Í hvaða heimi er Valgerður Sverrisdóttir ?
29.10.2008 | 00:36
Það er ekki að furða að fylgið skuli hrynja af Framsókn þessa
daganna. Ekki síst í ljósi þess hvernig sumir leiðtogar flokksins
koma með hinar furðulegustu fullyrðingar. En vara-formaður
Framsóknarflokksins segir á heimasíðu sinni í gær að stýri-
vaxtahækkunin í gær ,,væri einhver snjallasta ,,smjörklípa"
sem Davíð hefur kynnt á ferli sínum sem stjórnmálamaður".
Hvernig er það? Veit Valgerður ekki hafandi setið í ríkisstjórn
til fjölda ára að Seðlabankinn framfylgir ákveðinni peningamála-
stefnu sem ríkisstjórnin á hverjum tíma hefur mótað og ákveðið?
Og er Valgerði Sverrisdóttir það algjörlega ókunnugt að það var
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem illu heilli krafðist stýrivaxta-
hækkun um 50%? Sem ríkisstjórnin samþykkti og Seðlabankinn
varð að framfylgja. Hvernig getur þá þessi stýrivaxtahækkun
Seðlabankans verið ,,smjörklípa Dagvíðs Oddssonar? Hvers
konar bull er þetta í vara-formanni Framsóknarflokksins?
Þótt Davíð Odsson sé afar umdeildur sem Seðlabankastjóri,
og þótt Seðlabankinn hafi gert mörg mistök, ber að halda því
til haga að hann hefur framfylgt úreltri peningamálastefnu
fyrrverandi og núverandi ríkisstjórnar í 7 ár. Og verður nú að
hækka stýrivexti um 50% vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar.
Ríkisstjórnar sem hefur gengið að óásættanlegum skilyrðum
Alþjóða gjaldeyrissjóðsins - Þessum staðreyndum ber að halda
til haga. Líka því að Valgerður Sverrisdóttir sem fyrrv. banka-
og viðskiptaráðherra ber fulla ábyrgð á núverandi úreltri peninga-
málastefnu.
Framtíðarsýn vara-formanns Framsóknarflokksins um aðild
Íslands að ESB og upptöku evru sem lausn á efnahagsvanda
þjóðarinnar, er hins vegar ömurleg, og alls ekki til þess falin
að auka fylgið við Framsókn. - Þvert á móti. Myntsamstarf við
Norðmenn yrði mun fýsilegri kostur. Enda ESB og evra á fall-
andi fæti.......
Hækkun stýrivaxta mun ekki virka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:47 | Facebook
Athugasemdir
Alltaf gaman af því að sjá færslu eins og þessa. Bæði gefur og Valgerði á baukinn OG stendur með krónunni eða amk á móti ESB og EUR. Gott mál. Takk. :)
Nonni (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.