Samstarf við Norðmenn! ESB-sinnar einangrast !
31.10.2008 | 00:29
Eigum mun frekar að taka upp nána samvinnu við Norðmenn
á sviði efnahags- og peningamála í stað þess að ganga í ESB og
taka upp evru. Per Olof Lundteigem stjórnarþingmaður í fjárlaga-
nefnd norska þingsins segir Norðmenn mjög jákvæða og áhuga-
sama um hugsanlegt myntsamstarf við Íslendinga Allt væri opið
í þeim efnum. Þórólfur Matthíasson hagfræðingur segir fjölmargt
mæla með myntsamstarfi við Norðmenn. Þá benda margir rétti-
lega á að sjávarútvegur og orkubúskapur þjóðanna sveiflist í
takt. Það eitt er afar mikilvægt þegar um myntsamstarf er að
ræða. Þá yrði sá stjarnfræðilegi kostnaður að byggja upp banka-
kerfið frá grunni með tilheyrandi gjaldeyrisforða mun minna ef
við færum í myntsamstarf við Norðmenn í dag.
Það er kominn tími til að rjúfa umræðuna um ESB og evru.
Einangra ESB-sinna og Samfylkinguna í þeirri umræðu. Mun
meiri líkur eru á að ná breiðri pólitíski samstöðu á Alþingi um
að ganga til náins samstarfs við frændur vora Norðmenn á
jafnrérttisgrundvelli en að ganga í ESB og taka upp evru. Bara
timans vegna og í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem við nú erum í
er ekki spurning hvor leiðin yrði okkur hagstæðari sem sjálf-
stæðar og fullvalda þjóðar. Hagsmunir Íslendinga og Norð-
manna fara svo mikið saman á svo ótal mikilvægum sviðum.
Má þar nefna á sviði öryggis-og varnarmála, nýtingu auð-
linda í norðurhöfum, nátturuverndar og m. fl. Myntsamstarf
við Norðmenn gæti bara orðið mjög eðlilegt framhald af því.
Samfylkingin ástundar nú mjög hart ESB-trúboð, og ætlar
sér bersýnilega að nota bágt ástand efnahagsmála í dag til
að knýa það mál fram. En aðild að ESB-og evra yrði það al-
versta sem yfir þjóðina gæti dunið. - Því er mikilvægt að
ná sem fyrst breiðri pólitískri samstöðu á Alþingi um norsku-
leiðina fremur en ESB-leiðina. - Enda tæki hún mun skemmri
tíma en ESB leiðin. - En það er einmitt tíminn sem máli skiptir
svo mjög í dag til að komast sem fljótast upp úr hinum efna-
hagslega öldudal.
Vill endurskoða ESB og Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:32 | Facebook
Athugasemdir
Innganga í Evrópusambandsaðild er þvinguð staða
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 31.10.2008 kl. 00:52
Geyr nú garmr mjök fyr Gnipahelli
dd (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 14:35
Guðmundir þú sem villt verja fullveldi okkar fram í rauðan dauðann ættir kannksi að finna frétt sem var nú í dag á einhverjum fjölmiðli þar sem rætt var við norðmann sem benti á að við yrðum að afsala okkur fullveldi til Noregs ef við ætluðum að taka upp norsku krónunna. Enda kannski ekki nema von. Norðmenn mundu þá ráða alfarið.
Hann sagðist nú sjálfur þessi norksi sérfærðingur halda að það væri betra fyrir okkur að komast í stærra myntssamstarf og þá sæi hann helst evruna.
fann fréttina á ruv.is og hún er hér
Magnús Helgi Björgvinsson, 31.10.2008 kl. 14:55
Hvað gerist svo hér þegar Norðmenn ákveða loks að fara inn í ESB? Ólíkt okkur þá hafa þeir a.m.k fengið að greiða atkvæði um það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og ef mér skjátlast ekki þá eru hugmyndir uppi um það að endurtaka þá þjóðaratkvæðagreiðslu eftir ekki svo langan tíma.
Hvað gerum við þá? Fylgjum þeim inn í ESB? eða verðum eftir með gjaldmiðil, norska krónu, sem ekki lengur verður til?
Þetta er óraunhæf og draumórakennd leið sem jafnast á við tillögu Árna Johnsens um færeysku krónuna.
Skaz, 31.10.2008 kl. 15:46
Magnús. Er að tala um MYNTSAMSTARF. Ekki að henda krónunni fyrir norska.
Meðan við erum að rétta krónuna við og koma henni í skjól er miklu skynsamara að gera það í myntsamstarfi við Norðmenn en ganga hinu
YFIRÞJÓÐLEGA ESB á hönd og taka upp evru sem við HEFÐUM ENGIN ÁHRIF
Á. Eigum miklu meiri samleið með norsku hagkerfi (sjávarútvegur og
orkuútflutningur) heldur en með hinum mjög svo ólíku hagkerfum innan
evrusvæðisins. Getum líka hvenær sem er bakkað út úr slíku myntsamstarfi,
sem við getum ekki hafandi tekið upp evru og gengið í hið miðstyrðja
ESB. Evra Magnús hefur fallið á þriðja tug prósenta gagnvart dollar
s.l 2 mánuði. - Er Magnús einungis að benda á að efnahagslegt sam-
starf við Norðmenn er mun skynsamari kostur en að þurrkast út inni í
ESB sem engin veit hvesu það varir lengi. Og allra síst evran. Við
þurfum í dag stuðning við krónuna eftir þessi hrikalegu áföll og eigum
að leita til frændur vora Norðmanna um stuðning í þeim efnum.
EKKERT fullveldisafslal felst í slíku !
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.10.2008 kl. 15:50
Skaz. Skv skoðanakönnunum í Noregi er svo langt í frá að Norðmenn séu
á leið inn í ESB. Og ef svoi AFAR ólíklega vildi til að það gerðist einhvern
tíman í óraframtíð væri sterkara að Ísland og Noregur yrðu samferða og að
Ísland hefði rísið efnahagslega upp aftur. Því í veikleika er algjörlega út í
hött að fara þangað inn.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.10.2008 kl. 15:54
Ja hérna hvað fólk er til í að leggja á sig við að vera ekki sammála sjálfsögðum hlut.
Viðskipti við Noreg eru ákaflega litlar í hvora átt sem er þannig að gengissveiflur verða ekki í takt. Meirihluti okkar viðskipta er í Evru og þar að leiðandi erum við ekki bara háð ástandinu hérna heldur líka í Noregi. Tekjur Norðmanna eru háðar olíu ekki íslendinga og því eru tekju sveiflur ólíkar á milli þessara landa. Þetta er jafn gáfulegt og að festa sig við rúpíur í Indlandi.
Erlendur Pálsson, 31.10.2008 kl. 16:10
Guðmundur hvað áttu við með myntsamstarf. Hvernig er hægt að eiga myntsamstarf öðruvísi en að taka upp myntina. Heldur þú virkilega að önnur þjóð ætli að verja krónunna okkar með öllum þeim kostnaði sem því fylgir. Við erum með ónýtan Seðlabanka og takamarkaða peninga til að verja gengi okkar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 31.10.2008 kl. 16:15
Magnús. Að taka upp erlenda mynt tekur langann tíma hvort sem það er
evra, norsk króna eða eitthvað annnað. Hins vegar hefur það komið fram
hjá Norðmönnum að þerir eru allir að vilja gerðir til að koma okkur til
hjálpar. Númer eitt er að koma króninni á lappirnar eftir þetta mikla áfall er
allt bankakerfið hrundi til grunna. Myntsamstarf við Norðmenn gæti m.a
verið fólgið í tengiingu ísl. krónu við þá norsku með ákveðnum hætti og
sveigjanleika. En þá þyddi það mjög náið efnahagslegt samstarf við
Norðmenn á sviði peningaamála. Tel skynsamlegast að við reyndum þessa
leið fyrst áður en við förum að taka upp erl.mynt. Hafandi tekið upp erl.
mynt verður þá ekki aftur snúið. Reynum því þetta fyrst. Því við þurfum ákveðin sveigjanleika með gengið meðan við erum að tryggja okkar útflutning í sessi. Því nú skiptir útflkutningurinn og gjaldeyrisöflun okkur
ÖLLU. Númer eitt tvö og þrjú.
Erlendur. Útflutningur okkar og Norðmanna er mjög samverkandi hvað
gengishagsmuni varðar. Báðar þjóðir hafa stórann sjávarútveg og
útflutning á orku. Norðmenn olíu og við ál. Þannig að norsk króna yrði
mjög hagfeldari hvað þetta varðar en evra, sem ákvarðast af allt öðrum
þáttum sem er í engum tengslum við okkar efnahagslíf.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.10.2008 kl. 16:50
Vá hvað menn eru tilbúnir að teygja sig langt, bara ef niðurstaðan er ekki ESB.
Danskur (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 16:54
Já, betra að afsala sér fullveldinu til Noregs en að ganga sem sjálfstæð þjóð í ríkjasamband sjálfstæðra þjóða, ótrúleg þrjóska í þessu liði...
nafnlaus (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 17:12
Sammála Guðmundur að norska krónan er líklegast eini annar kostur en Evran (og þar með ESB) fyrst íslenska krónan fór í svanasönginn og því þarf sú norska að vera sem valkostur. Enginn fer til viðsemjanda síns (ESB eða Noregs) án annarra valkosta, því að þá fær Ísland afarkosti, lágt gengi og afsal réttinda og auðlinda. Ræða þarf af alvöru við Noreg áður en nauðlent yrði á grýttum velli Evrópusambandsins.
Ívar Pálsson, 31.10.2008 kl. 17:24
Ef maður horfir á tímafaktorinn er þetta kannski ekki svo vitlaust. Evru kæmumst við ekki inn í nema eftir að hafa uppfylgt Maastict skilyrðunum, og þó við stenfdum öllu efnahagskerfi okkar að því að ná þeim er nánast útilokað að geta það fyrr en eftir c.a. áratug. Viljum við nota íslenska krónu þangað til? Kannski er ekki svo vitlaust að semja við Norðmenn um myntsamstarf meðan stefnt er að því að ná Maastrict-skilyrðunum og fljóta svo með Norðmönnum inn í sambandið þegar að það henntar þeim að taka skrefið til fulls. Þar sem Norðmenn hafa svipaða sérhagsmuni og Íslendingar væri ekki ólíklegt að við gætum samið betur saman en sitt í hvoru lagi.
Héðinn Björnsson, 31.10.2008 kl. 17:29
Af hverju halda menn að það sé eitthvað léttara fyrir okkur að ætla að tengjast norsku krónunni eða taka hana upp. Þá mundi gegni okkar miðast við það sem norski seðlabankinn ákvæði. Þeirra hagsmunir eru ólíkir okkar. Þeir skulda lítið og hafa gríðarlegar tekjur af olíuútflutningi. Held að þeir vildu síður þurfa að kosta það að verja íslenskar krónur. Og ef við tækjum upp norskar krónur þá mundu þeir alfarið taka yfir umsýslu hér og við værum efnahagslega algjörlega komin upp á ákvarðanir norðmanna án þess að hafa nokkur áhrif.
Bendi á að áætlað er að verðbólga vegna samdráttar hér verði í lok næsta árs komin niður í 2 til 3% og viðskiptajöfnuður hagstæður um milljarða.
Ef við sækjum um aðild að ESB og fáum inngöngu lendum við strax inn í gjaldeyriskerfi sem á að aðstoða okkur við að ná markmiðum til að geta tekið upp evru. Og þar höfum við þó einhver áhrif.
Magnús Helgi Björgvinsson, 31.10.2008 kl. 17:47
Magnús. Myntsamstarf við Norðmenn yrði okkur mun hagfeldara og persónulegra ef má orða það þannig heldur en við báknið í Brussel.
Gætum rætt okkar hagsmuni og sjónarmið við Norðmenn á mun skilvirkari
og skilningsríkari hátt en við báknið í Brussel. Svo tæki þetta MIKLU skemmri
tíma þessi norska leið en ESB-leðin. Hefðum ENGIN áhrif á evruna. En í
myntsamstarfi við Norðmenn hefðum við miklu meiri áhrif. Svo aftur þetta.
Erum kominn í tímaþrot - því er ESB og evruupptaka ekki lengur inn í
myndinni miðað við ástandið í dag.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.10.2008 kl. 18:28
Magnús, Norðmenn hafa langtímahag af því að útvíkka áhrifasvæði sitt til vesturs og norðurs, enda stefna þeir að því leynt og ljóst. Olíu- og auðlindahagsmunir tengdir Íslandi eru augljósir, en líka sem sameiginlegur styrkur í samningsstöðu gagnvart ESB og sjálfstæði í NATÓ. En ég er sammála að íslenska krónan myndi fjúka og sú norska tekin upp, þar sem Ísland fengi t.d. aðeins aðild í Seðlabanka Noregs. Líkurnar á 2-3% verðbólgu á Íslandi eru engar fyrr en annar gjaldmiðill hefur verið tekinn upp. Ef einhverjum finnst að þeir ráðu engu með Norðmönnum, þá er þó á hreinu að hann ræður engu innan ESB.
Ívar Pálsson, 31.10.2008 kl. 18:35
"Norðmenn hafa langtímahag af því að útvíkka áhrifasvæði sitt til vesturs og norðurs," Ert þú þá að segja að Norðmenn dreymi heimsveldisdrauma. Sé ekki af hverju norðmenn sem land ættu að sjá sér hag í því að þurfa kannsi að eyða milljörðum í að halda upp gengi krónunar vegna ástands hér. Held reyndar að allar þjóðir séu tregar á svona myntsamstarf. Bendi á hvað norski sérfræðinurinn bendir á hér að ofan. Þ.e. að hann heldur því fram að ef við erum að skipta um mynt þá ættum við að reyna að komast í
Magnús Helgi Björgvinsson, 31.10.2008 kl. 19:21
Magnús. Myntsamstarf þarf ekki að þýða að tekin verði upp norsk króna.
Myntsamstarf er hægt að útfæra á margan hátt. Aðalatriðið er að byggja hér
upp stöðugleika í gengismálum að svo miklu leiti sem það er hægt. Norsk
króna hefur sveiflast gagnvart evru . - En evran hefur líka meiriháttar
sveiflast gagnvart dollar, á þriðja tug prósenta nú upp á síðkastið Kosturinn við myntsamstarf er einkum sá að draga úr hætunni á alls kyns spákaupmennsku. Og norska krónan er vel varin gagnvart slíku með norska olíusjóðinn að baki sér. - Eigum mikilla hagsmuna að gæta með Norðmönnum hér á norðurslóðum. Að sjálfsögðu gæta Norðmenn sinna hagsmuna þar. Hvaða þjóð vill ekki gæta sinna hagsmuna? Er eitthvað rangt við það? Og þar sem hagsmunir Norðmanna og Íslendinga fara mjög vel saman hvað þetta varðar, nýtingu auðlinda s.s fiskveiðar og olíuvinnslu ( erum nú að undirbúa olíuleit á Drekasvæðinu) fyrir utan varnar og öryggismál á svæðinu, þá gæti myntsamstarf verið bara laukrétt framhald af því. Alla vega sakar ekki að kanna það í dag. Höfum engu að tapa. ESB
og evra er hins vegar svo mikið langtímaferli að það bjargar engu í stöðinni
í dag.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.10.2008 kl. 20:42
Sæll vertu.
Þú minnir mig á manninn sem ég hitti fyrir margt löng á Kaffivagninum og var að norðan. Þar sem honum var tamt að blóta ekki þá notaði hann heitið "kjáni" sem honum mislíkaði í umræðunni. Mér var þetta kennt líka að það hefur ekkert upp á sig að blóta fólki né fé, en get ekki orða bundist og set 100 fyrir framan þegar ég segi hver konar kjáni ertu?
kveðja
Valdimar (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 22:36
Valdimar í FELUM. Þvílíkur kjánarageit ert þú! Þorir ekki að koma fram undir
FULLU NAFNI!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.11.2008 kl. 00:29
Jæja Guðmundur þú getur hætt að velta þessu fyrir þér:
Magnús Helgi Björgvinsson, 1.11.2008 kl. 00:59
Magnús minn. Ekki að snúa svona út úr hlutunum. Myntsamstarf þarf ALLS
EKKI að þýða upptöku norskrar krónu eins og ég hef MARG OFT SAGT HÉR!
Þannig að myntsamstarfið er galopið.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.11.2008 kl. 01:32
Útilokar myntsamstarf við Ísland Svona er fyrirsögnin. EN hvað átt þú við með myntsamstarf. Er það að Norðmenn eigi að verja krónuna okkar? Af hverju ættu þeir að gera það? Þetta væri mjög einhliða samstarf. Þ.e. kosta þá mikið og okkur ekki neitt.
Myntsamstarf er að hafa samstarf um sömu mynt.
Magnús Helgi Björgvinsson, 1.11.2008 kl. 01:45
Magnús. Þetta kemur ágætlega fram í umfjöllun Mbl í dag. Þar er sagt að það sé mun auðveldara fyrir Norðmenn að hafa samvinnu með okkur í gjaldeyris og peningamálum eftir að dagar stóru bankanna séu taldir. Umfangið er miklu miklu minna en áður var. Því þá þurfi ekki að ábyrgjast nema þá litlu banka sem nú eru eftir. Þ'a vilja Norðmenn hafa okkur inn í EES því engin áhugi er í Noregi að ganga í ESB. Þannig að þarna er verið að tala um samstarf við Norðmenn og norska seðlabandann í peningamálun
sem fyrst og fremst hefur það markmið að styrkja okkar gjaldmiðil.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.11.2008 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.