Sendinefnd Breta krafin um skaðabætur !


   Eins og nú er komið er fráleitt hjá íslenzkum stjórnvöldum að
taka á móti breskri sendinefnd í dag til ræða hvernig tjón Breta
verði bætt vegna hruns íslenzkra banka í Bretlandi. Af þeirri
einföldu ástæðu að það voru sjálf bresk stjórnvöld sem urðu
þess  valdandi, að stærsti banki Íslands er nú gjaldþrota. Með
lokun dóttirfyrirtækis Kaupþings í London s.l miðvikudag á
grundvelli breskra hryðjuverkalaga, fell Kaupþingsbanki  með
stórkostlegu tjóni fyrir  íslenzkan efnahag og þjóðarhagsmuni.

   Ætla íslenzk stjórnvöld virkillega að beygja sig í duftið  fyrir
breskri hryðjuverkaárás á þjóðarhagsmuni Íslendinga? Bretar
skulda Íslendingum margfallt meira en Íslendingar þeim með
því að keyra stærsta banka Íslands  í þrot, FULLKOMLEGA AÐ
ÁSTÆÐULAUSU.  

  Krafan er því sú að Bretar bæti það tjón AÐ FULLU,  þegar  þeir
keyrðu  Kaupþingsbanka í þrot.  Að greiða þeim fyrir þann stór-
glæp, eða að  ræða við þá á þeim nótum, er GJÖRSAMLEGA ÚT
Í HÖTT!!!
mbl.is Sendinefnd Breta væntanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

KILL THE MESSENGERS !!!

corvus corax, 10.10.2008 kl. 11:15

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Kannski að við ættu að heimta að fá að taka upp breska pundið sem skaðabætur?

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.10.2008 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband