Íslenzkir þingmenn í Rússlandi - gott mál !


    Forseti Alþingis og nokkrir þingmenn eru nú í Rússlandi í boði
forseta Dúmunar, neðri deildar rússneska þingsins. Vert er  að
fagna þessari heimsókn, því hún á sér stað þegar óæskilegar
viðsjár hafa verið í samskiptum Rússa og ýmissa Versturlanda,
einkum Bandaríkjanna og Bretlands. - En það á einmitt að vera
hlutverk okkar Íslendinga að stuðla að góðum samskiptum við
Rússa og hinn vestræna heim.  Því  Rússar eru í  raun  okkar
bandamenn með sömu gildi og við Vesturlandabúar sem krist-
nar lýðræðislegar þjóðir.

     Í gær sagði í yfirlýsingu rússneska utanríkisráðuneytisins,
að Rússar vilji ekki frekari átök og muni leitast við að stofna
til jákvæðra samskipta við vestræn ríki.  Eigum að taka Rússa
á orðinu og stuðla að stórbættum samskiptum við þá á sem
flestum sviðum. Vonandi að forseti Rússlands komi sem fyrst
í opinbera heimsókn til Íslands.

   Þá eigum við að stórauka samskipti okkar við Þýzkaland og
Frakkland, ekki síst á sviðum öryggis- og varnarmála. Því er
einnig kominn tími til að kanslara Þýzkaland  verði  boðið  í
opinbera heimsókn til Íslands.  Okkar utanríkisstefna á fyrst
og fremst að byggjast á að rækta og efla tengslin við okkar
helstu vina- og nágrannaþjóðir. -  En á það hefur verulega
skort undanfarið!

 
mbl.is Forseti Alþingis í Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Kjarri minn. Ertu ennþá með svart/hvítu kaldastríðs gleraugun uppi á árinu
2008?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.9.2008 kl. 00:43

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

En eru ekki Rússar meiriháttar FRJÁLSIR í dag undan JÁRNHÆLUM heims-
kommúnismans? Hafa tekið KRÍSTNA TRÚ til vegs og VIRÐINGAR, komið
á frjálsu markaðshagkerfi og lýðræðislegum stjórnarháttum! Hvað er þá að?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.9.2008 kl. 00:53

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég skil þig ekki, Guðmundur Jónas, hreinlega skil þig ekki. Gagnrýnir þú ekki önnur ríki fyrir að brjóta grundvallarlög Sameinuðu þjóðanna, og geta Rússar svo sagt við þig í september, að þeir "vilji ekki frekari átök og muni leitast við að stofna til jákvæðra samskipta við vestræn ríki," eftir að þeir í ágúst hafa þverbrotið og fótum troðið þau sömu grundvallarlög með því að ryðjast yfir hálft fullvalda ríkið Georgíu? Er það kannski raunin, vegna þess að allt of margir hafa þagað um það og m.a.s. nánast allir, sem hafa skrifað aðsendar greinar í Mbl. um það, hafa borið blak af Rússum vegna þess ólögmæta ofbeldis, að jafnvel svo ágætur maður sem þú lætur narrast til að taka þessa mannréttindaníðinga trúanlega? Hvar hefurðu verið, ef þú hefur ekki tekið eftir innanlandsþróuninni í Rússlandi, þvinguninni við lýðræðið í kosningabaráttu og ómarktækum kosningum, drápum fjölda blaðamanna og vaxandi hernaðarhyggju gagnvart nágrannalöndum Rússlands?

Annars ... með kærri kveðju sem jafnan fyrrum, 

Jón Valur Jensson, 20.9.2008 kl. 00:54

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sælir Jón Valur og Kjarri.  Ber það mikla virðingu fyrir Alþingi Íslendinga,
þingforseta þess og þingmönnum, að þeir hefðu aldrei  farið að þyggja
boð þess þjóðþings og þjóðar, sem sagðir eru mannréttarníðingar, hernaðarhyggjusinnar og þaðan af verra. Bata SKIL EKKI SVONA HUGSANA-
HÁTT gagnvart Rússum nú árið 2008.

Jón Valur. Hver hefur heldur betur verið að ÖGRA Rússum á undanförnum
misserum? Ertu búinn að gleyma Kúbudeilunni 1961 þegar lá við kjarn-
orkustríði? Þegar sovétskir kommúnistar andskotar ætluðu að setja upp
eldflaugar á Kúbu. Að sjálfsögðu brugðust Bandaríkjamenn hart við
því og komu í veg fyrir það. Bandaríkjamönnum var þar VERULEGA ÓGNAР- Þess vegna skilur maður meiriháttar reiði Rússa í dag þegar Bandaríkjamenn ætla að  setja upp eldflaugar í dag beint fyrir framan
nefið á þeim í Póllandi og Tekklandi. Væri ég Rússi yrði ég ÖSKUREIÐUR
og finndist mér VERULEGA ÓGNAÐ eins og Bandaríkjamenn 1961.
Og til hvers í  andskotanum þessar eldflaugar einmitt nú?  Til að verjast
m.a árásum frá hinum hættulegu Írönum er aðalástæðan sem Banda-
ríkin setja fram.  En Íranir eru þá ekki hættulegri en það skv AP frétt í
vikunni að sjálfir GEORGÍUMENN þínir  Jón Valur STANDA NÚ Í SAMNINGUM
VIÐ SJÁLFA KLERKASTJÓRININA Í ÍRAN UM ÖRYGGISMÁL eftir átökin í
Georgíu. Heldur þú  virkilega Jón Valur að þetta sé gert án vitundar og
vilja Bandaríkjamanna? Nei, aldeilis ekki. Sem bara sýnir hversu mála-
tilburður allur varaðandi þessar eldflaugar er gjörsamlega út í hött!
Og ef uppsetning þeirra er ekki HERNAÐARHYGGJA og ÖGRUN þá veit ég ekki hvað á að nefna slíkt.

Hef ÆTIÐ verið samkvæmur mér í því sem ÞJÓÐLEGA SINNAÐUR MIÐ/
HÆGRISINNI að virða í botn skylausan rétt SÉRVERRAR ÞJÓÐAR geti
viðkomandi bent á sína sérstöku þjóðmenningu og þjóðtungu, til að
ráða málum sínum SJÁLF án utanaðkomandi afskipta. Þannig styð ég
FRJÁLST TÍBET. Og þannig styð ég FRJÁLSA OSSETÍU. Og það voru
Georgíumenn sem í upphafi reðust á Ossetíu, meir að segja ÞRÁTT
FYRIR aðvaranir Bandaríkjanna. Enda eru nú miklar deilur innan Geirgíu
um sjálft stríðið. Stjórnvöld þar koma mér fyrir sjónir  sem kexrugluð, leitandi til hinna öfgafullu íslamisku klerkastjórnarinnar í Íran.  Hvers
konar EMDEMIS RUGL er þetta Jón Valur. Bara skil þetta ALLS EKKI.

Kommúnisminn er fallinn í Evrópu. LÍKA í Rússlandi. Eigum því að líta
á þá sem hvert annað lýðræðisríki með frjálst hagskerfi. Og það sem
ég met mikils Jón Valur er að Rússar eru kristnir eins og við. Kristnin
á í vök að verjast í heiminum í dag. Þess vegna eiga ALLAR kristnar
þjóðir að standa og vinna saman gegn helstu ógninni,  ÖFGASINNUÐUM
ÍSLAMÍSTUM sem flæða yfir allt og alla og virkilega ógna jarðarbúum.
Þess vega eigum við að líta á Rússa sem bandamenn en ekki fjandmenn.
En viðurkenni, að  það virðast margir engil-saxar ekki vilja.  Og virðast
eiga sér skoðanabræður hér á landi. - Er þeim ekki sammála.

Með vinsemd og virðingu! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.9.2008 kl. 11:02

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Tek undir með Guðmundi. Aðrir hér ættu að minnast þess að jafnvel þegar að Sovétríkin voru og hétu þá áttum við í gríðarlegum viðskiptum við þau. Við seldum t.d. megnið af allri okkar síld þangað. Og ekki held ég að hægt sé að segja að við höfum verið "Kúguð af þeim. Held að menn ættu að varast einhverjar sögur og áróður sem Bandaríkin hafa haft uppi gegn Rússlandi.

Það er næsta ljóst að það er ekki allt á besta veg þar. Enda ekki nema 16 ár síðan að alræðisstjórnin þar og Sovétríkin liðu undir lok. 

Eins þá minni ég á að Rússland er enn stórt land og með ítök víða eins og USA. Það er eðlilegt ef að Vesturveldin ögra þeim sífellt þá bregðist þau við. Sérstaklega ef að verið er að setja eldflaugapalla rétt við andyrið hjá þeim.

Við getum sett dæmið þannig upp að það er næsta ljóst að USA mundi bregðast við ef Rússar mundu semja við Mexikó um að fá að setja varnarflaugar þar upp til að verjast flugskeytum frá Panama.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.9.2008 kl. 11:50

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég mun svara bæði þér og Magnúsi, kæri Guðmundur.

Jón Valur Jensson, 20.9.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband