Er stóraukið samstarf við Rússa í uppsiglingu ?


   Ný heimsmynd gæti orðið í augsýn eftir meiriháttar fjármálakreppu
sem sögur fara af. Ný bandalög gætu myndast og þjóðir skipuðu sér
í sveitir eftir nýjum hagsmunum og vinarhópum sem kreppan mun
leiða af sér.

  Íslendingar fara nú í gegnum mestu fjármálakrísu frá upphafi og sem
enn sér ekki fyrir endan á. Þegar í nauð rekur kemur ætíð í ljós hverjir
vinirnir eru og hverjir ekki.  -  Ekki fer á milli mála að íslenzk stjórnvöld
hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sumar þjóðir sem þau töldu til
helstu vinarþjóða Íslendinga. Ber þar helst að nefna Bandaríkjamenn
og Breta. Bæði forsætisráðherra og seðlabankastjóri hafa ekki farið
dult með gremju sína gagnvart þessum þjóðum. Ekki síst nú eftir að
Bretar hótuðu okkur öllu illi á grundvelli misskilnings og upplýsinga-
skorts. Þjóð sem sérstaklega hefur notið góðs af starfsemi íslenzkra
fjárfesta  á umliðnum árum. Og Bandaríkjamenn eftir að hafa meinað
okkur  að vera með  í hópi annara Norrðurlanda við gerð gjaldeyris-
samnings við Bandaríkin í fjármálakreppunni í dag.

  Í þessum miklu hremmingum hafa einungis  Norðurlandaþjóðirnir,
einkum Norðmenn, og nú síðast Rússar sýnt okkur mikla velvild og
stuðning. Ef stórlán Rússa gengur eftir með hagstæðum kjörum
fyrir Íslendinga nú á ögurstundu, verður þeim það seint  þakkað.
En þá eru líka komnir fram virkilegir vinir í raun.  -  Framhald slíkrar
velvildar hlýtur að verða stóraukið samstarf Íslendinga og Rússa.
Enda eiga þessar þjóðir  mun fleiri sameiginleg hagsmunamál nú í
framtíðinni en margan grunar.

    Rússar, Norðmenn og Íslendingar eiga gríðarlegra hagsmuna
að gæta á N-Atlantshafi og í Norðurhöfum í framtíðinni. Svo vill
til að  bæði Ísland og Noregur standa utan ESB. Stóraukið sam-
starf þessara ríkja á sem flestum sviðum í framtíðinni er því borð-
liggjandi. Ísland gæti í því samstarfi verið í lykilhlutverki. Eytt t.d 
tortryggni milli Norðmanna og Rússa. Fríverslunarsamningur
þessara ríkja ásamt stórauknu samstarfi í öryggismálum á N-
Atlantshafi yrði hið fyrsta komið á.

   Íslendingar hljóta því  nú að bregðast við nýrri heimsmynd og
skipa sér í hóp raunverulegra vinaþjóða.... 
mbl.is Ítalir kynna björgunaraðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ég tek undir þetta með þér.

Samstarfs Samningur þjóða í Norður höfum. 

Fríverslunar samningur að einhverju tagi. aukið samstarf í öryggismála. allavega með því að auka  flæði upplýsinga á milli landanna ásamt öryggisgæslu.

Íslendingar eiga að fara að vinna í því að miðla á milli Norðmanna og Rússa í deilum þeirra um auðlindir undir íshellunni á norðupólnum. 

Fannar frá Rifi, 9.10.2008 kl. 09:43

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Google: New World Order ?

Guðmundur Ásgeirsson, 9.10.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband