Spennandi kosningar í Austurríki


   Spennandi kosningar eru í dag(sunnudag) í Austurríki.  Þar er
þeim stjórnmálaöflum sem settu allt á annan endan innan ESB
um árið, spáð stórsigri, eða allt að 27%. - Sem kunnugt er var
Austurríki eitt af aðildarríkjum ESB, sett í pólitíska einangrun af
framkvæmdastjórn ESB, þegar  austurriski  Þjóðarflokkurinn
myndaði ríkisstjórn með Frelsisflokknum árið 2000, og sem nú
er spáð stórsigri ásamt systurflokki sínum.

  Hér verður ekki tekin afstaða til kosninganna í Austurríki.
Heldur minnt á að íhlutun  yfirstjórnar ESB í innanríkismál
Austurríkis meðan Frelsisflokkurinn sat þar í stjórn var með
hreinum ólikindum.  Þarna blandaði ESB með grófasta móti
sér inn í innanríkismál aðildarríkis. Fór að skipta sér af sjálfu
stjórnarfari aðildarríkis, þótt kosningar hefðu í alla staði farið
lýðræðislega fram og 27% vilji kjósenda lá fyrir. Af vísu var
framkvæmdastjórnin þá skipuð sósíaldemókratiskum meiri-
hluta, sem misnotaði vald sitt á grófastan hátt í pólitískum
tilgangi.

  Hvað nú ef hin sömu stjórnmálaöfl komast til valda á ný í
Austurríki? Mun ESB setja þá Austurríki í pólitíska einangrun?
Vegna þess að Austurríkismenn kusu ekki rétt! Hvers konar
samband er þetta eiginlega? Virðist ekki hika við að hlutast 
til um innanríkismál og stjórnarfar aðildarríkjanna þegar yfir-
stjórnin í Brussel metur það svo.

   
 
    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það væri gaman að sjá viðbrögð ESB sinna um þetta og heyra á ný fullyrðingar þeirra eins Magnús Helgi kom með hérna:

http://zumann.blog.is/blog/zumann/entry/649647/#comments

um að þessar þjóðir í ESB væru svo Sjálfstæðar og ennþá fullvalda.

Fannar frá Rifi, 28.9.2008 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband