Kolrangt að fresta Þýzkalandsferð


   Það er kolröng ákvörðun forseta Íslands í samráði  við
ríkisstjórnina, að fresta opinberri heimsókn forseta  til
Þýzkalands, sem fyrirhuguð var nú í október. Forseti
sendi Horst Köhler, forseta Þýzkalands bréf þess efnis
í gær.

  Hafi einhvern tímann verið nauðsynlegt að sækja okkar
bestu vini heim, þá er það einmitt nú, þegar Ísland þarf
á öllum sínum vinaþjóðum að halda í þeim hremmingum
sem Ísland gengur nú í gegnum. Þjóðverjar hafa ætið
verið meðal okkar bestu vina. Því hefði þessi för forseta
verið kærkomin, og kjörin til að útskýra málstað Íslands
og baráttu sem þjóðin stendur nú í. - Þýzkaland er efna-
hagslegt stórveldi með geysisterk ítök víða um heim sem
gæti reynst Íslandi afar vel, einmitt nú þegar efnahagsleg
áföll dynja á þjóðinni. Meðal annars af völdum forkastan-
legra efnahagslegra árása eins af aðildarríkjum ESB, Bret-
landi, og sem einmitt Þýzkaland er hluti af.

   Frestun Þýzkalandsfarar er enn furðulegri í ljósi ótal ferða
ráðamanna þjóðarinnar út og suður um heim allan að undan-
förnu, þar sem vandséð er hverjum tilgangi þær  þjónuðu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Maðurinn var að koma úr hjartaþræðingu.

Gestur Guðjónsson, 14.10.2008 kl. 15:12

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ekki kom fram í fréttatilkynningunni hverst vegna ferðinni var frestað.
Ferðin átti að vera í lok okt. Forsetinn virðist sem betur fer vera hress, í
vinnustaðaheimsóknum um landið og Kastljósviðtali í gær.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.10.2008 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband