Var yfirlýsing Össurar bara gaspur ?


   Þegar Össur var starfandi utanríkisráðherra sagði hann að
aðkoma Breta að flugrýnmiseftirliti kringum Ísland nú í desem-
ber myndi særa þjóðarstolt Íslendinga í ljósi framkomu  þeirra
gagnvart Íslendingum. - Var á honum að skilja að þegar hefði
verið komið þeim skilaboðum til NATO að nærveru þeirra væri
ekki óskað. - Nú þegar Össur er nú aftur orðinn starfandi utan-
ríkisráðherra hljóta fjölmiðlar að rukka hann eftir efndunum.
Eða ætlar Össur að láta þá þjóð sem sýnt hefur okkur slíka
fádæma óvináttu að beita okkur hryðjuverkalögum sem hafa
valdið íslenzkri þjóð ómældum efnahagslegum skaða og tjóni,
að sjá um varnir Íslands í kaupbæti? Var þá þetta bara ein-
tómt gaspur í Össuri?  Vindhanagaspur? Eins og þegar hann
fullyrti að 18% stýrivaxtahækkun væri ákvörðun Seðlagbankans,
en síðar kom í ljós að var ákvörðun ríkisstjórnarinnar í samræmi
við skilyrði Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Þar laug Össur blákalt
framan í þjóðina. Og án þess að blikna!

   Það er með öllu óásættanlegt að hin óvinveitta þjóð Bretar
annist okkar varnir. Gjörsamlega út í hött. Að það skuli ekki
fyrir löngu hafa legið fyrir með formlegum hætti er með ein-
dæmum.  - Íslenzkir fjölmiðlar hljóta nú að fara í að fá þetta
mál á hreint strax í dag. - Össur VERÐUR að fá að standa við
orð sín í svo alvarlegu máli, að sjálft þjóðarstolt Íslendinga
er í veði... Og það að hans eigin mati ...
mbl.is Yfir 71 þúsund undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thee

Hurru, hefur Össur einhverntíman ekki gasprað?

Thee, 1.11.2008 kl. 00:38

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Eins og þú veist Guðmundur eigum við í deilum við Breta sem m.a .snúa að því að í Bretlandi eru peningar og eigur sem við eigum upp á mörg hundruð milljarða. Össur sagði að þeim skilaborðum hefði verið komið til Breta að við þessi skilyrði væri erfitt fyrir okkur að fá þessar sveitir hingað til eftirlits. Hann sagði að það kæmi við þjóðarstolt okkar. Sem er alveg rétt. En oddviti ríkisstjórnarinnar Geir sagði klukkutíma seinna að hann teldi þetta ekki rétt hjá Össuri og þessu ætti ekki að blanda saman. Þú veðrur að muna Geir er oddviti ríkisstjórnarinar og sem Forsætisráðherra er það hann sem tekur endanlegar ákvarðanir.

Þorgerður Katrín, Ingibjörg og Geir hafa líka sagt að það sé Seðlabanki sem ákveði stýrivexti. Seðlabanki kom að gerð þessara draga að samningi við IMF og almennt telja menn að það sé skynsamlegt að hækka vexti til að hefta að gjaldeyrir fljóti hér út úr landi fyrstu vikur eftir að krónan sé sett á flot. Eins verður að ná tökum á verðbólgunni. Nú í dag ætti þessi vaxtahækkun að virka fljótt í breyttu umhverfi. En langtímalán og verðtryggð breytast lítið við þessa stýrivexti. En ef gengi krónunar fer eitthvað upp lækka erlend lán fyrirtækja og ríkisins sem og íbúðakaupenda fljótt. Ég er t.d. með erlent lán sem var komið niður í um 400 þúsund en hefur rokið upp í 660 þúsund nú á 2 mánuðum. Þannig að ég held að hækkað gengi sé það sem við þurfum nú helst.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.11.2008 kl. 01:21

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Maður er kominn upp í kok hvernig þið í Samfylkingunni reynið alltaf
að fría ykkur ábyrgð á ríkisstjórnarþátttökunni. Að sjálfsögðu berið þið fyrst
og fremst ábyrgð á hvernig utanríkisráðuneytið hefur staðið sig herfilega í
því að berjast á móti aðför Breta að íslenzkum hagsmunum. Þess vegna m.a fór þessi fræga undirskriftarsöfnun fram. Og að sjálfsögðu er það utanríkis-
ráðherra sem hefur síðasta orðið um það hvort hér komi breskar herþotur
eða ekki.

Að kenna svo Seðlabankanum um 18% styrivexti er brandari. Ríkisstjórn
Ingibjargar og Össurar samdi við Alþjóða gjaldeyrissjóðin um þessa 18%
styrivexti. Og Seðlabankinn bar skylda til að framkvæma það samkomulag.
Það er ekki flóknara en það. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.11.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband