Bretar beita Íslendingum hryðjuverkum !


   Það  verður ekki annað sagt en að bresk stjórnvöld ástundi
nú hvert hryðjuverkið á fætur öðru gagnvart okkur Íslendingum.
Stærsta og alvarlegasta hryðjuverkið var árás breskra stjórn-
valda á dótturfyrirtæki Kaupþings s.l miðvikudag. Algjörlega að
tilefnislausu, og sem olli því að langstærsti banki Íslendinga
hrundi  til  grunna. Þjóðhagslegt  tjón  Íslendinga  af  þessari
ósvifnu áras  er gifurlegt. - Aldrei  hefur nein þjóð stórskaðað
eins mikið þjóðarhagsmuni Íslendinga og þessi árás breskra
yfirvalda. Ósvífnin og hrokin í breskum stjórnvöldum margfald-
ast svo í því þegar þau ætla að krefja íslenzk stjórnvöld bóta
af hryðjuverkinu  sem þau sjálf stóðu að. Þvert á móti eru það
íslenzk stjórnvöld sem eiga að höfða mál gagnvart breskum
stjórnvöldum, og krefja þau fullra skaðabóta af því hrikalega
efnahagslegu tjóni sem brezk stjórnvöld hafa nú unnið hinni
íslenzkri þjóð. -  Ef íslenzka ríkisstjórnin treystir sér ekki til
að sækja rétt og bætur Íslendinga af hörku, á hún tafarlaust
að segja af sér.

   Til að legga áherslu á alvarleika málsins á ríkisstjórnin að
kveðja sendiherra Íslands í Londun tafarlaust heim. Í fram-
haldi af því á íslenzka ríkisstjórnin að gefa bresku ríkisstjórn-
inni frest í nokkra daga um að koma að samningarborðinu
um hvernig Bretar ætli að bæta Íslendingum skaðan. Að 
öðrum kosti verði stjórnmálasambandi Íslands við Bretland
slítið.

  Kominn er tími til að Bretar átti sig á að tími nýlendu- og
heimsvaldastefnu þeirra er lokið. Alla vega virki hún ekki
gagnvart Íslandi.

  Bretar eru óvinaþjóð Íslendinga í dag. Hafa löngum verið
það og beitt okkur margsinnis hervaldi. -

  Kominn tími til að Íslendingar segi: Hingað og ekki lengra!
mbl.is Sendiherra kallaður á fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna er ég algerlega sammála þér.

Það er nefnilega þannig að við þurfum að sýna þessum mönnum hvar Davíð keypti ölið og ræða við þá á hreinni íslensku. Fáum bara með okkur túlk.

Kveðja

Dóri (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 00:50

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Fór Björgvin G Sigurðsson ekki á flokksþing bresku kratanna?

Nú er lag að nýta sér þau sambönd!!!!!!!!!!!!!!

Gestur Guðjónsson, 10.10.2008 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband