum hjörtu margra Íslendinga.

Samtök atvinnulífsins eru kjánar ef þeir halda að þeir séu að vinna landinu og atvinnulífi þess gagn með því að hefja eyðileggingu atvinnulífs þjóðarinnar innanfrá sem utanfrá. Því eyðilegging verður það, það er óumdeilanlegt. En þeir munu einungis uppgötva það of seint og iðrast sárlega einfeldningsskapar síns, en þá alveg til einskis því það er ekki hægt að stoppa eyðileggingarferlið þegar það er hafið. Þetta er eins og að biðja sjálfur um að fá eyðni fyrir alla fjölskyldu sína.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 11.9.2008 kl. 08:16

4 identicon

Hvað eru þjóðleg ábyrg rök Guðmundur ?

og af hverju þarf þjóðleg rök frekar en óþjóðleg rök ? eða eru óþjóðleg rök það sem að þú kallar skoðun þeirra sem að aðhyllast Evrópusambandsaðild ?

Það er þó huggun harmi gegn að bæði ASÍ og SA skuli eitthvað vera að gera.  Ekki gerir Sjálfstæðisflokkurinn það.  Ekki gerir Samfó það.  EKki gerir Framsóknarflokkurinn það.  Ekki gerir Frjálslyndi Flokkurinn það og ekki gerir VG það.

In fact þá höfðu bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn 12 ár til þess.  12 ár.  Það er meira en áratugur.  Einn tíundi úr mannsævi.  Af hverju gerðu þessir flokkar akkurat ekki rassgat til þess að sporna við ástandi sem að var búið að vara við síðan snemma árs 2001 af bæði SA og ASÍ ?

Geturðu svarað því Guðmundur ?

Geturðu svo svarað okkur því hvers vegna verðbólgan í Evrópusambandslöndunum er 10% minni en á Íslandi ?

Hvers vegna íslenska krónan er eini gjaldmiðillinn í allri Evrópu sem að hefur fallið um 45% í núverandi efnahagslægð ?

Svo er að sjálfsögðu einstaklega ábyrgt að kenna alfarið einum stjórnmálaflokki um núverandi ástand; stjórnmálaflokki sem að hefur setið í ríkisstjórn í eitt ár og fer ekki með forsætisráðuneytið, ekki fjármálaráðuneytið, ekki sjávarútvegsráðuneytið og ekki landbúnaðarráðuneytið.

Eitthvað svo þjóðleg rök á bakvið það....

og Gunnar: ertu að tala um frelsið og sjálfstæðið sem að vannst í gegnum Marshall aðstoðina ? Eða ávinningin af EES ?

Y.R.Toidi (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 08:38

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þegar við gengum í EES þá var það leið til að varpa af okkur okri sósíalismans sem hafði lokað landinu. dæmi um þetta er afnám á takmörkunum um gjaldeyriskaup Íslendinga sem fóru erlendis.

EES samningurinn er og var góður sem leið til þess að auka frjálsræði í markaðsmálum. ESB er ekki samningur um opin markað. ESB er samningur um að stefna beri að stofnun nýs ríkis. Stjórnarskrá, þjóðfáni, þjóðsöngur, sameiginlegur forseti og utanríkisstefna er dæmi um að til er að verða eitt ríki USE (United States of Europe). í ESB samingnum stendur einhverstaðar: "ever closer union" stefna ber að því að sambandið verði nánara og nánara. 

Marshall aðstoðin var leið USA til þess að koma í veg fyrir að ríki í evrópu féllu Sovétríkjunum á vald. gáfu ríkjunum peninga. síðan var þetta góð leið til þess að auka viðskipti Evrópu landa við USA og þá græddu báðir aðilar. 

"Hvers vegna íslenska krónan er eini gjaldmiðillinn í allri Evrópu sem að hefur fallið um 45% í núverandi efnahagslægð ?"

Kannski útaf því að við vorum með gjaldmiðilin skráðan í hæstu hæðum. allur almenningur hefur farið hamförum og við höfum flutt inn til landsins óhemju af hlutum og keypt ódýrt. útflutnings greinarnar hafa staðið á barmi gjaldþrotts í nokkur ár. það var kominn tíma á dífu svo að útflutningsfyrirtæki og ferðamannaiðnaðurinn gæti rétt sig af. 

í þessi 12 ár sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn voru við völd var góðæri. messta góðæri í sögu landsins og líklega með því messta sem gerst hefur nokkurstaðar í heiminum.

núna er niðusveifla allstaðr. Y.R. Toidi farðu á einhverja erlenda fréttasíðu. lestu eitthvað sem er að gerast í heiminum. helduru kannski að við stöndum eitthvað sér á báti. heimsmarkaðurinn er eins og hafið. á eftir öldutoppum fylgja öldu dalir.

 "Geturðu svo svarað okkur því hvers vegna verðbólgan í Evrópusambandslöndunum er 10% minni en á Íslandi ?"

minni verðbólga í Evrópu hefur meiri áhrif en meiri hjá okkur. hérna hefur verðbólga ekki áhrif á lífeyrissjóðina. úti þá er lífeyrir borgaður með skatti og þar af leiðandi hefur einungis smá breytingar í verðbólgu gríðarleg áhrif á rekstur ríkissjóðs. 

ofan á þetta stendur Ísland betur en flest ríki evrópu. hér eru það einstaklingar og fyrirtæki sem skulda peninga. ríkissjóður er skuldlaus. úti er svo farið að t.d. Franska ríkið stendur ílla vegna gríðarlegra skulda og má ekki við miklu meiri útgjöldum án þess að þurfa að draga mikið úr þjónustu eða hækka skatta sem eru háir fyrir. 

