Miskilningur formanns norska Framfaraflokksins


   Það er mikill miskilningur hjá formanni norska Framfaraflokksins
Siv Jensen, að það gæti haft alvarleg áhrif fyrir valdajafnvægið á
norðurhveli, ef íslenzka ríkið fái lán frá Rússlandi. Siv Jensen  er
þekkt fyrir undarlegustu skoðanir, eins og dálæti á síonisma.

   Að sjálfsögðu munum við Íslendingar þyggja alla þá vinveitta
aðstoð sem í boði er, til að komast út úr þeim efnahagslegu
erfiðleikum sem nú dynja yfir. - Ekki síst eftir aðför breskra
stjórnvalda við að keyra langstærsta fyrirtæki Íslands í þrot
á ögurstundu í pólitískum tilgangi.

  Þvert á móti eiga þjóðirnar sem nú liggja að norðurhveli að
eiga með sér gott samstarf, því hagsmunir Íslendinga, Norð-
manna og Rússa eru þar augljósar. Samvinna og samstarf
þessara ríkja á sem flestum sviðum þarf að stórefla í fram-
tíðinni. Þar geta og eiga Íslendingar að gegna lykilhlutverki.

  Ef lán Rússa gengur eftir með góðum kjörum verður slíkt
tekið með þökkum á Íslandi. Rússar voru fyrstir þjóða til
að viðurkenna lýðveldið okkar 1944, veitti okkur mikilvægan
stuðning í þorskastríðunum við Breta, og hafa ætíð haft við
okkur góð og mikil viðskipti gegnum tíðina.

  Rússar hafa hingað til verið miklir vinir Íslendinga, eins og
Norðmenn og aðrar Norðurlandaþjóðir, Japanir, Kínverjar
og Þjóðverjar. - Til þessara vina eigum við nú að leita,
ekki síst nú þegar gert hefur verið mesta efnahagslega
hryðjuverkaárás á Ísland sem sögur fara af.
mbl.is Norðmenn óttast ítök Rússa hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rússar eru engin sérstök vinaþjóð okkar – það er of langt á milli og samskiptin verið of lítil til þess að unnt sé að fullyrða nokkuð um slíkt. En þeir eru heldur engin óvinaþjóð okkar, svo mikið er víst.

Það er langt til seilzt að tala um, að Rússar sem slíkir hafi bæði viðurkennt lýðveldið okkar 1944, veitt okkur mikilvægan stuðning í þorskastríðunum og haft við okkur góð og mikil viðskipti, þegar augljóst er, að öll þessi verkefni voru til skamms tíma í höndunum á Stalín og eftirmönnum hans og ákvarðanir um  þetta mótaðar af þeirri hugsun umfram allt að fylgja eftir hagsmunum Sovétríkjanna og auka áhrif þeirra, en ekki hinni hugsuninni, að virða beri sjálfstæði og fullveldi smáríkja sem annarra.

En vitaskuld er alþýða Rússlands alls góðs makleg, þótt engu hafi ráðið um stefnuna gagnvart Íslandi, og Rússaþjóð er afar virðingarverð fyrir merkilega menningar- og trúararfleifð sína. Rússneska sýningin á listmunum úr eigu keisaraættarinnar í Gerðubergi fyrir nokkrum misserum er mér misnnisstæð, og margt er gott þaðan í kvikmyndagerð, t.d. líður mér ekki úr minni sýning kvikmyndaklúbbs framhaldsskólanna á Ívan grimma eftir Eisenstein (Stalín bannaði samt sýningar á seinni hlutanum), að ekki sé minnzt á rússneskar bókmenntir.

Með kærri kveðju, 

Jón Valur Jensson, 12.10.2008 kl. 01:42

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll minn ágæti Jón Valur. ,,Rússar eru ekki ekki sérstök vinaþjóð okkar".
Segir þú. En eru þeir einhver sérstök óvínaþjóð okkar í dag? Hvað með Breta? Gera stórfelda efnahagslega hryðjuverkaárás á Ísland af því er
virðist algjörlega af pólitískum toga? Hvað með Bandaríkin? Ruddaskapur
þeirra var algjör hvernig þeir nánast slítu við okkur varnarsamninginn,
og ákváðu EINHLIÐA að fara sínu fram og hurfu á braut. Er það VINAÞJÓÐ
sem þannig hagar sér og NEITA okkur svo í tvígang um gjaldeyrissamninga
eins og þeir gerðu við hin Norðurlöndun. - Nei Jón Valur. Í mínum huga
eru þetta ekki vinaþjóðir okkar í dag.

Kommúnisminn var hræðilegur og stjórnaði Rússum allt of lengi. En nú
er Rússland lýðræðislegt þjóðfélag með markaðsbúskap og ekki síst
hafa hafið sína kristnu trú til vegs og virðingar á ný.

Ef á að tortyggja Rússa í dag fyrir sína kommúnisku fortíð hvað þá með
Þjóðverja, sem bæði hafa kynnst nazisma og kommúnisma(A-Þýzkaland)
Hvers eiga þeir að gjalda í dag með sitt lýðræðislega stjórnkerfi,
markaðsbúskap og kristna trú?  Tortryggni? Endalausa?

Bendi á að kanslari Þýzkalands kemur nú úr hinum kommúnska hluta
A-þýzkalands fyrrum. Er ástæða að tortyggja hana fyrir það?
Og hvað með alla fyrrum þýzka embættismenn sem störfuðu áfram í
þýzka kerfinu bæði eftir fall nazismans og kommúnismans í A-Þyzkalandi?
Þótti ástæða til að koma í veg fyrir það? Nei, aldeilis ekki! Minnist þess
fyrir nokkrum árum þegar haldinn var stór samkoma í flugskýlinu á
Reykjavíkurflugvelli, þar sem farið var yfir lofthernaðinn í síðasta stríði.
Þar sátu í heiðusrsæti, mig minnir að hann hafa heitið Þorsteinn, sem
var í breska flughernum, og barðist við Þjóðverja. Við hlið hans sat maður
(man ekki nafn hans núna) sem  barðist í þýzka flughernum, kannski við
þennan Þorsteinn. Þessi þýzki herflugmaður grandaði á annað hundrað
herflugvéla bandamanna, og var sjálfur nokkrum sinnum skotinn niður.
ÞESSI ÞÝZKI ORUSTUFLUGMAÐUR úr síðari stríði var síðan fjölda ára
sem yfirhershöfðingi Vestur-Þýzkalands hjá NATO. ENGINN gerði athuga-
semdir við það, enda naut hann miklar virðingar alla tíð innan NATO.

Þannig Jón minn Valur er erfitt að alhæfa um slíka hluti í dag. Ekki síst
þegar við stöndum frammi fyrir gjörbreyttri heimsmynd í dag. Og sem
þjóðlega sinnaður kristinn maður er mér EKKI sama um mitt föðurland,
og ALLRA SÍST ef illa er fram komið við það og á það beinlínist ráðist á
fullum efnahagslegum þunga eins og Bretar hafa gert í dag. Hljótum
að bregðast við slíku af fullri hörku, og taka í hverja vinarhönd sem
okkur er rétt til að sigrast á slíkum árásum, árásum sem í þessu tilfelli
voru grundvallaðar á breskum hryðjuverkalögum. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.10.2008 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband