Mikilvægar tillögur stjórnarandstöðu
6.10.2008 | 00:40
ALLIR verða nú að leggjast á eitt við að leysa efnahagsvanda
þjóðarinnar. Gildir þá einu hvort menn koma úr stjórn eða stjórnar
andstöðu. Í þættinum á Mannamáli á Stöð 2 í kvöld sátu formenn
stjórnarandstöðunar fyrir svörum. Allir vildu skoða þann möguleika
að auka við þorskkvótann. Framsókn og Frjálslyndir vilja ganga
lengst í þeim efnum, allt upp í sextíuþúsnd tonn, sem yrði mjög
mikilvægt fyrir að skapa gjaldeyrir. Þá vilja sömu flokkar setja
álversframkvæmdir við Bakka og Húsavík á fulla ferð, sem einnig
myndi þýða innstreymi gjaldeyris inn í landið. Þá vildi formaður
Framsóknar beita handafli við lækkun vaxta og hækkun gengisins,
og vísaði til handafls-inngrípa fjölmargra þjóða í sín efnahagsmál
og peningamarkaði, sbr. Bandaríkin og fjölmörg önnur vestræni
ríki síðustu daga.
Þá voru formenninir réttilega sammála um að hvorki ESB-aðild
eða evra myndi leysa efnahagsvandann í dag. Þvert á móti myndi
umræðan um þau mál hafa ruglandi áhrif á lausn vandans og
stuðla að sundrungu þjóðarinnar en ekki samstöðu á ögurstundu.
Benti formaður Vinstri-grænna réttilega á að hefði Ísland verið
aðili að ESB hefði þau rúmu hundraðþúsund tonn af makríl aldrei
veiðst í sumar, og þjóðarbúið þannig orðið af 7 milljörðum í út-
flutningstekjum.
Stjórnarandstaðan virðist því sýna fulla ábyrgð gagnvart hinum
mikla efnahagsvanda í dag og vera með skynsamlegar tillögur.
Hinsvegar bendir allt til þess nú að ríkiststjórnin sé alls ekki að
standa sig, og að hinn bráðnauðsýnlegi aðgerðarpakki sem ALLIR
bíða eftir nú liggi alls ekki fyrir.
Áfram Ísland!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:53 | Facebook
Athugasemdir
Guðmundur þú gerir þér grein fyrir því að við uppbyggingu Álvera og virkjuna mundu lántökur okkar erlendis aukast um hundruð milljarða, og gjaldeyrir fljóta erlendis strax aftur vegna innkaupa fyrir þessar framkvæmdir. Viðskiptajöfnuður mundi verða neikvæður á meðan þessar framkvæmdir eru. Sem og að þennslan mundi valda víxlverkun launa og verðlags sem viðhéldi verðbólgunni.
Magnús Helgi Björgvinsson, 6.10.2008 kl. 09:29
P.S sem og að það mundi viðhalda háum vöxtum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 6.10.2008 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.