-----------------------------

við höfum það miklu betra heldur en íbúar í USE. við höfum það reyndar líka miklu betra heldur en íbúar USA.

hvað sjá ESB sinnar við það að standa í eigin lappir, sem svo mikið vandamál? eða er auðveldara að þurfa ekki að hugsa um sig sjálfur og láta einhverja bjúrókrata í Brussel ákveða allt á Íslandi því þá þurfa ESB sinnar ekki að bera ábyrgð á einu né neinu. 

Fannar frá Rifi, 11.9.2008 kl. 09:10

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

og Gunnar: ertu að tala um frelsið og sjálfstæðið sem að vannst í gegnum Marshall aðstoðina ? Eða ávinningin af EES ?


Sæll Toldi.

Þú veist ofurvel að á árinu 1944 varð Ísland fullvalda sjálfstætt lýðveldi. Ísland hefur því verið sjálfstætt ríki í aðeins 64 ár. Þetta var ekki stórt lýðveldi að mannfjölda til að byrja með, aðeins um 125.000 manns, en þessir 125.000 Íslendingar voru samt óhræddir við framtíðina því gleðin yfir að fá að vinna að eigin málum fyrir eigið land og fólk og afkomendur sína var svo mikil. Þér finnst þetta kanski ekki merkilegt. En þetta var það sem forfeður okkar þráðu að vinna við. Þeir þráðu að fá að virkja vöðva frelsisins til að byggja þann stökkpall sem þú stendur á núna. Kanski ertu fæddur á þessum stökpalli, hver veit, fæddur í fyrsta flokks þjóðfélagi sem er arfleið þess frelsis sem vannst þarna á árinu 1944 og sem svo var byggt upp af forfeðrum okkar. Þökk sé þessu frelsi, sem knýr virk vöðvabúnt frelsisins, er Ísland núna orðið þriðja ríkasta þjóð Evrópu, og einnig talinn besti staður að búa á samkvæmt rannsóknum Sameinuðu Þjóðanna.

Þú getur alveg talað þetta niður. En fyrir mér er þetta ekkert sjálfgefið mál. Ég er því algerlega ósammála þér að öllu leyti. Ég vil ekki fórna því frelsi sem er forsenda sjálfsbjargarviðleitni þjóðarinnar. Í ESB mun þetta frelsi alltaf visna því þar er ekki hægt að nota vöðva frelsisins í ESB og því munu þeir visna og fátæktin mun aftur sverma að. Ég þekki þetta afar vel því ég er búinn að búa í samtals 23 ár í ESB og reka fyrirtæki þar í 19 ár.

Gunnar Rögnvaldsson, 11.9.2008 kl. 11:35

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk kærlega fyrir innlit ykkar Gunnar og Fannar og stuðning við hinn
ÞJÓÐLEGA málstað. Því Toldi, ég túlka það sem klárlega AND-ÞJÓÐLEG viðhorf sem vinni gegn ÍSLENZKUM hagsmunum að litil þjóð eins og Íslendingar, AFSALI sér stóran hluta fullveldisins og sjálfstæðis og að stórum hluta YFIRRÁÐUM yfir sínum auðlindum, með því að ganga í ESB og taka upp EVRU, sem við hefðum ENGIN áhrif á, heldur myndi STÓRSKAÐA íslenzkt efnahagslíf með gengi og vöxtum sem yrðu í ENGU samræmi við efnahagsstöðu Íslands á hverjum tíma. - Því fullyrði ég það blákalt að þið
ESB-sinnar vinni GEGN ÍSLENZKUM hagsmunum og eru því með and-
þjóðleg viðhorf.

Gengið hefur verið ALLT OF HÁTT skráð undanfarin ár, einkum með offari
bankanna í peningamálum, þegar þeir dældu þúsundir milljarða inni í
hagkerfið. Nú er að myndast jafnvægi á ný, þannig að USA dollar i dag
er á svipuðu róli og 2002. - Enda blómstrar nú okkar útflutningsvegur
og er að skapa hér 4-5% hagsvöxt á árinu  langt umfram það sem
spáð var. ÞÖKK SÉ KRÓNU VORRI sem er að AFRUGLA hagkerfið á
mettíma, sem þýðir mun minni hættu á atvinnuleysi og kreppu en ella
hefði orðið. Værum við með evru væri hér ÖRUGGLEGA mikil kreppa og
atvinnuleysi og útflutningur í rúst.

Og varðandi verðbólgu. Í máli Einars Gufinnssonar sjávarútvegsráðherra
kom fram í fyrra að ef við reiknuðum verðbólgu á sama hátt og gert er í ESB
hefðum við haft svipaða verðbólgu og þar til ársins í ár. Því á s.l 3-4
árum hafa fasteignir hér hækkað um 60% en sú hækkun er mæld á
fullu inní verðlagsvísitöluna og þar með verðbólguna. Í ESB er verð á
fasteignum EKKI hafður inní verðbólguútreikningum. Vegna þess að
þar er fasteign réttilega túlkuð sem EIGN og EIGNARAUKNING en ekki
sem útgjöld og rekstrarkostnaður eins og hér.  - Þannig að kenna
krónunni sem slíkri um háa verðbólgu er gjörsamlega út í hött þegar
samanburður milli landa er svona villandi hvað útreikningin varðar.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.9.2008 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband