Ingibjörg hefur sjálf skaðað orðspor Íslands


    Ef Davíð Oddsson formaður bankastjórnar Seðlabankans hefur
skaðað orðspor Íslands erlendis, þá hefur Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir utanríkisráðherra gert það enn frekar. En Ingibjörg lætur
þessi  makalausu orð falla um Davíð í Mbl. í dag. - Því það hversu
meiriháttar seint og hrikalega illa íslenzka utanríkisráðuneytið
brást við efnahagslegri hryðjuverkaárás breskra stjórnvalda
sem m.a leiddi til að langstærsta fyrirtæki Íslands fór í þrot,
stórskaðaði ekki bara íslenzkan efnahag, heldur ekki síst ORÐ-
SPOR Íslands erlendis.  Ummæli Ingibjargar Sólrúnu kemur því
úr hörðustu átt, og hefði einhvern tímann leitt til stjórnarslita.
Því svona alvarlegar ásakanir lætur enginn alvöru og ábyrgur
stjórnmálamaður falla um einn að  æðstu embættismönnum
þjóðarinnar.

   Davíð Oddsson er umdeildur í dag eins og FJÖLMARGIR aðrir.
Jón Sigurðsson einkaráðgjafi Ingibjargar Sólrúnar í efnahgs-
málum, og varaformaður í bankaráði Seðlabankans, og AUK
ÞESS sjálfur STJÓRNARFORMAÐUR Fjármaeftirlitsins, hlýtur þá
að bera hér GRÍÐARLEGA ábyrgð, eða hvað Ingibjörg?
Hvers vegna að draga þá Davíð Odsson sérstaklega fram en
halda hlífisskili yfir Jóni Sigurðssyni?  Þetta er slík pólitísk
hræsni að maður gerir flökurt.

   Ingibjörg Sólrún ætti sjálf að koma niður úr sínum fílabeins-
turni og hætta svona augljósum hráskinnsleik. Fólkið í landinu
sér í gegnum svona pólitískan tvískinnung.......
mbl.is Ingibjörg segir Davíð skaða orðsporið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held að þú hafir nú oft skotið að Ingibjörgu en nú er mér nóg boðið. Ert þú gjörsamlega búinn að gleyma að hún var á sjúkrahúsi þegar að Bretar gripu til þessa ráðs? Og nú eru hún akkúrat á sjúkrahúsi eftir erfiða aðgerði í gær.

Minni þig líka á að Davíð er nú embættismaður hjá ríkiðnu. Hann kemur deilunum af stað við Breta með óheppilegum orðum. Hann sem Seðalbankastjóri bregst ekki við vanda okkar varðandi Gjaldeyrisvarasjóð fyrr en á þessu ári. Hann rífur trúnað um samning sem er eina von okkar nú á síðustu tímum. Hann sem forsætisráðherra gerði afdrifa rík mistök.

Jón Sigurðusson er stjórnarformaður Fjármálaeftirlits. Hann er ekki starfsmaður þar. Hann tók við í stjórn FME nú í vor. Þannig að hann hefur ekki setið þar í langan tíma. Forstjóri FME er svo sonur Jóns Magnússonar alþingismanns. Og hann hefur jú starfað þar um árabil og hefði mátt standa sig betur. En til að við fáum einhverja til að trúa á gjaldmiðil okkar er nauðsynlegt að maður sem stýrir honum njóti trausts

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.11.2008 kl. 13:26

2 identicon

Sæll Guðmundur Jónas. Já vonandi nær almenningur að sjá í gegnum þetta auma yfirklór Samfylkingarinnar til að reyna að slá ryki á augu almennings til að breiða yfir eigin stórmistök og vanrækslu við stjór landsins. Í mínum huga er Samfylkingin algerlega ábyrgðarlaus flokkur og alls ekki stjórntæk. Þeir bera þunga ábyrgð á hvernig komið er og þeim dugar þar ekki að benda sífellt á einhverja aðra, þó vissulega séu fleiri sekir.

Auk þess er Samfylkingunni alls ekki treystandi til þess að leiða okkur útúr þessum ógöngum. Þeir eru þar engan vegir heilir, því þeirra eina markmið er að koma okkur inní Efnahagsbandalagið, allt annað er því látið vaða á súðum og allt sem miður fer grípa þeir á lofti sem vopn í þeirri baráttu sinni að reyna nú með öllum ráðum helst nú meðan fólkið er enn hrætt og skelft að koma okkur þarna inn í flaustri hvað sem það kostar og það má engan tíma missa því þau eru lafhrædd um að þegar aðeins kyrrist um þá muni fólk aftur geta skipt um skoðun og góður meirihluti landsmanna verði þá aftur andsnúinn aðild.

Þannig að mér finnst að það eigi að ákæra alla helstu forystumenn samfylkingarinnarþ, þar með talinn stjórnarformann Fjármálaeftirlitsins.

Ákæruatriðin yrðu tvenn.

1. Fyrir algjört andvaraleysi í aðdraganda bankakreppunnar og svo í framhaldi af því afglöp og gríðarleg mistök sem kosta munu almenning í landinu mörg hudruð milljarða króna og einnig mannorðmissi heillar þjóðar.

2. Fyrir landráð. Það er að reyna á allan hátt að grafa undan fullveldi og sjálfstæði Íslensku þjóðarinnar.  

Þetta er aumasti stjórnmálaflokkur Íslands bæi fyrr og síðar.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 13:27

3 identicon

Ég held að samfylkinginn ætti bara að skoða sinn eigin flokk og tala nú ekki um hana Ingibjörgu Sólrúnu. Hef aldrei haft trú á henni

Guðrún (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 13:32

4 identicon

Ég er mjög sammála þér og koma mér óheilindi Samfylkingarfólks ekki á óvart. Seðlabankinn heirir undir ríkisstjórnina sem Samfylking er aðili að.

Það er ekki endalaust hægt að benda á aðra.

sandkassi (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 13:32

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Þú leggst mjög lágt að benda á veikindi Ingibjargar til að verja
aumingjaháttinn í utanríkisráðuneytinu allt frá upphafi til dagsins í dag.
Í veikindum Ingibjargar (sem vonandi eru senn á enda) hafði hún bæði
staðgengil fyrir sig og fjölda ráðgjafa sem hún var alltaf í sambandi við.
Þannig að það afsakar á engann hátt vinnubrögðin sem m.a leiddi til að
áhugahópur Íslendinga neyddist til að hefja allsherjar undirskriftasöfnun
til að koma MÁLSTAÐ Íslendinga á framfæri. Meiriháttar áfellisdómur yfir
utanríkisráðuneytinu.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.11.2008 kl. 13:36

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Guðmundur þú veist að í Bretlandi eigum við eignir og skuldir upp á þúsundir milljarða. Og allt hefur verið fryst.  Held að hugmynd þín um að slíta stjórnmálatengsl við Bretland hefði kostað okkur enn meira en við komum til með að borga. Minni líka á bréf Ingibjargar sem sendiherra Íslands kynnti þingmönnum í Bretlandi en í frétt af því segir:

„Sjaldséð diplómatíska árás á bresk stjórnvöld," kallar blaðið bréfið sem það hefur undir höndum. Í því segir Ingibjörg að orðræða breskra stjórnvalda í tengslum við bankakrísuna hafi rústað Íslandi og vakið mikla andúð í garð Íslendinga. Íslendingar sem þjóð séu litaðir af hryðjuverkastimplinum, og í verði sumum tilfellum fyrir persónulegum árásum.

Ingibjörg sagði í bréfinu að aðgerðir Brown hafi gert viðskipti milli landanna afar erfið, en vonaðist til þess að hægt væri að endurbyggja jákvæð samskipti Bretlands og Íslands.

„Við erum að gera okkar besta til að leysa vandamálið í samvinnu við breska fjármálaráðuneytið. En við erum hneyksluð á aðgerðum breskra stjórnvalda. Það er afar erfitt fyrir íslendinga að skilja hvernig hægt er að nota hryðjuverkalög gegn góðum nágranna og bandamanni. Það er óskiljanlegt að sjá íslenskt fyrirtæki við hlið Al Kaída og Talíbana á heimasíðu fjármálaráðuneytisins," segir Ingibjörg í bréfinu.

Blaðið segir Austin Mitchell þingmann Verkamannaflokksins, sem fer fyrir þinghópi sem fer yfir samskipti landanna, hafa hvatt David Miliband utanríkisráðherra til þess að leysa deiluna. Hann sagði bresk stjórnvöld hafa gengið harkalega fram gegn Íslendingum. „Við hefðum átt að hjálpa en við níddumst á þeim og gerðum vandamálið verra."

Auk þess hefur verið farið með þetta mál í Nató

Ég minni líka á að nær öll okkar gjaldeyrisviðskipti fara í gengum Bretland og þar eru nú umtalsverðar upphæði frystar eða komasta ekki til landsins. Það er því ljóst utanríkisráðherra eða fulltrúar hans þurfa að stíga varlega til jarðar ef við eigum að eiga framtíð hér á landi.

Minni þig líka á að nú er til skoðunar að þyggja ekki loftrýmiseftirlit í sparnaðarskyni. En það þarf að standa rétt að þessu.

Eins bendi ég á að það er ákveðið áróðursstríð í gangi sem má merkja á t.d. samtölum sem lekið er á netið bæði símasamtölum og fundasamtölum sem grafa undan málstað Breta.

En eins og menn vita hné Ingibjörg niður í lok september með æxli í heilanum. Hún var því á sjúkrahúsi í USA fram í miðjan október og því ósangjarnt að tengja þetta við hana. Bendi líka á að Geir fer með málefni efnahagsmála og hefur stjórnað samskiptum við útlönd vegna þessa máls eðlilega. Og hann kýs auðsjáanlega að gæta að því að við lokum ekki á nein samskipti nú þegar við þurfum á aðstoð að halda.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.11.2008 kl. 15:00

7 identicon

Ég er sammála því að menn séu ekki að benda á veikindi Ingibjargar Sólrúnar máli sínu til stuðnings.  

sandkassi (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 15:22

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Það átti að  taka á þessu máli AF HÖRKU STRAX Í UPPHAFI en ekki
í útþynntum smáskömmtum. Bæði varðandi hryðjuverkalögin gagnvart
NATO og kyrrsetningu saklaus fyrirtækis á grundvelli EES og ESB laga.
En grunnregluverk  ESB var þarna ÞVERBROTIÐ og EKKERT gert í því.
EKKERT. Enda Samfylkingin ótrúlega alþjóðasinnuð og AND-ÞJÓÐLEGUR
FLOKKUR SEM ALDREI ER TREYSTANDI TIL AÐ GÆTA ÍSLENZKRA HAGSMUNA.
ALDREI!¨!¨! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.11.2008 kl. 16:16

9 identicon

Laukrétt!!!

Samfylkingarmönnum er ekki og hefur aldrei verið treystandi. Þetta er eins og að vera með Karíus og Baktus í ríkisstjórn.

Kominn tíma til að bursta.

sandkassi (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 16:33

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og hvaða flokki er treystandi Guðmundur? Ég  bara spyr! Samfylking hefur verið í stjórn síðan í maí á síðasta ári. Framsókn var þar á undan í 12 ár og hvað gerði hún? Valgerður var nú síðast í morgun að segja að í tíð fyrri stjórnar hefðu verið gerð mistök varðandi skatta sem hefðu aukið á þensluna.

Heldur þú að ráðherrar t.d. frá frjálslyndum með Magnús Þór sem ráðgjafa hefður komist betur frá þessum málum við Breta? Kannski Kristinn H sem ráðherra?

Eða Vg? Framsókn fékk tækifræi í 12 ár og lagði grunninn að hruni okkar!

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.11.2008 kl. 17:04

11 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Mikil uppstokkun er framundan. Líka í stjórnmálunum. Ætla rétt að
vona að fram komi róttækur flokkur á ÞJÓÐLEGUM GRUNNI sem íslenzkur
almúgi getur treyst.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.11.2008 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband