Hreinsa þarf til í utanríkisráðuneytinu !
17.10.2008 | 09:51
Að lesa forsíðu Moggans í dag gerir mann nánast kjaftstopp.
En þar segir ,,Bretar sjá um varninar". Eiga sem sagt að sjá
um loftrýmiseftirlit á Íslandi í desember. Í fréttinni segir að sú
aðgerð Breta að beita okkur hryðjuverkalögum vaki upp spurn-
ingu hvort eðlilegt sé að Bretar annist loftrýmisgæsluna. Mbl.
leitaði til utanríikisráðuneytisins og fékk þau furðulegu svör
að MÁLIÐ HAFI EKKI BORIÐ Á GÓMA ÞAR, - og var heldur ekki
tekið upp á fundi NATO á miðvikudaginn. ÞVÍ STANDI ENN TIL
AÐ BRETAR ANNIST GÆSLUNA Á ISLANDI.
Hvað er eiginlega að gerast í þessu utanríkisráðuneyti? Þetta
er með hreinum eindæmum. Íslenzkt stolt virðist þar algjörlega
bannað þar á bæ, og flatmagahátturinn þar ALGJÖR við að verja
íslenzkan málstað og hagsmuni. Að sjálfsögðu kemur það ekki
til greina að Bretar annist varnir Íslands eftir að hafa gert eina
mestu efnahagslega hryðjuverkaárás á landið sem sögur fara
af. Að svo sjálfsagður hlutur skuli EKKI einu sinni HAFA BORIÐ
Á GÓMA í utanríkisráðuneytinu er því meiriháttar skandall, og
sýnir að utanríkisráðuneytið undir forystu Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttir utanríkisráðherra hefur GJÖRSAMLEGA BRUGÐIST á
undanförnum dögum við að verja málstað og hagsmuni Íslands.
GJÖRSAMLEGA!
Þegar Ísland berst fyrir lífi sínu og verður fyrir hverri árásinni á
fætur annari úr Bretaveldi, snýst allur hugur utanríkisráðherra
um að troða Íslandi inn í öryggisráð S.Þ, en þangað hefur það
EKKERT að gera. Forgangsröðin hjá utananríkisráðherra er EKKI
að verja ÍSLENZKA HAGSMUNI OG MÁLSTAÐ nú þegar mest á ríður,
heldur að sinna og fullnægja tilgangslausum hégómahætti vestur
í Bandaríkjunum.
Ef þarf að hreinsa til í Seðlabankanum þá er þörfin margfallt meiri
að hreinsa ærlega til í utanríkisráðuneytinu. Og það þegar í stað!
Ísland í fjárhagslegri herkví Breta? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála.
Sigurjón Þórðarson, 17.10.2008 kl. 10:04
Við ættum einfaldlega að kyrrsetja flugvélarnar þeirra þegar þær lenda á Keflavíkurflugvelli, þar sem vill svo til að við Íslendingar eigum nú gamla herstöð. Sendum svo hermennina heim á Saga Class en hirðum þoturnar upp í bætur fyrir stríðsglæpi Breta gegn okkur og nýtum þær til að verja sjálfstæði lands og þjóðar!
"Let's freeze their asse(t)s!"
Guðmundur Ásgeirsson, 17.10.2008 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.