Rússalán og olíuhreinsistöð


   Gjörbreytt staða er nú í íslenzku efnahagslífi. Nú ríður á að
hvert einasta tækifæri sé gripið til að laða inn erlenda fjárfesta
og nýta okkar auðlindir. - Umræðan um olíuhreinsistöð sem verið
hefur  í umræðunni undanfarið hlýtur nú að skoðast sem raun-
hæfur kostur til að laða að mikilvæga erlenda fjárfestingu inn í
landið. - Íslenzkur Hátækniiðnaður ehf  er sá innlendi aðili sem
stendur að baki hugmyndinni að olíuhreinsistöð á Íslandi. Fyrir-
tækið er í samstarfi við rússnesku fyrirtækin Geostream og KATA-
MAK-Nafta auk fl. fyrirtækja. - Innkoma þessara fyrirtækja nú 
inn í efnahagslífið yrði meiriháttar vítamínssprauta fyrir íslenzkan
efnahag í dag. Hátt í þúsund störf eru í boði þar af 20% fyrir
háskólamenntað fólk. Ekki þarf að koma til nýrra virkjana vegna
þessa, og yrði því hér um mikilvæga erlenda fjárfestingu að ræða,
til að stórauka okkar útflutningstekjur. Kannski upphafið að ís-
lenzku olíuævintýri!

   Nú VERÐA íslenzk stjórnvöld að gefa grænt ljós á þessa hug-
mynd, og hefja viðræður við Rússa þegar í stað, þannig að fram-
kvæmdir geti hafist sem allra fyrst. Á Íslandi er að skapast neyð-
arástand í efnahagsmálum. - Því þurfa öll tækifæri að vera á
borðinu, ekki síst þau verkefni sem þegar hefur verið unnið
míkið í eins og olíuhreinsistöðvamálið. 

    Æskilegast yrði að sendinefnd sú sem nú er á för til Rússlands
eftir helgi varðandi mikilvægt lán sem Rússar hyggjast lána Ís-
lendingum ræði einnig verkefnið um olíuhreinsistöðina við Rússa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband