Vinstrisinnar ættu frekar að mótmæla Bretum


   Þótt Davíð Oddsson sé umdeildur maður og ekki síst sem
seðlabankastjóri er svo langt í frá að allt sem yfir íslenzkt
efnahagslíf hefur dunið að undanförnu sé af hans völdum.
Má þar nefna hina miklu alþjóðlegu peningamálakreppu,
offari ráðamanna íslenzkra banka í útrásinni svokölluðu,
og þá ekki síst hina efnahagsleg hryðjuverkaárás breskra
stjórnvalda á íslenzka bankakerfið. En sú árás hefur kostað
efnahag Íslands stjarnfræðilegar upphæðir. 

  Því hefði verið nær hjá þessum vinstrisinnum að beina
spjótum sínum frekar að breskum stjórnvöldum sem ENN-
ÞÁ beita okkur hryðjuverkalögum, heldur en að reyna að
hengja bakara fyrir smið.

  Alveg dæmigerð óþjóðholl vinstrimennska !
mbl.is Mótmæla Davíð Oddssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Arnar Kristinsson

Það telst til tíðinda að Íslendingar skuli mótmæla einhverju yfir höfuð; Þetta er skref í rétta átt!!

Pétur Arnar Kristinsson, 18.10.2008 kl. 16:56

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Pétur. Og þá skuli ekki takast betur en svo að spjótinu er beint að bakaranum en EKKI smiðnum, BREZKUM STJÓRNVÖLDUM, sem bera mesta ábyrgð á því efnahagslega áfalli sem íslenzk þjóð nokkrun sinnum hefur
orðið fyrir. Kannski vegna þess að í Bretlandi er vinstrisinnuð ESB stjórn.
Vinstrisinnar og ESB sinnar vilja því ekki mótmæla henn. En Davíð á að
slátra! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.10.2008 kl. 17:06

3 identicon

Tek heilshugar undir þetta.  Það ætti að mótmæla Bretum, Darling og Brown sérstaklega, með skyltum á ensku þannig að hægt sé að sjónvarpa um allan heim.  Þá kannski fattar einhver úti í heimi að Bretar hafi í raun gert eitthvað af sér.

Ra (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:08

4 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Ég sé mig tilneyddann til að taka undir með Geir Haarde; það er engin ástæða til að persónugera þessar ófarir okkar. Því meiri sem sundrungin verður hjá þjóðinni, þess erfiðara verður að vinna sig út úr þessu.

Það er ekki hægt að kenna einhverjum einum manni um þetta. Nú segi ég bara eins og sumir þegar eitthvað fer illa; það eru margir samverkandi þættir sem urðu til þess að svona er komið.

Það hafa fleiri en bankar og fjármálastofnanir verið á fjárfestinga- og skuldafylleríi, gleymum því ekki.

Steinmar Gunnarsson, 18.10.2008 kl. 17:11

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta er ekki spurning um hægri eða vinstri heldur hag þjóðarinnar allrar. Og við verðum að byrja á því að taka til heima hjá okkur áður en við snúum okkur annað.

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.10.2008 kl. 17:14

6 identicon

Það vill engin þjóð hafa samskipti við íslendinga nema við skiptum um fjármálastjórn.

Hlustið á viðtal við seðlabankastjóra Noregs.(Ruv kvöldfréttir 16 okt.Stórþingið um Ísland)
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4426347/3

Þeir eru tilbúnir með aðstoð en halda að sér höndum vegna þess að þeir treysta ekki Íslenskum stjórnvöldum,
Gjaldeyrisviðskipti munu ekki hefjast fyrr en ábyrg fjármálastjórn hefur tekið við á Íslandi.

Rússarnir eru á sömu skoðun.

Einnig frétt RUV 18.10.2008 14:14

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item232249/
Tilvitnun:
"hafa borist skýr skilaboð frá seðlabönkum sem leitað hefur verið til um lán, að lán verði ekki veitt nema að formlegu samstarfi íslenskra stjórnvalda og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins verði komið á."
Tilvitnun:
"Það á þó eftir að koma í ljós hvaða skilyrði Gjaldeyrissjóðurinn setur fyrir lánveitingunni og hvernig íslensk stjórnvöld bregðast við þeim."
 
Fyrsta skilyrðið verður að koma á ábyrgri fjármálastjórn = reka Davíð Oddsson!

Það má einnig geta þess að viðtalið við Davíð Oddsson í Kastljósi er talið hafa kostað hvert mannsbarn á Íslandi milli 10 og 20 milljónir ISK
300.000 x 20 millj = 6000 milljarðar ISK!

Vill einhver að Davíð Oddsson sitji áfram og hafi umsjón með fjármálum Íslands?

RagnarA (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:22

7 identicon

Stjórnvöld á Íslandi eru rúin öllu trausti umheimsins.
Seðlabanki Íslands er stærsti brandarinn í fjármálaheiminum núna.
Skuldin sem Ísland þarf að greiða er 17000 milljarðar ISK eða 12 föld
þjóðarframleiðsla.

Íslensku bankarnir notuðu innistæður sparifjáreigenda m.a. í Finnlandi og
Bretlandi til að fjármagna afborganir af lánum sínum.
Allar lánalínur bankanna voru fyrir löngu lokaðar og þeir féllu í þá
freistni að nota sparifé almennings í þessum löndum til að borga
spilaskuldirnar.

Til að stöðva þessa starfsemi frystu Finnar allar yfirfærslur Kaupþings til
Íslands mánudaginn
6 okt. Þetta var gert í kyrrþey. Frétt um þetta birtist fyrst í
Hufvudstadsbladet 9 okt.
Sjá:
http://www.hbl.fi/text/ekonomi/2008/10/9/w18769.php

Fimmtudaginn 9 okt var finnski forsætisráðherrann Matti Vanhanení heimsókn
hjá Gordon Brown til viðræðna um bankamál.
sjá:
http://www.zimbio.com/pictures/5r_RqGZhvZI/Gordon+Brown+Holds+Talks+Finnish+Prime+Minster/tOYAtpThaZA

Aðgerðir Breta og Finna virðast vera af sama tilefni.
Í báðum tilfellum var verið að stöðva glæpastarfsemi.
Bretarnir brutu hurðina að bankanum en Finnar hringdu dyrabjöllunni.
Harkaleg viðbrögð Breta eru skiljanleg vegna viðtals við yfirmann fjármála
Íslands þar sem hann með pókerfés á smettinu segir að þeir (ræningjarnir) ætli bara að skila 5 %
af þýfinu.
Þessi ummæli birtust á fjarritum kauphalla um allan heim.

Ummæli Gordon Brown um aö leiðtogar Íslands hafi svikið þegna sína er rétt.
Líklega verða einhverjir íslenskir fjármálamenn og stjórnmálamenn
eftirlýstir af Interpol þegar fram líða stundir.

NB!
http://www.hbl.fi/text/ekonomi/2008/10/9/w18769.php
Sjá texta undir mynd:
Finansinspektionen uppger att man redan på måndagen satte stopp för försök
att flytta depositioner i finska Kaupthing till utlandet. Kaupthing berörs
av den isländska statens depositionsskydd.

RagnarA (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:24

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Lára. Stærsta tjónið er af Breta völdum. Bæði efnahagslega og þá ekki síst
ímynd Íslands út á við. Eina þjóðin í heiminum sem hefur verið beitt
HRYÐJUVERKALÖGUM.  Þannig. Hér var svo SANNARLEGA verið að hengja
bakara fyrir símið. Og alveg DÆMIGERÐ ÓÞJÓÐHOLL VINSTRIMENNSKA!
Bæði afbreskum stjórnvöldum (breskum sósíaldemokrörum) og alþjóðassinnuðum vinstrimönnum á Íslandi...

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.10.2008 kl. 17:25

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held að það megi nú mótmæla Seðlabankastjóra. Mann sem segist hafa varað við stærð bankanna fyrir löngu en gerði svo ekkert í því sem Seðlabankastjóri. Það mætti líka halda úti mótmælum gegn framsóknarflokknum fyrir að hafa selt bankanna til manna sem vissu ekkert hvað þeir voru að gera. Það mætti líka mótmæla núverandi og fyrrverandi stjórnvöldum fyrir að hafa ekkert gert í málinu eftir að farið var að vara við skuldsetningu bankana 2004 eða 5. Síðan mætti mótmæla bretum en kannski að það þurfi að gera heima hjá þeim til að eftir því sé tekið.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.10.2008 kl. 18:14

10 identicon

Ég væri ekki hissa ef stór hluti þess fólks sem mætti til að mótmæla Davíð Oddsyni væri á mála hjá breskum stjórnvöldum.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 20:35

11 identicon

Ertu sem sagt að segja að hér hafi allt verið í lukkunar velstandi áður en Gordon Brown reiddist´ummælum Davíðs að ekki ætti að standa við skuldbingar vegna Icesave? Óttalegur vitleysingur ertu. Lætur sökudólgana á því ástandi sem þegar hafði skapast segja þér að það sé Bretum að kenna að ég hér var ekkert eftilit eða yfirsýn yfir fjármálastafseminni.

Inga (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 21:07

12 identicon

Ef þú vilt mótmæla aðgerðum breskra stjórnvalda þá hefurðu allan rétt á því. Þætti mjög líklegt að mikið að því fólki sem mætti á þennan mótmælafund myndi mæta til þín ef þú myndir skipuleggja mótmæli gegn bretunum. Það er bara spurning um hvort þú eigir eftir að þora því. Af því að það púkalegasta í heimi er víst að mótmæla á Íslandi. Allavegana samkvæmt sumum. Og engin málstaður er víst þess virði að vera púkó fyrir

Anna

Anna Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 21:18

13 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Pétur. Ef þessi hópur hefði mætt með íslenzka fánan fyrir framan breska
sendiráðið og mótmælt harðlega hryðjuverkaárás heilgulsins Gordons
Browns, hefði það strax komist í heimspressuna og vakið heimsathygli.
Sýnt SAMSTÖÐU hinnar íslenzku þjóðar út á við. Það gerðu hinir alþjóða-
sinnuðu vinstrisinnar ekki, en höfðuðu þess í stað til sundrungar hér
heimafyrir.  ALVEG MAKLAUST að Davíð Oddsson skuli í augum þessa
fólks vera miklu meiri sökudólgur en glæpamaðurinn Gordon Brown
sem STÓRSKAÐAÐ hefur bæði efnahag þjóðarinnar og ímynd hennar.
Aðveg makalaust !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.10.2008 kl. 21:20

14 identicon

ég hitti ótrúlega marga "bláa" á Austurvelli í dag - er að koma bylting???

 Fólk er ekki bara búið að tapa peningum,viðskiptasamböndum heldur stoltinu að vera Íslendingur - það er ekkert lítið, hversu lengi tekur að vinna það upp aftur??? 

Hættið að lesa,horfa,og hlusta á ritskoðaða  íslenska"fjölmiðla"  þetta er eingöngu yfirvöldum að kenna með DO í fararbroddi, ekkert öðruvísi.

það hlýtur að vera snilld að vera með uppboð á gjaldeyri hér á 21.öldinni- við erum aumkunarverð. 

Alla (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 21:22

15 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Alla. Lestu sunnudagsmoggan og grein Agnesar Bragadóttir. Hvernig
það virðist hafa verið samantekin ráð erlendra seðlabanka að ráðast á
íslenzka bankakerfið, með hryðjuverkalögum Breta gegn Íslandi í
kjölfarið. Á sama tíma brugðust kratanir hér heima sem ÞVÍ MIÐUR ráða
utanríkisráðunaeytinu GJÖRSAMLEGA að svara fyrir málstað og hagsmuni
Íslands í Bretlandi. Breska pressan var EINRÁÐ. Heyrðist ekki múkk í
íslenzku utanríkisþjónustunni, hvorki hér heima og alls ekki í London.
Sem er gríðarlega alvarlegt mál, og sem á stóran þátt í hvernig fór. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.10.2008 kl. 21:34

16 identicon

Þetta komment er ég áður búinn að senda á sálufélaga þinn Sigurð Jónsson, en það, en það á alveg eins heima hérna:

Ég hef horft á erlendar fréttastofur á netinu, þar sem sjónvarpsviðtalið við Davíð var sýnt, með enskum texta. Það fer ekki milli mála að þetta er tilliástæða lýðskrumarans Gordons Brown fyrir þeim aðgerðum sem hann greip til. Í mínum huga er Davíð mesta stórslys íslandssögunnar. Það ætti að reka hann tafarlaust.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 21:30

á alveg eins heima hérna:

Svavar bjarnason (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 22:02

17 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Því miður eru þessi mótmæli að mínu viti ein tegund af hinum pólítisku leiksýningum Samfylkingarinnar, til þess fallin að draga athygli frá þáttöku flokksins í ríkisstjórn nú.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.10.2008 kl. 01:00

18 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

GJK sem stýrir þessu bloggi er stórkostlegt djók, það sér hver hugsandi maður. Öfgakennt og óeðlilegt hatur hans á jafnaðarmönnum er hans eini drifkraftur til skrifa. Ekki mikil hugsun hér að baki, bara neikvæð tilfinningaviðbrögð.

Páll Geir Bjarnason, 19.10.2008 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband