Gott að hafa nú eigin mynt ! Evrustuðningur minnkar!


   Minnkandi stuðningur Íslendinga við evru er niðurstaða nýrrar
könnunar Capacent Gallup fyrir Samtök iðnaðarins, og munar
þar 5% milli kannana.  Hinn skefjalausi og blindi áróður  ESB
sinna um nauðsyn þess að taka upp evru og ganga í ESB til
að ná peningarlegu jafnvægi í efnahagsmálum er heldur betur
að snúast upp í andhverfu sína. Hrun á peningarmörkuðum
víða um heim s.l sólarhring eru dæmi um það, með tilheyrandi
bankakreppum og verðbréfahruni. - Neyðaraðgerðir Evrópska
seðlabankans s.l sólarhring til að reyna að minnka skaðann á
evrusvæðinu sýnir svo ekki verður um villst, að evra og ESB
aðild er ENGIN trygging eða töfralausn fyrir efnahagslegum
stöðugleika, þvert á móti. Evrusvæðið er jafn berskjaldað
fyrir hættu á efnahagslegri kreppu og öll önnur hagkerfi. 

  Þegar alvarlegir atburðir gerast á alþjóðlegum peningamörk-
uðum reyna allir að bjarga sínu. Í slíku ástandi er mikilvægt
að hafa full yfirráð yfir peningamálum til að geta gripið inn í
ef ALGJÖRT neyðarástand sapist í frjármálakerfi heimsins.
Sem betur fer höfum við Íslendingar enn okkar eigin mynt
sem við getum stýrt með tilliti til  ÍSLENZKRA  hagsmuna á
neyðarstundu. Það  gætum  við ALLS ekki gert hafandi tekið
upp erlenda mynt. Þessi ÖRYGGISVENTILL hefur ALGJÖRLEGA
verið vanmetinn af evrusinnum hér á landi. - Því engum hefur
dottið í hug að þvílíkir dramantiskir atburðir í peningamálakerfi
heimsins ættu eftir að eiga sér stað og einmitt þeir sem nú
eru að gerast. Í slíku ástanda er mjög mikilvægt að sérhver
efnahagseining geti brugðist við útfrá SÍNUM aðstæðum og
forsendum. Það geta Íslendingar gert með sína mynt, en það
geta ríki evrusvæðisins t.d EKKI gert með sína SAMEIGINLEGU
mynt. Mynt sem heimfærir SAMA vaxtastig og SAMA gengið
yfir ALLS evrusvæðið, þótt ríki þess séu á MJÖG ÓLÍKU stigi
hvað efnahagsástand varðar, gengur aldrei upp til lengdar.
Og allra síst á krepputímum - Það þarf ekki skarpann hænu-
haus að sjá og skilja þetta !

   Peningamálastefna Íslendinga er nú á tímamótum. Margir
hlutir koma þar til greina til að efla stöðugleika. En alvitlaus-
asta í stöðunni væri að kasta sjálfum öryggisventlinum, hinni
sjálfstæðri mynt.  Mynt sem við höfum FULL yfiráð yfir og get-
um beitt ákveðið í mörgum myndum miðað við aðstæður í ís-
lenzku efnahagslífi hverju sinni! - Á forsendum ÍSLENZKRA
HAGSMUNA ! 
mbl.is Meirihluti vill evru hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu hvað er gott við að hafa eigin mynt núna? Krónan var að falla um 1,7% í dag. Krónan er akkúrat núna í sögulegu lágmarki. Og evran komin upp í 130 krónur og dollari í 92 krónur. Ekki viss um að þeir sem skulda erlendis eða í erlendri mynt sé sammála þér. Þannig má ætla að skuldir bankana hafi hækkað um 1,7% í dag. Sem og allra stóra fyrirtækja hér á landi, bara út af gengi krónunar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.9.2008 kl. 01:10

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér góðan pistil Guðmundur. Já þetta er alveg hárrétt hjá þér.


Með einni ákvörðun erlendis frá er hægt að skapa óyfirstíganleg vandamál í litlum hagkerfum. Samdrátt, atvinnuleysi, kyrrsetningu hagvaxtar og minnkun velmegunar og velferðar og ennfremur mikinn samdrátt í verslunar- og þjónustustarfsemi. Svona markað hef ég prófað og það var ekki gaman að reka viðskipti undir svona afarkostum erlendra seðlabanka, sem einungis voru að taka tilliti til efnahagsástands í stærstu hagkerfum myntbandalagsins. Að vera lús undir stígvélum annarra er mun verra en að vera lús undir eigin fæti.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 16.9.2008 kl. 01:11

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Í mínum huga er allt þetta hjal um inngöngu í ESB landráðatal.....

Haraldur Davíðsson, 16.9.2008 kl. 01:32

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gunnar er betra að vera í kerfi þar sem einn banki getur á einum degi leikandi fellt gengi krónunar um fleiri prósent og þar með hækkað verðbólgu, lán fólksins og fyrirtækja [erlendi lán og verðtrygging] og þar með dregið úr kaupmætti. Og þess vegna er verið að spá hér samdrætti. Sé ekki munin nema að færri koma að þessari ákvörðun. Hér getur einn banki fellt krónuna með því að selja hana í miklu magni. Þeir gera það þegar kemur að uppgjörum hjá þeim.

Líka má benda á óhagræðið við þetta þegar fólk er að reyna að skipuleggja fjármál sín fram í tíman. Gunnar danska krónan er líka bundin við Evruna. Það hlýtur þá að taka á að búa í þessu hræðilega ástandi í Danmörku.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.9.2008 kl. 01:56

5 identicon

Sæll Guðmundur.

Þú ert frábær í þessum ESB villuvegar uppljóstrunum.Haltu því áfram. Það hlýtur að koma að því að þjóðin opni augun svo um muni.

Hættulegasta þjóðareyðing allra tíma er aðeild að ESB.

Bara ef að fólki hugnaðist að kynna sér málin,...láta ekki einhverja bindiskalla út í bæ segja sér fyrir verkum.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 02:28

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Gunnar er betra að vera í kerfi þar sem einn banki getur á einum degi leikandi fellt gengi krónunar um fleiri prósent og þar með hækkað verðbólgu, lán fólksins og fyrirtækja [erlendi lán og verðtrygging] og þar með dregið úr kaupmætti. Og þess vegna er verið að spá hér samdrætti. Sé ekki munin nema að færri koma að þessari ákvörðun. Hér getur einn banki fellt krónuna með því að selja hana í miklu magni. Þeir gera það þegar kemur að uppgjörum hjá þeim.

Líka má benda á óhagræðið við þetta þegar fólk er að reyna að skipuleggja fjármál sín fram í tíman.


Sæll Magnús. Þessi umræða er svo sprenghlægileg að það hálfa væri nóg.

1) Öll binding gjaldmiðla og hagkerfa er hættuleg í lengdina og er andsnúin allri hugsun um frjálsa samkeppni og frjálsa markaði. Þetta eru komma-hugmyndir um gjaldeyrismarkaði.

2) Ein af niðurstöðunum eftir þessa verstu kreppu í sögu mannkyns á okkar alþjóða fjármálamörkuðum verður sú að ein af aðalorsökum hennar var skortur á frjálsri gengismyndun byggða á framboði og eftirspurn frjálsra hagkerfa. Númer eitt er hin afskræmda binding kínversku myntarinnar við dollar, sem setur alt í steik hvað varðar frjálsa samkeppni og hindrar eðlilegan ótta markaðarins við óvæntar sveiflur í stýrivöxtum - eyðileggur stýrivaxtavopn. Svo er hið gelda myntbandalag ESB, sem eyðileggur hagvöxt og hindrar NAUÐSYNLEGAN óróleika hagkerfa á milli á myntsvæðinu (gerfiheimur) og svo hina stóru myndun þessara tveggja stóru risablokka gjaldeyrismarkaða sem í stórum skala afskræmir alla eðlilega verðmyndun gjaldeyrismarkaða og raunverulega samkeppni hagkerfa á milli.

3) Ísland getur ekki verið at lifa og anda fyrir 2-3 fyrirtæki sem enginn veit hvort muni eiga farsæla framtíð eða ekki, eða sem hvort eð er muni flytja til X eða Y eða Z lands í næsta mánuði.

4) Hvað ættu bankar að vera að gera með stórveltu í ÍSK þegar það er einmitt EUR eða USD sem er þeirra óskamynt. Þeim er alveg gersamlega heimlit að eiga sína eigin forða af gjaldmiðlum X eða Y eða Z

5) Lengi vel sveiflaðist ISK ekki nema 3-5% meira en USD gangvart EUR. En núna ríkir fjármálakreppa og aðeins kjánar byggja alla sína framtíðarstefnu á tímabundum kreppum. Kreppa og öngþveiti eru ekki stefna heldur paník.


Gunnar danska krónan er líka bundin við Evruna. Það hlýtur þá að taka á að búa í þessu hræðilega ástandi í Danmörku.

--------

Danir eru gott fólk og taka vel á móti Íslendingum. Það hefur alltaf verið gott að vera Íslendungur í Danmörku. En mörgum Dönum er jafn illa við Evrópusambandið og enn meira illa við myntbandalagið. Það er jú þessvegna sem þeir vilja ekki sleppa krónunni sinni því þeir hafa þá allavega einn séns þegar myntbandalagið hrynur - en það er að ýta á eject happinn. Þá þurfa þeir ekki að sökkva með skipinu. En þessi öryggisventill er búinn að reynst þeim dýrkeyptur. Hann er svo sannarlega búinn að kosta Dani sitt. Staðreyndin er sú að Danir hefðu líklega aldrei gengið í Evrópusambandið ef þeir hefði vitað fyrirfram hvernig það myndi þróast. Og svo einnig ef þeir þyrftu ekki að sæta sig við þau örlög að búa í skugga 80 milljón manna risa sem fyrir aðeins 68 árum réðst með hervaldi inn í Danmörku herjaði á þjóðina. Hér sleppa Íslendingar því afskaplega vel ættu því að nýta sér þennan kost afar vel og vandlega.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 16.9.2008 kl. 05:12

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

130 kr fyrir hverja evru.

bjórinn orðin ódýrari hér heldur en í Danmörku og Noregi. 

ferðamenn eyða sem aldrei fyrr. 

útflutningsfyrirtæki gengur betur en þau hafa gert í áraraðir.

þessi kreppa hér á Íslandi, er kreppa þeirra sem ekki hafa kunnað fótum sínum fjörráð. Kreppa þeirra sem héldu að þeir gætu tekið lán og aldrei þurft að standa í skilum. 

Þetta er aðalega höfuðborgarkreppa. 

Fannar frá Rifi, 16.9.2008 kl. 09:17

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk kærlega Gunnar fyrir þitt góða innlegg hér, og takk líka Fannar og Þórarinn. Einnig takk þið evrusinnar varðandi mótrökin.

Fyrir mér er þetta einfallt mál. Get og mun ALDREI skilja hvernig mjög
ólík hagkerfi með mjög ólíkan efnahag og lífsstanddard geta búið við
SÖMU mynt, þ.e SAMA gengisstíg og SAMA  vaxtastig til lengdar, og ALLRA síst ef aðkreppir eins og nú er að gerast á heimsvísu. Hef alltaf haldið að
til að ná bestum hagvexti og hagsæld yrði þessi grundvallar hagtæki,
gengi og vextir að vinna saman með hliðsjón af efnahagsástandinu í
viðkomandi hagkerfi. Íslenzk króna er í mínum huga alls enginn söku-
dólgur varðandi hina háu vexti í dag. Þeir eru af mannlegum mistökum í
efnahagsstjórnun. Krónan í mínum huga í dag er þvert á móti mikilvægur
afruglari hvað þetta varðar. Er nú að slá á hinn gengdarlausa innflutning
og óhagstæðan viðskiptajöfnuð, og um leið að stórbæta hag okkar
framleiðsluatvinnuvega til útflutnings, sem er GRUNNFORSENDA hag-
vaxtar og velferðar meðal þjóðarinnar.  Jú, gengisfelling er í sjálfu
sér kjaraskerðing varðandi kaup á erl.vöru og þjónustu til skamms tíma.
En vildum við í staðinn BULLANDI atvinnuleysi, og STÖÐNUN til  langframa?
Held aldeilis ekki. 

Annar virðist orðið mjög erfitt að rökræða við t.d evrusinna um þessi mál.
Eru orðnir katþólskari en páfinn í þessu. Ofsatrúarmenn í ESB-trúnni.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.9.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband