Frjálslyndir með áhugaverða tillögu


    Frjálslyndi flokkurinn hefur komið fram með áhugverða tillögu
um framtíðarskipan  peningamála á Íslandi. Tilögu sem felur
í sér að kannað verði myntsamstarf við Norðmenn. Slíkt mynt-
samstarf yrði mun fýsilegri kostur fyrir hina íslenzku þjóð en
að ganga í ESB og taka upp evru, en hvort tveggja tæki mun
lengri tíma en að taka upp náið samstarf við Norðmenn á sviði
peninga- og efnahagsmála.  Auk þess yrði hægt að mynda mun
breiðari pólitíska samstöðu en um tillögu Samfylkingarinnar og
hluta Framsóknar að ganga í ESB og taka upp evru. Auk Frjáls-
lyndra ætti Sjálafstæðisflokkurinn að geta sameinast um slíka
lausn fremur en ESB-aðild, auk Vinstri grænna og þann þjóð-
lega hluta Framsóknar sem fylgir Guðna Ágústssyni. Þannig
yrðu ESB-sinnum gefið verðugt pólitískt kjaftshögg, enda til
þess tími kominn fyrir löngu. - Samfylkingunni og ESB-sinnum
yrðu þannig pólitískt einangraðir um ókomna tíð.

   Í þeim efnahagslegum hremmingum sem við Íslendingar
höfum orðið að ganga í gegnum að undanförnu, hefur ein þjóð
sýnt okkur mikinn skilning og stuðning umfram aðrar þjóðir. Og
það eru Norðmenn. Til framtíðar litið eiga þessar tvær  frænd-
þjóðir mikilla hagsmuni að gæta á N-Atlantshafi og í norður-
höfum. Hagsmunir varðandi auðlindanýtingu, nátturuvernd,
og ekki síst á sviði öryggis-og varnarmála eru augljósir. Náin
efnahagsleg tengsl með myntsamstarfi er því laukrétt fram-
hald af slíku samstarfi þjóðanna.

  Bæði Norðmenn og Íslendingar standa utan ESB. Tillögur
Frjálslyndra ber því að fagna af öllum þeim þjóðlegu öflum
á Íslandi sem standa vilja vörð um fullveldi og sjálfstæði
Íslands. Tillögur Frjálslyndra eru því kærkomnar til að hin
þjóðlegu öfl snúi nú vörn í sókn gegn þeim and-þjóðlegu
viðhorfum að Ísland gangi í ESB og taki upp hina hríðfall-
andi evru, sem myndi  auk  þess  ALDREI  taka  tillit til
íslenskra hagsmuna eða hagstrærða í okkar efnahags-
umhverfi. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Guðmundur, þetta kann að vera sterkur mótleikur.

Það verður að velja sér vígi. Það er engin stemning fyrir því í þjóðfelaginu að halda áfram með krónuna (íslensku) og þetta er að mínu mati besti kosturinn fyrst við þurfum að láta af eigin gjaldmiðli.

Sigurður Þórðarson, 28.10.2008 kl. 00:40

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Já þetta er lang skynsamlegasta leiðin í stöðunni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.10.2008 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband