Bretar skít-hræddir !


    Fyrrverandi ráðgjafi Margrétar Thatcher sagði á Sky í gær að
það væri gróf misnotkun á hryjuverkalögunum í Bretlandi að
hafa beitt þeim gegn Íslandi. ,, Hér er fjármálakreppa og
hverju beitir Gordon Brown gegn litla Íslandi? Hryðjuverka-
lögum. Þetta er þorskastríð hans" sagði Dobbs ráðgjafi.

   Þá  sendi breska forsætisráðuneytið í gær bréf til sendi-
herra Íslands  í Bretlandi þar sem dregið er verulega í land
frá digurbarkalegum yfirlýsingum breska forsætisráðherrans
í liðinni viku. Í bréfinu segir að eignarfrystingin sem gerð var
á grundvelli HRYÐJUVERKALAGA eigi eingöngu um Landsbank-
ann.

   Það er afar mikilvægt fyrir íslenzk stjórnvöld að fá slíka yfir-
lýsingu frá forsætisráðherra Bretlands um að hryjuverkalögum
hafi verið beitt gegn íslenzkum bönkum í Bretlandi. Með þeim
afleiðingum m.a að saklaus banki og langstærsta fyrirtæki Ís-
lands fór í þrot. -  Málssókn og skaðabótakröfur íslenzkra
stjórnvalda og hluthafa Kaupþings gegn breskum stjórnvöld-
um er því borðliggjandi. Ekki verður á annað trúað en að íslenzk
stjórnvöld lögsæki þau bresku af fullri hörku strax í dag.

  Þá ber íslenzkum stjórnvöldum með tilvísan til bréfs breska
forsætisráðherrans um að brezkum HRYÐJUVERKALAÖGUM
hafi verið beitt gegn Íslandi, að fara með málið fyrir NATO.
Það er með öllu óþolandi enda ALDREI áður gerst að NATO-
þjóð beiti annari NATO-þjóð HRYÐJUVERKALÖGUM. -  Málið
er það grafalvarlegt að íslenzk stjórnvöld hljóta að ræða
málið við NATO strax í dag, hafandi það nú skjalfest  frá
breska forsætisráðuneytinu.

  Nú kemur m.a í ljós hvers konar utanríkisráðuneyti við höfum
Íslendingar, þegar svo freklega og ruddalega er farið gegn
Íslandi., málstað þess og hagsmunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sammála þér að þetta er þvílík gríðarleg hneysa að manni skortir orð. Það er annars framtíðarmússík að vinna úr því. Hér er meira og alvarlegra í húfi og þar þurfum við að aldeilis að nota dómgreind okkar.

Ef við semjum við IMF, þá er sjálfstæði Íslands farið og þar með ákvörðunarréttur okkar yfir auðlindunum. Það verður að stöðva þann gerning. Að senda borderline mongólíta í slíkar viðræður er algert sjálfsmorð.  Tökum boði Rússa ef skilyrðin eru ekki of bindandi og vonum svo að þeir afskrifi þær svo er betur árar. 

Það er orðið ansi undarlegt, þegar IMF er farinn að biðla til þjóðar um að fá að lána henni. Þeim díl fylgir yfirtaka efnahagstjórnar hér. Semsagt alger valdataka, manna með annarlega hagsmuni, Bildenbergera og hringborðsriddara Globalistanna, sem hafa það eitt að markmiði að koma öllum helvítins heiminum á eina hendi.

Ég vona að menn átti sig á hvað er í uppsiglingu hér.

Ágæt byrjun, er að lesa "Falið Vald," sem hægt er að nálgast á www.vald.org Lesið síðan um sjóðinn og sérstaklega um skilyrði hans og gagnrýni á hann hér: http://en.wikipedia.org/wiki/International_Monetary_Fund

Þetta heitir Globalismi - One world Goverment og hún er IMF.  Þetta monster er búið að halda vanþróuðum ríkjum í helgreipum fátæktar og skulda í marga áratugi með upptöku auðlinda og arðráni í gegnum ofurvexti og ofurskilyrði. Nú er kominn tími til að fólk hætti að rífa hvert annað á hol hér heima og sjái hið raunverulega samhengi.

Rétt að googla reynslu Afríkuþjóða og suður Ameríkuþjóða af þessu skrímsli. Auðrugra þjóða í raun, sem nú lepja dauðann úr skel og búa við mannréttindaníð, í skjóli "vestrænna gilda".

Þetta er það sem skiptir máli nú. Þetta má ekki ske!

Jón Steinar Ragnarsson, 13.10.2008 kl. 00:19

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hluthafar og stjórn Kaupþings er umboðslaus s.k.v. nýju lögunum og því getur reíkið eitt tekið ákvörðun. Það vill Geir ekki.

Sigurður Þórðarson, 13.10.2008 kl. 00:22

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Kemur mér að óvart Sigurður. Því Geir hefur einmitt  vísað til þess að
hluthafar Kaupþings fari í málssókn.

Takk fyrir þitt góða innlegg Jón Steinar. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.10.2008 kl. 00:31

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Því miður sér maður það betur og betur hversu léleg viðbrögð Íslendinga eru við þeim aðferðum sem Bretar hafa viðhaft gegn okkur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.10.2008 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband