Kreppan er líka á fullu í ESB !
4.10.2008 | 13:54
Þeir sem halda það að aðild Íslands að ESB og upptaka evru sé
einhver töfralauusn fyrir efnahagsvanda Íslands ganga villu vegar.
Nú er blásið til neyðarfunda með helstu leiðtogum ríkja ESB til að
fjalla um fjármálakreppuna sem nú herjar á ESB ekki síður en um
heim allan. Og nú reynir virkilega á hina sameiginlega mynt sem
myntbandalag Evrópu byggir á. Því efnahagsástandið í ríkjum
evru-svæðisins er svo misjafnt. Langbest er það í Þýzkalandi,
enda evran nánast sniðin fyrir það. Langverst er það á Írlandi,
Spáni og Ítalíu, og nú eru allar horfur á neikvæðum hagvexti
í Frakklandi. - Það skyldi ekki vera að í kjölfar fjármálakreppu-
nar hrikti nú mjög alvarlega í myntbandalagi Evrópu. - Því það
hljóta allir sem hugsa eitthvað að sjá að SAMA MYNT, SAMA
GENGI og SÖMU VEXTIR geta aldrei gengið til lengdar í jafn
ólíkum hagkerfum og mynda evrusvæðið. Það bara liggur í
hlutarins eðli. - Þess vegna eru upphrópanir ESB-sinna á
evru fyrir Ísland til lausnar okkar efnahagsmálla GJÖRSAM-
LEGA ÚT Í HÖTT !
Númer eitt er því að ALLIR Íslendingar sýni nú ALSSHERJA
ÞJÓÐHOLLUSTU til að koma Íslandi á réttan kjöl og á rétta
braut aftur í efnahagslegu tilliti. ALLT er upp á borðinu
annað en það sem klýfur þjóðina í herðar niður, með því
að setja ESB-aðild á borðið sem lausn. - Þeir sem það gera
sýna vítaverða óþjóðhollustu á ögurstundu.
IMF: Evrópa verður að sýna viðbrögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Segðu mér Guðmundur, í hvaða ESB landi er 15% verðbólga, 50% gengisfall gjaldmiðilsins á hálfu ári og spá um mesta atvinnuleysi frá því að mælingar hófust?
BigBrother (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 14:04
Gengisfall skiptir engu máli í þessu samhengi. Gengið er að falla vegna þess að skuldabyrði bankakerfisins er að ryksuga allt fjármagn út úr landinu. Nákvæmlega sami hluturinn myndi gerast ef við værum með evru. Við ættum engar evrur.
Bankarnir eru líka risastórir og skuldsettir í Evrópu. Þar stefnir í sama ástand. Ég veit það fyrir víst að fólk er ekki minna hrætt í Frakklandi en hér og mörg Evrópulönd eru svipað eða verr stödd en Frakkland.
Ef að Evrópa kemur betur út úr þessari kreppu en við þá getum við farið að tala um aðild. Munum að kreppan er, því miður, rétt að byrja.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 14:21
Jæja Hans, skiptir gengisfallið allt í einu engu máli? Þú ert nú meiri jeppinn
Segðu mér þá, í hvaða ESB löndum er spáð olíuskorti og jafnvel almennum vöruskorti? Og í hvaða ESB löndum hafa bankarnir skammtað viðskiptavinum sínum peninga eins og var hér í gær?
BigBrother (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 14:29
BigBrother. Eigum mjög marga kosti í stöðunni í dag. Ein er sú að gjörbreyta
peningastefnunni, og hætta að hafa gengið fljótandi. Binda það við t.d
við ákveðna körfumynt meðan ró er að skapast á alþjóðlegum peninga-
mörkuðum, og við keyrum niður vexti og verðbólgu. Bankarnir 3 skulda
í dag um 88% erlendra skulda þjóðarbúsins. Þeir eru vandamálið enda vaxið markfallt yir okkar efnahagsstærðir. Ef til t.d Kaupþing flyttist úr landi
sem þeir hafa oftsinnis hótað þá yrði það meiriháttar jákvæð efnahagsaðgerð. Gengið myndi styrkjast mjög við það. Olíuskortur og
væl um vöruskort er bara brandari sem aldrei verður látið viðgangast.
Það ALVERSTA BigBrother er að GEFAST UPP og ganga í kjöltu ESB.
Þá færum við fyrst úr öskunni í eldinn!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.10.2008 kl. 14:41
Það er fín hugmynd að binda gengið við alvöru mynt(körfu). Málið er bara að það kostar okkur 15 milljarða á ári að halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli. Það er fáránlegur fórnarkostnaður til að heiðra það síðasta sem lafir síðan við vorum undir dönsku krúnunni (jamm, krónan er dönsk að upphafi, meira að segja nafnið króna er vísbending í konungskórónuna). Allt sjálfstæðishjal vegna (gömlu dönsku) krónunnar er því fráleitt og í raun öfugmæli.
Ég er reyndar þeirrrar skoðunnar að við hefðum átt að ganga í ESB um leið og Danmörk, eða 1973. Það verður nefnilega alltaf erfiðara fyrir okkur að ganga uppréttir til samningar eftir því sem ástandið hjá okkur versnar. Eða vilt þú kannski bíða eftir því að landið verði gjaldþrota og okkur verði skipaður fjárhaldsmaður af Alþjóða gjaldeyrissjóðnum sem tekur ákvarðanir um efnahag okkar og auðlindir með hag skuldareigenda okkar að leiðarljósi? Þá fyrst erum við búin að missa sjálfstæðið, vegna kreddu einangrunarsinna sem ekki vilja ganga í bandalag með sjálfstæðum ríkum í ESB.
En þú svarar engu um hvaða ESB lönd eru í viðlíka fjárhagshruni og hér er orðin staðreynd.
BigBrother (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 15:03
BigBrother: Fjármagnsskortur=gengisfall. Þetta er sami hluturinn. Við myndum ekki fá okkar eigin evruprentvél innan myntbandalagsins. Við þyrftum að gera nákvæmlega það sem við þurfum að gera núna: framleiða eitthvað sem fólk vill kaupa af okkur til þess að fá fjármagn inn í landið.
Þegar þú segir að vöru- og eldsneytisskorti hafi verið "spáð" gefur það til kynna að slíkar spár komi frá einhverjum áreiðanlegri en kaupmönnunum sem hafa hag af því að við hömstrum svo þeir geti keypt gjaldeyri í dag frekar en á morgun. Réttara er að segja að það hafi verið talað um eldsneytis- og vöruskort hérna. Um það er líka talað í Evrópu, mjög mikið, enda þurfa Evrópumenn á innfluttu eldsneyti að halda til að hita húsin sín í vetur.
Fyrir mitt leiti hef ég engar áhyggjur af skorti á nauðþurftum. Við flytjum meira en nóg út til að standa straum af eldsneyti, varahlutum, matvælum, lyfjum og öðrum nauðsynjum. Í versta falli verður krónan tekin af floti og gjaldeyrir skammtaður í einhverja mánuði eða ár.
Ef þjóðir fara í greiðsluþrot þá er ekki skipaður skiptastjóri frá IMF. Vinsamlegast ekki bulla.
Það er ekkert ESB land komið jafn nálægt brúninni og við. Það er ekki þar með sagt að þau muni ekki gera það. Eins og ég sagði þá er kreppan rétt að byrja. ESB aðild breytir nákvæmlega engu til skamms tíma. Við eigum að sjá hvernig ESB lönd fara út úr kreppunni.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 15:22
Hans: Evrópuþjóðirnar eru ekki að upplifa lausafjárskortinn fyrst núna. Þar hefur Evran verið frábært haldreipi smáþjóðanna á meðan bæði norska og sænska krónan hafa dalað (athugaðu dalað, ekki hrunið til gunna eins og íslenska krónan). Það rímar ekki við kenningu þína að fjármagnsskortur sé það sama og gengisfall.
Þó við sleppum öllum því sem hefur verið "spáð" út og suður, er ástandið hér miklu hrikalegra en í ESB löndunum og þar á örmyntin (íslenska krónan sem hefur misst allan trúverðugleika) stóran hlut að máli.
Segðu okkur óupplýstum, hvað er gert þegar þjóðir fara í þrot og leita til Aljóðagjaldeyrissjóðsins? Er það bara svona eins og að slá kunningja um fimmhundruðkall?
BigBrother (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 16:13
Jú, það rímar ágætlega við "kenningu" mína (sem er hvorki kenning né eitthvað sem tilheyrir mér. Munurinn á þessum löndum og okkur felst í þessu:
Þau skulda ekki jafn mikið í erlendri mynt og þurfa því ekki að kaupa mynt til þess að borga af skuldum. Þess vegna hafa gengishreyfingarnar ekki verið eins miklar. Í staðin eru þau bara að verða uppiskroppa með lausafé því að skuldirnar eru meiri en lausaféð og þeir sem eiga lausafé sitja á því eins og ormar á gulli. Matadorpeningarnir sem hafa blásið upp t.d húsnæðisbólurnar fuðruðu allir upp í undirmálsbréfakrísunni. Eftir situr stór hola.
Örmyntin okkar blessuð er alveg saklaus enda er hún bara pappír og getur ekkert gert af sér. Gengi sem hefur verið keyrt upp með háum vöxtum er eitt af því sem er að koma í bakið á okkur. Engin hefur áhuga á vöxtunum okkar og við eigum ekki nóg af vörum sem hægt er að kaupa fyrir krónur (mikil eftirspurn eftir erlendum gjaldeyri og lítil eftirspurn eftir því sem hægt er að kaupa fyrir krónur gerir ódýrari krónu). Gjaldmiðlar eiga sér ekki sjálfstæða tilvist úr sambandi við verðmætasköpunina.
Ég á ekki von á því að við leitum til alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í versta fali verða bankarnir þjóðnýttir, ríkistjórnin lýsir því yfir að við séum komin í greiðsluþrot og krónan fellur niður í kjallara. Þá verður hún tekin af markaði og komið á gjaldeyrisskömmtun. Samið verður við lánadrottna um greiðslur af lánum, margir þeirra eru lausafjárþurfi sjálfir og munu þiggja það sem við getum boðið þeim. Í sumum tilvikum verður gengi að eignum sem bankarnir hafa verðsett fyrir lánum.
Það er líklega best að reyna að halda í sem mest af draslinu sem bankarnir hafa verið að kaupa út um allar koppagrundir svo að það verði hægt að selja það seinna og grynnka þannig á skuldafeninu.
Annað ræðst af því hvernig hlutirnir þróast í öðrum löndum. Mögulega mun skuldahalinn brenna upp í verðbólgu eða þá að við verðum í nægilega sterkri stöðu til að semja um niðurfellingu skuldanna að hluta. Ef allt lagast í bráð (fyrir kraftaverk) má vera að okkur takist að selja bankaeignirnar fyrir stórum hluta skuldanna.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 16:56
Ókei, nú skil ég þig! Ástandið hér er, eftir því sem þú segir, allt meira og minna íslensku krónunni að kenna.
Þú segir nefnilega að önnur lönd séu betur stödd vegna þess að þau skulda ekki eins mikið í ERLENDRI MYNT. Ef við værum með Evru, þá skulduðum við ekki heldur líkt því eins mikið í ERLENDRI MYNT, einfaldlega vegna þess að Evran væri okkar eigin mynt! Þarna ertu kominn með lausn á stórum hluta þeirra vandræða sem Íslendingar eiga við umfram ESB Þjóðirnar. Nefnilega að taka upp Evru...
Hvað gerist ef landið verður gjaldþrota eftir að hafa leitað sér neyðaraðstoðar til Alþjóðar gjaldeyrissjóðsins er hins vegar enn ráðgáta því þú veist það í raun ekki frekar en ég. Vonandi þurfum við ekki að láta reyna á það. Það kann vel að vera að okkur verði ekki skipaður eiginlegur skiptastjóri en það er á kristaltæru að þá, sem gjaldþrota þjóð, erum við líka búin að missa sjálfstæðið í afarkostum við skuldareigendur.
það væri ömurlegt hlutskipti í stað þess að styrkja sjálfstæðið með því að ganga að fullu til samstarfs við bandalag sjálftæðra þjóða í ESB.
BigBrother (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 17:24
Í þessu samhengi skiptir það engu máli hvort að þú skuldir í erlendri mynt eða ekki. Það breytir engu hvort að evra væri lögeyrir á Íslandi eða ekki. Ef við eigum ekkert til þess að láta í skiptum fyrir evrur þá eigum við engar evrur. Aðildarríki myntbandalagsins fá ekki evruprentvél til frjálsra afnota. Ef seðlabanki evrópu reynir að prenta sig út úr kreppunni þá njótum við góðs af því hvort sem við erum innan myntbandalags eða utan. Það getur ekki verið svona erfitt að skilja þetta.
Ég hef enga trú á því að við leitum til alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Við höfum samt sem áður ágætar gjaldeyristekjur og aðstoðin sem fengist úr honum væri ekki upp í nös á ketti í samanburði við skuldafenið sem fylgir bönkunum.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 17:37
Þetta er hluti af frétt á ruv.is
Og svo er rétt að átta sig á því að auk kreppunar hér er gengisfallið sem aðrar þjóðir hafa sloppið við að mestu. Sagt að ef við höldum krónunni verði a.m.k. bæði Landsbanki og Kaupþing að flytja úr landi þar sem að landið ræður ekki við hvað þeir eru stórir.
Magnús Helgi Björgvinsson, 4.10.2008 kl. 18:28
Ein af ástæðum falls evru undanfarna daga er sú að evran er ekki lengur eins liquid og hún hefur verið. Hún er að frjósa. Eina stóra hreyfanlega (liquid) myntin núna er dollar. Nú fór ESB fundurinn í vaskinn í dag. Það kemur ekkert sameiginlegt átak. Þetta þýðir að hver þjóð verður sjálfri sér næst á komandi mánuðum. Núna fara stór-bankahrun í ESB því að hefjast. BNA fór fyrst inn í kreppuna og er komin ca. helmings áleiðis á 12 mánuðum. ESB er ennþá á reit númer eitt. Núna fer því endirinn að hefjast hér í ESB og mun flugeldasýningin kanski vara í 2 ár.
"The beginning of the end game…"
Bænaskjali helstu hagfræðinga í ESB til stjórnvalda í ESB
"Open Letter to European Leaders on Europe’s Banking Crisis"
Gunnar Rögnvaldsson, 4.10.2008 kl. 21:40
Æji Gunnar... Heimsendaspárnar, úppps, ég meina Evrópuendaspárnar þínar eru orðnar svo þreyttar.
Af hverju flyturðu ekki til Kaliforníu? Er það kannski vegna þess að Kalifornía er á hausnum?
BigBrother (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 21:49
Sæll Guðmundur.
Það er ótrúlegt að sjá menn hér undir nikknöfnum vera að verja Evrópusambandsaðild, og gott dæmi um áróðurstilraunir þær sem íslensk stjórnmál innihalda nú um stundir.
ESB er EKKI á dagskrá enn flóknara er það ekki.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 5.10.2008 kl. 02:40
Jú Guðrún það er sorglegt að sjá uppgjafartóninn hér í ESB-sinnum. Sbr.ASÍ.
Þeir heimta t.d evru sem lausn. Til þess yrðum við að uppfylla Maastricht-
sáttmálan sem gengur m.a út á hallalaus fjárlög. Nú ganga fjárlögin út á
verulegan halla. Sem er meðvitað til að draga úr atvinnuleysi. Sem sýnir
eins og margoft hefur verið rætt um BULLANDI ATVINNULEYSI göngum við í ESB, enda er þar verulegt atvinnuleysi, sem mun stóraukast nú í náinni
framtíð, því fjölmörg efnhagskerfi ESB ríkja ÞOLA EKKI LENGUR þá vexti og
það gengi sem Evrópski seðlabankinn ákveður til að efla hagvöxt. Við
sætum uppi með bullandi atvinnuleysi og stöðuga stöðnun í okkar
efnahagskerfi tækjum við upp erlenda mynt sem ALDREI tæki tillit til
efnahagsástandsins á Íslandi. Alveg STÓRFURÐULEGT að sumir menn
skuli ekki skilja svona einföld sannindi.
Þar utan yrði efnahagslegt tjón okkar stórkostlegt færi okkar helsta
auðlind á uppboðsmarkað ESB sbr kvótinn göngum við í ESB. Þar yrðu
um hundruði milljarða að ræða sem yrðu í mikilli óvissu ár hvert hvort
virðisaukinn af fiskistofnunum hyrfi úr okkar hagkerfi við inngöngu í ESB.
Fyrir utan alla milljarðana sem við yrðum að greiða í alla sukksjóði ESB
umfram það sem við fengum í staðin.
Þá er eins og ESB sinnum sé andskotans sama um fullveldi og sjálfstæði
Íslands, og ALGJÖRT ÁHRIFALEYSI okkar innan ESB með einungis 0.4%
þingfulltrúa á Evrópuþinginu OG ENGAN FULLTRÚA í framkvæmdastjórninni.
Já það er sorglegt að einhver Íslendingur skuli hugsa svona gagnvart
þjóð sinni og föðurlandi. - Virkilega dapðurlegt...
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.10.2008 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.