Framsókn stefnir í að verða lítill ESB-krataflokkur
18.10.2008 | 14:13
Svo virðist sem hinn ESB-sinnaði kratahópur innan Framsóknarflokksins
sé hægt og sígandi að ná tökum á flokknum. ESB-trúboð hópsins gerist
æ háværari, og leggur nú allt í sölunar til að ná endanlegum tökum á
flokknum. Á miðstjórnarfundi sem haldinn verður í nóvember n.k er stefnt
að allsherjartökum ESB-sinnaðra krata á flokknum, þar sem knúin verður
fram samþykkt að flokkurinn gerist ESB-flokkur eins og stóri krataflokkurinn,
Samfylkingin. Þar með yrði Framsókn endanlega klofin, og verður upp frá
því lítil ESB-sinnuð kratahjáleiga við hliðinni á móðurfleyinu, Samfylkingunni.
Sú skoðanakönnun sem ESB-sinnaðir kratar innan Framsóknar hafa nú
látið gera er gerði í kjölfar miðstjórnarfundar í nóvember. Þar á að stilla
formanni flokksins upp við vegg. Honum gefnir úrslítakostir, studdir af
hinum ESB-sinnaða vara- formanni flokksins og hinum ESB-sinnaða Hall-
dórsarmi. Tímasetning þessara skoðanakönnunar, rað-skrif fyrrverandi
formannas Jóns Sigurðssonar í blöðum undanfarin misseri um ESB-trú-
boðið og annara flokksmanna með ESB-glýuna í augum, ber allt að sama
brunni. Hallarbyltingu ESB-sinna í flokknum.
Það er dapurlegt að sjá hvernig komið er fyrir mínum gamla flokki, elsta
stjórnmálaflokki Íslands. - Hins vegar kemur þetta kannski ekki svo míkið
á óvart eins og ástand mála er komið hér og raunar í heiminum öllum.
Allsherjar uppstokkun hlýtur nú að eiga sér stað í stjórnmálunum ekki
síður en í efnahagsumhverfinu. Allsherjar uppstokkun og uppgjör eru
því framundan. Ný gildi og viðhorf koma fram. Ný heimsmynd.
Eigum örugglega t.d eftir að sjá nýtt, ferskt og sterkt stjórnmálaafl sem
hefur frjálst Ísland að leiðarljósi. - Áfram frjálst Ísland!
![]() |
70% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það verður mikil uppstokkun áður en þessu kjörtímabili líkur
Sigurður Þórðarson, 18.10.2008 kl. 14:50
Já kannski verðum við Sigurður í fyllingu tímans saman í einhverjum þjóðhollum flokki til varnar FRESLI ÍSLANDS. Hver veit?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.10.2008 kl. 16:35
Viet einhver af hverju landsmenn vilja í bandalag með þessum þjóðum sem eru nú ekki að reynast okkur vel þessa daganna. Nú er bankaveldið hrunið og sumir segja að ESB komi þar við sögu, því ekki afhenda þeim restina af landinu og miðunum? England er í ESB fyrir þá sem eru ekki vissir!
Elías Theódórsson, 18.10.2008 kl. 19:25
Leitt með ástandið í Framsóknarflokknum. Ef matvælafrumvarp Samfylkingarinnar fer í gegn má reikna með útrýmingu bænda og ekki mun það styrkja stöðu framsóknar.
Elías Theódórsson, 18.10.2008 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.