Mikilvægt að Rússalánið skýrist sem fyrst


   Mikilvægt er að mál skýrist sem allra fyrst um fyrirhugað lán
frá Rússum. En viðræður íslenzkrar sendinefndar við rússnesk
stjórnvöld halda áfram í Moskvu í dag. Skv frétt RÚV eru við-
ræðunar mjög vinsamlegar og ánægja  með gang mála.

  Það er afar mikilvægt að fá botn í viðræðurnar. Eki bara til
að koma gjaldeyrismálum þjóðarinnar í eðlilegt horf, heldur
gæti myndarlegt hagstætt lán frá Rússum forðað okkur frá
því að skríða á fjórum fótum fyrir Alþjóðlega gjaldeyrissjóðinn.
En alveg er víst að Bretar komi í veg fyrir aðstoð sjóðsins við
Ísland komi til málarekstra milli landanna. En allar líkur eru
á að Ísland sæki stórt skaðabótamál gagnvart Bretum vegna
Kaupþings og hryðjuverkalaga breskra stjórnvalda gagnvart
Íslandi.

  Yfirlýsing ESB um stuðning við Ísland er mesta hræsni sem
sést hefur. Því enn hefur ESB ekki einu sinni ávítt Breta
fyrir að ÞVERBRJÓTA grunnreglur sambandsins gagnvart
saklausu fyrirtæki á markaði ESB í Bretlandi, með þeim
afleiðingum að langstærsta fyrirtæki Íslands fór í þrot.

  Staða Íslands er sterk. Ísland er enn frjálst og fullvalda.
Og getur því ráðið sér sjálft á EIGIN FORSENDUM!
  
mbl.is Hollendingar hóta málsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Wake me up when its all over.........3

zzzzzzzzzzzzzzzz

Fair Play (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 15:32

2 identicon

Efast um að nokkuð komi út úr þessu Rússaláni. Mín tilfinning er sú að Rússar séu hættir við og við Íslendingar ekki alveg að fatta það.

Öryrkinn (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband