Fjölmenni við útför Jörg Haiders. Hvað gerist í Austurríki?


   Mikið fjölmenni var við útför hins umdeilda stjórnmálamanns
Jörg Haiders í Austurríki í gær. Útförin fór fram í Klagenfurt,
sem er höfuðborg Kárnten héraðs, en þar var Haider hérðas-
stjóri í rúman áratug. En sem kunnug er lést Haider í umferð-
arslysi fyrir rúmri viku vegna ölvunaraksturs.

  Eins og fyrr sagði var Haider afar umdeildur, og er hér engan
veginn verið að taka undir skoðanir hans, enda að miklu leiti
bundnar við málefni Austurríkis. Hann var leiðtogi Frelsisflokk-
sins þegar flokkurinn myndaði stjórn með Þjóðarflokknum
eftir mikinn kosningasigur árið 2000. Það ölli miklum titringi
innan ESB, og var Austurríki nánast sett í pólitíska einangrun
af framkvæmdastjórn ESB. Þar fór Brusselvaldið langt útfyrir
valdsvið sitt með slíkri íhlutun í innanríkismál eins af aðildar-
ríkjum sambandsins. Sem sýnir hversu langt valdhafanir í
Brussel eru tilbúnir að ganga með sitt yfirþjóðlega vald yfir
aðildarríkjum sínum.  Enda er þessi valdníðsla á Austurríkis-
mönnum enn í fersku minni, því með íhlutun sinni þverbraut
framkvæmdastjórninn grunnreglur ESB, og komst upp með
það.

   Í síðasta mánuði voru þingkosningar í Austurríki. Haider
hafði þá sagt sig úr Frelsisflokknum og stofnað nýjan flokk,
Bandalag um framtíð Austurríkis. Saman vann hinn nýi
flokkur Haiders og gamli Frelsisflokkur hans stórsigur, um
30% atkvæða. - Og er nú stjórnarkreppa í Austurríki, en
fráfarandi stjórn Þjóðarflokks og Sósíaldemókrata sprakk
s.l sumar.

  Þessi mikli sigur flokks Heiders og Frelsisflokksins er m.a
vega gremju Austurríkismanna út í ESB og hvernig hið yfir-
þjóðlega vald frá Brussel misbyður fólki. Og það að slíkir
flokkar fái rúm 30% atkvæða í lýðræðislegum kosningum
segir sína sögu. - Hvað sviplegt fráfall Jörg Heiders hefur
á þróun stjórnmála í Austurríki á hins vegar eftir að koma
í ljós. - Kannski verða þau til þess að þessir tveir hægri-
flokkar sameinist hægra megin við hinn íhaldsflokkinn,
austurriksa Þjóðarflokkinn.

   Fróðlegt verður því að fylgjast með austurrískum stjórn-
málum á næstunni.
 


mbl.is Haider borinn til grafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

hann var fullur, keyrandi og samkv. frétt að koma frá hommabar, þetta er eins og skáldsaga eftir Sheldon.  Mér hugnast að hann hafi verið myrtur.  Bara smá samsæriskenning.....

Linda, 19.10.2008 kl. 01:56

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Fréttinn um hommabarinn var tekin til baka. Hins vegar að keyra fullur
er óafsakanlegt Linda. Málið er í rannsókn.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.10.2008 kl. 02:01

3 identicon

Nokkrum dögum áður hann dó 2.oktober kom þessi frétt hér og þegar ég heyrði að hann væri dáinn þá var það fyrsta sem ég hugsaði að hann hafi verið myrtur. Hann gæti hafa verið drukkinn en að hann hafi í raun og veru keyrt bílinn getur allveg hafa verið svið sett. Það er logið að okkur all daga, menn með peninga og völd geta hæglega logið og falið skýrslur um hvað raunverulega gerðist.

Kári B (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 02:34

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jú Kári. Margar samsæriskenningar eru í gangi um að hann hafi verið myrtur. Og ekki af ástæðulausu. Vonandi kemur  sannleikurinn í ljós!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.10.2008 kl. 02:51

5 Smámynd: Linda

Sammála, alltaf rangt að keyra undir áhrifum, hinsvegar, má segja að þetta er allt einum of, tja skulum nota convenient...

bk.

Linda.

Linda, 19.10.2008 kl. 05:46

6 Smámynd: Einar Steinsson

Dauðdagi Heiders er í samræmi við hvernig hann lifði, hann var þekktur fyrir að taka þátt í næturlífinu og einnig fyrir að aka glannalega. Það eru vitni að því að hann ók á ofsahraða, það mældist áfengismagn í blóðinu sem sannar að hann var mjög ölvaður og þetta með hommabarinn veit ég ekki hvort einhver hefur verið að reyna að bera á móti því en hér í Austurríki er það búið að vera opinbert lengdarmál lengi að hann var samkynhneigður.

Ástæðan fyrir miklu fylgi hægriflokkanna hefur lítið með ESB að gera heldur innanríkismál, stóru flokkarnir tveir voru saman í stjórn en klúðruðu því gersamlega og boðuðu til kosninga á miðju kjörtímabili. Fólk var óánægt með framgöngu þeirra og hafði ekki annan valkost en þessa hægriflokka og græningja en þeim treysta Austurríkismenn greinilega ekki. Þannig að kjósendur höfðu fáa kosti og því fór fylgið til hægri.

Einar Steinsson, 19.10.2008 kl. 06:34

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Linda þó!

En heilar þakkir, Guðmundur Jónas, fyrir mjög góðan pistil og sérstaklega fyrir að rifja það hér upp, hvernig Brusselvaldið fór langt út fyrir valdsvið sitt með freklegri íhlutun í innanríkismál eins af aðildarríkjum sambandsins.

  • "Sem sýnir hversu langt valdhafanir í Brussel eru tilbúnir að ganga með sitt yfirþjóðlega vald yfir aðildarríkjum sínum.  Enda er þessi valdníðsla á Austurríkismönnum enn í fersku minni, því með íhlutun sinni þverbraut framkvæmdastjórninn grunnreglur ESB og komst upp með það."

Gott að gleyma ekki lærdómum sögunnar. – Kær kveðja.

Jón Valur Jensson, 19.10.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband