Hræsni Samfylkingarinnar


   Hræsni, ábyrgðarleysi og tvöfeldni Samfylkingarinnar eru
engu takmörk sett. Nú bókar hún á ríkisstjórnarfundi að
Davíð Oddsson seðlabakastjóri sé á ábyrgð Sjálfstæðis-
flokksins. Sem þýðir hvað í  raun? Að Samfylkingin SÆTTIR
sig við ÓBREYTTA STÖÐU í Seðlabankanum. Að Samfylkingin
KREFST EKKI breytinga.  - Bókunin er því tilgangslaus póli-
tísk syndarmennska sem einungis er til þess gerð að slá
ryki í augu kjósenda.  Því sem ríkisstjórnarflokkur ber Sam-
fylkingin að sjálfsögðu 100% ábyrgð á starfsemi Seðlabank-
ans og ALLRA þeirra sem þar eru í forystu. - Það er EKKERT
annað hvort eða í því sambandi.

   Hræsin er ALGJÖR !
mbl.is Samfylking afneitar Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er að bresta flótti á kratana. 

"Þegar á bjátar má alltaf treysta á uppgjöf Samfylkingarinnar"

Tekið af bloggi og er vert að hafa í huga.

101 (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 11:46

2 Smámynd: Eysteinn Jónsson

Guðmundur; þetta er hárrétt hjá þér. Þetta er skítlegt eðli Samfylkingarinnar.

Svo einfalt er það.

Eysteinn Jónsson, 2.11.2008 kl. 11:56

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Benedikt. Af hverju KRAFÐIST ekki Samfylkingin þess að Davíð Odsson víki
fyrst ALLT er að honum að kenna að mati Samfylkingarinnar? Það gerði
hún EKKI og því um algjöra syndarmennsku að ræða. Fyrir utan er slík
bókun á ríkisstjórnarfundi algjört stríðsaðgerð á hendur samstarfsflokknum.
En þvílík pólitísk raggeit er þessi Samfylking.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.11.2008 kl. 11:59

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Af hverju á flokkur sem er ekki sáttur við embættismann að sætta sig við að embættismaðurinn starfi í umboði hans. Skil það ekki. Samfylkingin hefur lýst því að flokkurinn telur Davíð ekki hafa staðið sig og vill hann frá. En Sjálfstæðismenn vilja ekkert gera.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.11.2008 kl. 12:26

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Af hverju KREFST ekki þá Samfylkingin þess að Davíð víki fyrst
hún vill hann frá?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.11.2008 kl. 13:11

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hún hefur gert það. Sbr.

"Blaðið rekur í frétt sinni þann mikla styr sem hefur staðið um störf Davíðs Oddssonar síðustu vikur. Í Morgunblaðinu í gær sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, að það hafi skaðað orðspor Íslendinga erlendis hvernig haldið hafi verið á umræðunni af hálfu Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans. Hún sagði ýmsar aðgerðir og yfirlýsingar stjórnar bankans á síðustu dögum og vikum orka mjög tvímælis. “Í þeirri viðkvæmu stöðu sem þjóðin er í núna getur það ekki gengið til lengdar,” sagði Ingibjörg Sólrún."

"„Og ég skal bara orða það þannig að ef eitthvað álíka hefði gerst á minni vakt þegar ég var borgarstjóri að þá hugsa ég að ég hefði ég kallað viðkomandi embættismann á teppið og veitt honum áminningu og hugsanlega gripið til einhverra róttækra aðgerða í kjölfarið," sagði Steinunn Valdís. Hún bendir á að Seðlabankinn heyri undir fosætisráðuneytið þannig að það sé á valdi forsætisráðherra að grípa til aðgerða.

Steinunn Valdís segir að formaður bankastjórnar Seðlabankans hafi vakið hneykslan í fjölmiðlum erlendis, til dæmis á alþjóðlegu viðskiptasíðunni TimeWatch, þar sem tilkynning Seðlabanka um Rússalán hafi verið tekið sem dæmi um eitt af 10 mestu klúðrum í kreppunni. Wall Street Journal hafi séð ástæðu til þess að þýða Kastljósviðtalið. Steinunn Valdís segir að hegðan Davíðs sé farin að skaða Ísland á alþjóðavettvangi."

En málið er að þetta heyrir undir Geir og það er hann sem tekur ákvörðun.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.11.2008 kl. 13:18

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Eftir stendur Magnús að Samfylkigin hefur EKKI KRAFISt afsagnar Davíðs.
Það er málið. Þess vegna er þetta ekkert annað en HRÆSNI á hæðsta stígi.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.11.2008 kl. 14:41

8 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þú ert óttalegur sauður Guðmundur.

Páll Geir Bjarnason, 2.11.2008 kl. 15:17

9 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

...þetta er dulbúin krafa maður. Hvað annað?

Páll Geir Bjarnason, 2.11.2008 kl. 15:21

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Dulbúin krafa. Já þið kratar eru dulbúnir undir sauðagærunni. Þorið ekki að
koma hreint fram. Ættuð að skammast ykkar?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.11.2008 kl. 15:29

11 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Nei, skammast mín ekki neitt. Skammast mín fyrir forsætisráðherrann að hafa ekki strax tekið af skarið þegar Seðlabankastjóri fór að hegða sér óásættanlega og sett hæft fólk með þar til gerða menntun í starfið.

Páll Geir Bjarnason, 2.11.2008 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband