Jón Sigurðsson við sama heygarðshornið


   Jón Sigurðsson fyrrv.formaður Framsóknarflokksins er við
sama heygarðshornið  í Fréttablaðinu í dag og ákallar ESB
og evru sem aldrei fyrr. Þetta ESB-trúboð Jóns er orðið með
ólíkindum. Skrifar hverja greinina á fætur annari í helstu blöð
landsmanna nánast á færibandi, viku eftir viku. Eins og hann
ætti lífið að leysa. Trúboðið er ALGJÖRT. ESB-og evra er okkar
EINA LAUSN  við efnahagsvandanum í dag að mati Jóns. Sem
sagt í VEIKLEIKANUM í dag. - En þetta er sá SAMI Jón sem
MARG MARG endurtók það fyrir kosningar að ALDREI kæmi til
greina fyrir Íslendinga að ganga í ESB nema í STYRKLEIKA. Nú
er VEIKLEIKINN í efnahagslífinu allt í einu orðin STYRKLEIKI að
mati þessa sama Jóns til að ganga í ESB. Hvers konar RUGL er
þetta eiginlega?

   Þegar að menn kúvenda í jafn stórpólitísku máli og aðild
Íslands að ESB eins og Jón Sigurðsson hefur nú  gert á einni
nóttu spyr maður sig um trúverðugleika slíkra manna. Og ekki
síður um ástæðuna.  Því svona stórpólitisk kúvending er með
hreinum endæmum!  Gjörsamlega!

   Ljóst er að Jón Sigurðsson með þessari stórundanlegri fram-
göngu sinni er að stórskaða Framsóknarflokkinn. Efna til stór-
kostlegra átaka í flokknum. - Varla það sem Framsókn þarf á
að halda einmitt um þessar mundir!!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef oftast kosið Framsókn og geri það aftur verði flokkurinn með inngöngu í ESB á stefnuskrá sinni og þar með upptöku Evru.  Ef ekki kýs ég hann ekki oftar.

ÞJ (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 17:55

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er ekki bara Jón Sig.

  • Samtök atvinnulífsins
  • Neytendasamtökin
  • ASÍ
  • Samtök verslunar og þjónustu
  • Verslunarráð
  • Bankarnir
  • Ungir framsóknarmenn
  • Vaxandi umræða innan Sjálfstæðisflokk með að kanna stöðu okkar í samningum við ESB
  • Samfylkingin
  • Jónas Haralz
  • Flest skynsamt fólk

Nenni nú ekki að halda áfram núna.

Held að þú sért nú að verða í afgerandi minnihluta

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.9.2008 kl. 19:28

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Samtök atvinnulísins, ASÍ, bankarnir, Flest skynsamt fólk, og
ALLRA SÍST með þjóðlegar tilfinningar og ábyrgð hafa samþykkt að Ísland
gangi í ESB.  Enda efnahagslegir ókostir margfallt fleiri en kostir, utan
sjálfstæði Íslands sem ALDREI verður metið til fjár.

ÞJ. Þú ert kannski gamall sósíalisti og varst í Fylkingunni í gamla daga
eins og Jón Sigurðsson og ert því innst inni róttækur alþjóðasinni eins
og hann.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.9.2008 kl. 19:45

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þarna urðu leið mistök. Átti að vera. ,,Og EKKI SÍST með þjóðlegar tilfinningar og ábyrgð" og svo framv.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.9.2008 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband