Húsleitin hjá hælisleitendum


   Húsleit lögreglu í morgun á sjö dvalarstöðum hælisleitenda
í Reykjanesbæ, þar sem 58 manna  lögregluliði var beitt, vekja
upp margar spurningar.  Hvernig stendur á því að allt að 30
hælisleitendur þurfa allt upp undir 3 ár að fá úrlausn sinna
mála? Hvers konar kerfi er þetta eiginlega, kerfi á hraða snigil-
sins? Að ríkið og íslenzkir skattgreiðendur þurfa að sitja uppi
með og greiða fyrir heilu hópanna af hælisleitendum allt að
þrem árum? Þurfa svo hátt í  60 manna lögreglulið til að
athuga um skilríki þeirra til að bera kennsl á hælisleitendur.
Hvers konar rugl er þetta? Er sú vinna ekki framkvæd af útlend-
ingaeftirlitinu? Frumskylda þess? Frumforsenda til að fella dóm
í máli viðkomandi? Því ekki er það  síður hagsmunamál hælisleit-
endanna sjálfra að fá úrlausn sinna mála sem allra allra fyrst.

  Skil ekki svona RUGL! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Það er rétt, þetta er nokkuð sérkennilegt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.9.2008 kl. 23:33

2 Smámynd: Einar G. Harðarson

Í einu af lögmálum Murphys segir. "Allt leitast til að fylla út í þann tíma sem því er ætlað". Er ekki málið að það eru ekki sett nein tímamörk og því getur mál teygst endalaust.

Kv. Einar

Einar G. Harðarson, 14.9.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband