Allt of mikil bölsýni í gangi


   Bölsýni og svartsýni er það alversta sem komið getur fyrir
þjóðina í dag. Hægur vandi er að magna upp og tala upp
kreppuástand. Gera slæmt miklu verra. Það þarf svo lítið
til að magna upp neikvætt hugarástand. Hugarástand
heillar þjóðar.

  Vissulega hefur þjóðarbúið orðið fyrir áfalli. Það hefur gerst
oft áður, og þjóðin unnið sig fljótt upp. Það sama mun gerast
nú. Kannski mun hraðar en nokkur grunar.

  Tvær mjög jákvæðar fréttir í dag. Vöruskiptajöfnuðurinn við
útlönd er hagstæður annan mánuðinn í röð. Og það sem meira
er. Mesti afgangur á vöruskiptum frá því að mælingar hófust.
Í kjölfar þessa mun krónan styrkast, og alveg sérstaklega
þegar gjaldeyrisvarasjóðurinn eflist á næstunni. En samfara
styrkingu krónunar, lækkar verðbólga og vextir.

  Þær miklu skuldir sem men tala um og sú skuldasúpa sem
menn segja þjóðina komna í er allt byggt á getgátum. Þegar
upp verður staðið er eins líklegt að þjóðarbúið og ríkið standi
mun betur en svartsýnir tala um í dag.

  Um 80% af erlendum skuldum voru komnar vegna bankanna.
Töluverður hluti þeirra skulda minnka vegna eigna sem koma
á móti. Það sem eftir stendur hlýtur að verða tap hinna erlendu
lánadrottna. Ríkið er ekki ábyrgt af slíkum skuldum. Nema þá
af litlum hluta vergna innlánsreikninga skv. lögum og reglum
þar um. - Því það hlýtur að meiga treysta því að ríkið taki ekki
á sig meiri skuldbindingar erlendis en reglur segja til um. Al-
þingi Íslendinga hefur ekki leyfi til að samþykkja slíkt.

  Þau stóru lán sem ríkið er að taka til eflingar gjalldeyrisforð-
ans til styrktar krónunni, er alls ekki víst að þurfi að nota
nema að hluta. Enginn getur sagt um það með vissu í dag.
Allar horfur eru á öflugum útflutningi á næstunni umfram inn-
flutning, sem þýðir að krónan á eftir að fara til baka mun fyrr
en menn hafa spáð.

  Ríkisstjórnin á að gera allt í dag til að efla eftirspurn innan-
lands. Allt verður að gera til að vinna gegn atvinnuleysi. Hafa
sumir hagfræðingar jafnvel hvatt til aukinnar seðlaprentunar
innanlands til að auka eftirspurn. Því ljóst er að hluti af þeim
uppsögnum sem dunið hafa yfir að undanförnu er af sálrænum
toga. 

   Bölsýni!

 


mbl.is Mesti afgangur á vöruskiptum frá því mælingar hófust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakkarvert að halda til haga því sem vekur von í ástandi dagsins. Nógir eru til að blása hitt út og ala síðan á hatri og heift á grundvelli þess, slíkt er alltaf létt verk og löðurmannlegt í kreppu. Takk fyrir góðan pistil.

andres (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 17:00

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Við vorum auðsjáanlega að hugsa það sama því ég var að blogga um svipað hjá mér.

Mér var t.d. hugsað til Heimaeyjargosins þegar að við í stað þess að gefast upp fórum að sprauta vatni ´a hraunið til að stoppa eða draga úr eyðileggingu. Við erum þjóð sem höfum alltaf komist út úr vandamálum betur og hraðar en aðrar þjóðir. T.d. vorum við með fátækustu þjóðum Evrópu um miðja síðustu öld.

Ég legg líka áherslu á að við reynum að nota þetta ástand til að fara nýjar leiðir. T.d. hugmyndir sem hafa verið að gerjast í hópunum sem eru að vinna í HR og tengist m.a. Björk Guðmund. Stór þáttur þar er ýmis sprota verkefni  T.d. varðandi ýmsan ferðamálaiðnað sem þarf kannski ekki mikinn stofnkostnað, langan undirbúning og skilar okkur beinum gjaldeyri og mörgum störfum. T.d. hugmyndir um sérstakar SPA ferðir sem nýta hér m.a. sundlaugarnar okkar, náttúrulegar baðlaugar og fleira. Við eigum fullt af möguleikum og eigum að nýta okkur núna tækifæri á að þróa nýja möguleika hér. Vanda vinnu og skjóta fleiri stoðum undir samfélagið í framtíðinni.

Ekki leggjast í volæði heldur líta á þetta sem verkefni/tækifæri.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.11.2008 kl. 17:13

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Magnús minn. Já svo sannarlega erum við sammála um það sem máli
skiptir í dag. Því það er svo auðvelt að tala allt og alla niður. Og neikvætt
hugarfar, neikvað orka, getur skemmt svo hrikalega út frá sér. Og eins og þú nefnir. Nú geta einmitt tækifærin skapast. Ég bloggaði um daginn um Björk og hrósaði henni meiriháttar fyrir hennar framlag með sprotafyrirtækin, þótt ég sé ekki alltaf sammála henni  varðandi umhverfis-
málin. Þurfum að hafa ALLAR dyr opnar í dag. Og stjórnmálamennirnir ALLIR
þura nú að tala kjark í þjóðina, ekki síst unga fólkið.

Vill að stjórjnvöld athugi þetta betur um aukna seðlaprentun til að auka
eftirspurn innanlands. Einhver tímabundin verðbólga er miklu verri en
atvinnuleysið.  

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.11.2008 kl. 17:24

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Mismælti mig. Einhver verðbólga tímabundin er mun BETRI en atvinnulaysið.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.11.2008 kl. 17:32

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Guðmundur, það er alveg rétt að seint mun bölsýnin bjarga okkur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.11.2008 kl. 23:57

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég tek undir með Guðrúnu. Það mun hvorugt verð okkur til bjargar að vera með bölmóð eða segja okkur til sveitar í Brussel.

Sigurður Þórðarson, 6.11.2008 kl. 00:42

7 identicon

Komið þið sæl !

Guðrún María og Sigurður ! Hvaða helvítis samþykki er þetta; með fáránlegum sjónarmiðum Guðmundar, vinar okkar ? Guðmundur er; á algjörum villigötum þarna. Þegar loksins; er að myndast jarðvegur, fyrir þjóðfélagsbyltingu, samsinnið þið Guðmundi. Þarf nú ekkert; að skoða sjóndeildarhring Magnúsar Helga, Hann er; og verður krati, þótt á bálköstinn væri kominn.

Djöfullinn sjálfur; megi hirða pakk, eins og Geir H. Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur,, yfirböðla íslenzks þjóðlífs, gott fólk !!!

Með snúðugum kveðjum, en kveðjum þó /

Óskar Helgi Helgason

p.s. Sáuð þið fréttamyndirnar, í kvöld (5. Nóv.) frá matarúthlutun hjartahlýrra kvenna, til íslenzkra fátæklinga, gott fólk ???    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 00:56

8 identicon

Smá andskotans viðbót !

Það er; árið 2008, örugglega. Er það ekki ? Er kannski, árið 1708 ???

Og; kveðjur enn /

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband