Slítum stjórnmálasambandi við Breta strax!
9.10.2008 | 13:01
Bresk stjórnvöld hafa gert aðför að íslenzkum þjóðarhagsmunum.
Keyrt stærsta banka þjóðarinnar í þrot, og til þess beitt jafnvel
sérstökum hryðjuverkalögum. Bresk stjórnvöld líta á Íslendinga
sem ótínda glæpamenn. Geir H. Haarde forsætisráðherra segist
HNEYKSLAÐUR á framferði Breta, sérstaklega hafi þeir beitt
hryðjuverkalögum gegn Íslendingum í gær, og muni íslenzk
stjórnvöld ekki sætta sig við að Íslendingar séu meðhöndlaðir
sem einhverjir hryðjuverkamenn.
Nú liggur það hreint og klárt fyrir að það voru bresk stjórnvöld
sem hafa komið Kaupþingi í þrot. Það að einhver ummæli Davíðs
Oddssonar seðlabankastjóra hafi komið ósköpunum af stað eru
gjörsamlega út í hött. Allir sem hlustuðu á orð Davíðs vita það.
Sagði ekkert annað en það sem allir vissu, bæði hérlendis sem
erlendis. Að stærð íslenzka bankakerfisins væri orðið svo risa-
vaxið að hinn smái íslenski ríkissjóður gæti aldrei staðið undir
ábyrgðum risaskuldaranna, færi allt á versta veg.
Bretar hafa ætíð sýnt Íslendingum yfirgang og óvináttu. Hafa
meir að segja beitt okkur marg oft hervaldi. Nú hafa þeir svo
gjörsamlega farið yfir stríkið gagnvart þjóðarhagsmunum okkar,
að ekkert annað en stjórnmálaslit við Breta kemur til greina.
Við höfum gert það áður! - Og gerum það núna STRAX!!!
Forsætisráðherra: Breska fjármálaeftirlitið felldi Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:35 | Facebook
Athugasemdir
Menn gera ráð fyrir að orð seðlabankastjóra í eðlilegum löndum hafi einhverja vigt, sérstaklega eftir að Össur Skarphéðinsson ráðherra í ríkisstjórn Íslands hefur sagt sömu hluti rétt áður.
Gestur Guðjónsson, 9.10.2008 kl. 14:08
Gestur. Nú hefur breski fjármálaráðherrann upplýst að yfirlýsingar hans í
gærmorgun hefðu byggst á símtali við Árna Matt fjármálaráðherra. ALLS EKKI á ummælum Davíðs Oddssonar. Árni hefur viðurkennt það og sagt að breski fjármálaráðherrann hafi ætlast til af honum að hann lofaði þeim
breska skuldbindingum umfram það sem lög og reglur segja til um í þessu
sambandi. Þannig að sökin er alfarið Breta!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.10.2008 kl. 14:17
Samtalið við Árna réði úrslitum eftir að sendiherra breta hafði sent þeim þýðingu af yfirlýsingum Össurar Skarphéðinssonar og Davíðs Oddssonar í sömu veru.
Gestur Guðjónsson, 9.10.2008 kl. 15:23
Getur þá verið að þýðingar þeirra séu í besta falli amatörslegar og í verstafalli kolrangar?
Fannar frá Rifi, 9.10.2008 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.