ESB-ríkið Ungverjaland þarf aðstoð IMF. Ha?


   Ha? Er þetta rétt? Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn IMF segist
tilbúinn að aðstoða ESB-ríkið Ungverjaland. - En hverng má
það vera? Er það ekki meiriháttar efnahagsleg lausn að vera
í ESB?  Var það ekki síðast í gær sem Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir utanríkisráðherra ákallaði ESB-aðild sem FRAMTÍÐAR-
LAUSN  í efnahagsmálum Íslendinga? Vegna þess innan ESB
væri svo mikið skjól og bakhjallar þegar á reyndi.

  Síðustu dagar hafa í raun berskjaldað málflutning ESBsinna
á Íslandi. Því  glundroðin  og  kreppan  innan ESB og  á evru-
svæðinu  er síst  minni  en annars staðar. Hins vegar varð
Ísland ofan á hina alþjóðlegu peningamálakreppu fyrir meiri-
háttar efnahagslegri hryðjuverkaárás frá ESB-ríki. Árás sem
þverbraut allar grunn-og síðareglur ESB og EES-samningsins.
Árás sem sýnir hvað ESB er í raun og veru. Valdamaskína
hinna stóru og sterku. Sem hika ekki við að beita valdi og
jafnvel hryðuverkalögum gegn þeim sem minna meiga sín.

   Ísland hefur ALDREI staðið eins fjarri ESB og einmitt í dag.
Ísland er nú reynslunni ríkari af samskiptum þjóða. Samskipt-
um sem það taldi til vina sinna, en eru það ekki í raun.

  Eins og forsætisráðherra gaf í skyn á dögunum. Ísland
hlýtur nú að horfa í aðrar áttir. Áttir, þar sem vini er að finna.
Kannski kemur það í ljós í dag... 
mbl.is IMF vill aðstoða Ungverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Allt er þetta rétt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.10.2008 kl. 02:10

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Guðmundur

Er ekki hægt að benda Ungverjum á að sækja um ESB aðild? Það á víst að hjálpa.

Gunnar Rögnvaldsson, 14.10.2008 kl. 10:31

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ungverjaland er ekki með evru er það?

Gestur Guðjónsson, 14.10.2008 kl. 14:09

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Tekið af vef CIA:

"Foreign ownership of and investment in Hungarian firms are widespread, with cumulative foreign direct investment totaling more than $60 billion since 1989. Hungary issues investment-grade sovereign debt. International observers, however, have expressed concerns over Hungary's fiscal and current account deficits. In 2007, Hungary eliminated a trade deficit that had persisted for several years. Inflation declined from 14% in 1998 to a low of 3.7% in 2006, but jumped to 7.8% in 2007. Unemployment has persisted above 6%. Hungary's labor force participation rate of 57% is one of the lowest in the Organization for Economic Cooperation and Development (OECD). "

Gestur Guðjónsson, 14.10.2008 kl. 14:12

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nei Gestur. En hefur ekki hingað til verið talað um ESB sem meiriháttar
efnahagslegan bakhjall að vera í því og skjól fyrir smærri ríki? En þegar til
kastaanna kemur reynist það alls ekki svo. Heldur þvert á móti!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.10.2008 kl. 14:37

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ekki ESB sem slíkt, heldur EMU. Það er sitt hvað.

Gestur Guðjónsson, 14.10.2008 kl. 15:38

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jú Gestur. ESB númer eitt tvö og þrju. EMU er bara bónus hjá þeim sem
taka vilja upp evru. Sammála Steingrími J. Sem betur fer höfum við nú eigin
mynt í uppbyggingastarfinu sem nú fer í hönd. Stýrum vaxtastíginu miðað við ástandið, og lykilatriðið að hafa gengið frekar í lægri kantinum vegna okkar dýrmætu útflutningsfyrirtæki sem nú munu rífa okkur upp á næstunni.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.10.2008 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband