DV ekki frjáls fjölmiðill


   Það er svo langt í frá að DV fái þann gæðastilmpil að við það að
Hreinn Loftsson komi að rekstri blaðsins verði DV frjáls og óháður
fjölmiðill, eins og hann heldur fram í DV í dag. En sem kunnugt er
hefur Hreinn heldur betur tengst Baugsveldinu gegnum tíðina.
Efnistök DV hafa ætíð litast af ákveðinni pólitískri rétttrúnaðarhug-
sun. Andstaða blaðsins við viss öfl t.d innan Sjálfstæðisflokksins sem
Baugsveldinu er ekki þóknarlegt er ljós, svo og afstaða blaðsins í
Evrópumálum. Virðist þar lúta sömu and-þjóðlegri ritstjórnarstefn-
unni og Fréttablaðið, þrátt fyrir að báðir ritstjórarnir komi úr íslensku
sjávarþorpi, og ættu að vita betur hvað ESB-aðild yrði skelfileg fyrir
íslenskan sjávarútveg, og raunar þjóðina alla. En dagsskipun Baugs
hefur verið ESB-aðild og henni hafa Baugsfjölmiðlanir fylgt samvisku-
samlega.

  Yfirlýsing Hreins Loftssonar um DV sem frjáls fjölmiðils er því brand-
ari.

   
mbl.is Hreinn kaupir Birtíng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu var Útvarp Saga ekki fjármögnuð um árið með lánum frá Baugi líka? Eða var það lán frá Jóhannesi sjálfum?  Minnir að ég hafi heyrt það. Þannig að það er kannski engin frjáls fjölmiðill lengur?

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.11.2008 kl. 12:19

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Arnþrúður fekk lán til 5 mánaða hjá Jóhannesi meðan hún var að endurkaupa stöðina, og greiddi það til baka á gjaldaga með fullum vöxtum.
Árnþrúður er nú EINN eigandi stöðvarinnar. Engin auðjöfur eða auðhringur
sem stendur að Útvarpi Sögu. Þar fá ALLAR skoðanir að koma fram. Í
fyrra dag var meira segja Hannes Hólsteinn í klukkutíma viðtali  við
Arnþrúði. Sár er munurinn ...

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.11.2008 kl. 14:24

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já heyrði það viðtal. Hlusta mikið á Sögu.  Hannes var á því að kreppan hér á landi væri fjölmiðlum að kenna. Og þá helst Ólafi Ragnari.

EN varðandi Sögu þá skemmir aðeins fyrir henni að símatímar verða oft eins og spjall milli fólks sem aðhyllist Frjálslyndaflokkinn. Sennilega ekki Arnþrúði að kenna.

Maður virðir þetta framtak hennar.

EN ég man að t.d. stóð DV fyrir morgunþætti Jóhanns Haukssonar á Sögu og Dv var Baugsmiðill. En sá þáttur hætti snögglega og síðan hef ég ekki séð neitt sem hægt sé að tengja Sögu við neitt nema að Arnþrúður tekur afstöðu með Jóni Ásgeir í flestum málum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.11.2008 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband