Neytendasamtökin stórkostlega misnotuð í pólitískum tilgangi


   Það er orðið stóralvarlegt þegar hagsmunasamtök almennings á
Íslandi eru stórkostlega misnotuð í einu mesta stórpólitíska hitamáli
lýðveldisins í dag. En svo virðist sem ESB-sinnaðir trúboðar hafi yfir-
tekið Neytendasamtökin og látið þau gefa út rammpólitíska yfirlýs-
ingu í Evrópumálum. - Þetta er gjörsamlega óviðeigandi og algjör-
lega út í hött. Svo virðist sem formaður þeirra, yfirlýstur ESB-sinni,
hafi þarna gróflega misnotað aðstöðu sína, og beitt ópólitískum
hagmsmunasamtökum neytenda á Íslandi í ESB-trúboð Evrópua-
sambandssinna.  Annað  hvort  verður  þessi  yfirlýsing dregin til
baka eða fjölmargir félagar í Neytendasamtökunum sem andsnúnir
eru ESB- aðild hljóta að segja sig úr slíkum ESB- samtökunum næstu
daga.

  Það er EKKERT annað en PÓLITÍSKT mat hvort ganga þurfi í ESB til
að lækka vöruverð á Íslandi. Pólitískt mat sem Neytendasamtökin
hafa EKKERT með að gera. - Því svo vill til að enn er heimastjórn á
Íslandi sem hvenær sem er getur tekið pólitískar ákvarðanir um verð-
lagsmál,  þ.á.m  til lækkunar á vöru og þjónustu á Íslandi. - Til þess
þarf ENGA tilskipun frá Brussel, heldur þvert á móti PÓLITÍSKAN vilja
hér innanlands. Þá er allt sem bendir til stóraukins atvinnuleysis á
Íslandi göngum við í ESB og tökum upp evru.  Sem síður en svo mun
verða neyendum til góðs.  Yfirlýsing Neytendasamtakanna eru því
ekkert annan en REGIN HNEYKSLI  og þeim til ævarandi skammar! -
ESB-sinnar virðast í dag í engu svífast með að koma sínum and-þjóðl-
egum áformum sínum í gegn.  Gagnvart því verður að fara að bregðast!

   Og það af  fullri hörku!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Benedikt. Jón Baldvin er bullari. Munurinn á LÍU og Neytendasamtökunum er sá að að LÍU eru SÉRHAGSMUNASAMTÖK atvinnurekenda en Neytenda-
samtökin eru samtök ALMENNINGS, mín og þíns og eiga því ALLS EKKI
að skipta sér af PÓLITÍK!  ALLRA SÍST af ESB!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.9.2008 kl. 01:14

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Lífið er allt pólitík er stundum sagt og nokkuð til í því. Fundir og samþykktir Neytendasamtakanna endurspegla viðhorf félagsmanna, sem réttilega er þverskurður af almenningi í landinu. Hinn fámenni hópur þjóðremba í landinu vill hvorki leyfa almenningi að veita leyfi til aðildarviðræðna né að kjósa um samning að þeim loknum. Því er það ekki nægjanlegt að SA, ASÍ, SI og nú Neytendasamtökin tali á þessum nótum. Það virðist nauðsynlegt að gefa enn í til að óskirnar fari að verða skiljanlegar. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 21.9.2008 kl. 01:33

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Neytendasamtökin er fyrst og fremst félag þeirra sem eru í þeim. Til þess þarf að ganga í þau og borga árgjald. Síðan hafa þau fullt leyfi til að hafa skoðun á málum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.9.2008 kl. 03:00

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Bara endurtek. Hin almennu Neytendasamtök ekki ekki að vera að vafsat
í pólitík, ALLRA SÍST að  taka afstöðu til stærsta pólitíska hitamáls lýðveldisins.  Sem neytandi á Íslandi fullyrði ég að kjör mín sem neytenda
auk allra annara neytenda munu STÓRVERSNA ef við göngum í  ESB og
upptöku upp evru.  Þess vegna eru Neytendasamtökin komin langt út fyrir
sitt hlutverk með því að fara að skipta sér af pólitík.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.9.2008 kl. 11:35

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Allt sem gert er, er pólitík. Þessi samtök, sem eru frjáls félagasamtök, hafa fullan rétt á því að skilgreina starfssvið sitt.

Þeir sem hafa aðrar skoðanir eiga að sjálfsögðu að beita sér innan þeirra, skrá sig í samtökin og mæta á þing.

Þetta er sama málið og gagnrýni Sigga Kára á BSRB, frelsisboðinn sjálfur sem vill hefta frelsi BSRB til að hafa skoðun á málum.

Það er félagafrelsi á Íslandi. Virðum það, en komum endilega fram með gagnrýni á það sem fram er sett. Það er allt annað en að heimta að félög takmarki starfssvið sitt vegna áhrifa utan úr bæ.

Gestur Guðjónsson, 21.9.2008 kl. 13:12

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Gestur. Gagnrýni Sigurðar Kára var 100% réttmæt. Við erum komnir á 21
öldina þannig að maður hélt að stéttarfélög væri ekki beitt í FLOKKS-pólitískum tilgangi eins og Ögmundur Jónasson gerir með BSRB.
Það sama á við almenningsfélög eins og Neytendasamtökin. Ákveðin öfl
tengd ESB-trúboðinu eru að misnota þau GRÓFLEGA í sínu pólitíska trúboði.
Alveg stein hissa Gestur að þú skulir verja slikt!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.9.2008 kl. 14:14

7 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Guðmundur. Gagnrýni Sigurðar Kára á BSRB og þá þín núna á Neytendasamtökin er réttmæt, væruð þið félagar í viðkomandi félögum og beittuð ykkur eða reynduð að beita ykkur á þeim vettvangi.

Það er hins vegar ekki réttmætt að ráðast á samtökin fyrir þau sjónarmið sem þau kjósa að setja fram, meðan það er allt sett fram í fullu umboði viðkomandi baklands.

Hins vegar er öllum fullheimilt að gagnrýna það sem fram er sett. Ekki að það sé sett fram.

Gestur Guðjónsson, 21.9.2008 kl. 14:19

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að ítreka það sem Gestur segir hér að ofan. Ef menn eru óánægðir með það sem BSRB eða neytendasamtökin eru að gera þá mótmæla menn því eða ef þeir eru í viðkomandi félögum þá beita þeir sér fyrir sinn málstað.

Síðan getur nú verið að mál eins og ESB hafi bara fleiri fletir en pólítíska. T.d. getur það verið hagur neytenda sem ræður þessari ályktun hjá þeim. Og ekki byrja aftur með þetta að við getum bara breytt lögum hjá okkur til að auka hag neytenda. Við gerum það bara ekkert þegar að atvinnurekendur, útgerðamenn og fyrirtæki í verslun og þjónustu reka þungan áróður fyrir gagnstæðum skoðunum og beita til þess lobbyisma og peningum í kosningasjóði á réttum stöðum. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.9.2008 kl. 14:33

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Gestur. Þetta eru FÉLÖG UTAN stjórnmála, þar sem félagsmenn þeirra
koma úr öllum áttum pólitískt séð. Stjórnmálaflokkar eru til þess að
mynda og marka pólitískar skoðanir til pólitískra mála og ekki síst til
pólitískra stórmála. Stéttarfélög eiga að beita sér fyrir hagsmunum sinna
félaga með sinni stéttarbaráttu. Neytendasamtökin eiga að starfa að
neytendamálum, en EKKI að taka PÓLITÍSKRA afstöðu til pólitískra álitamála, og þvísíður stórpólitiskra mála og varðandi ESB. Ég er t.d
neytandi og tel mínum neytendamálum og raunar öllum mínum persónu-
legum málum miklu betur borgið að Ísland sé utan ESB og evru. Svo er um
þúsunda neytenda.  En, þetta er PÓLITÍSKT MAT sem Neytendasamtökin
geta ekki lagt mat á, nema þá PÓLITÍSKT, sem er EKKI þeirra hlutverk.
Þess vegna er hér verið GRÓFLEGA að misnota samtökin í pólitískum
tilgangi!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.9.2008 kl. 14:44

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hefðir þú verið á þingi neytendasamtakanna Guðmundur hefðir þú séð hvað orsakaði það, að það varð því sem næst rússnesk kosning um aðild að E.S.B.Orsökin var Jón Sigurðsson,fyrrverandi þjóðlegur formaður Framsóknarflokksins sem talaði fyrir þjóðlegum gildum með því að ganga í E.S.B.og styrkja með því fullveldið.Það var bókstaflega lygilegt hvernig hann snéri hörðum E.S.B. andstæðingum.Ég er handviss um að þú hefðir stutt E.S.B.aðild hefðir þú verið á þinginu eftir að hafa hlustað á hann.

Sigurgeir Jónsson, 21.9.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband