Vara-formaður í vanda


    Ljóst er að vara-formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir,  er komin í verulegan pólitískan vanda.
Vegna persónulegra tengsla og hagsmuna hennar við Kaup-
þing, bendir allt til þess, að aðkoma hennar að bankahruninu
á vegum ríkisstjórnarinnar hefur byggst  á mikilli vanhæfni. -
Þá skýrist hin mikla óvild hennar í garð seðlabankastjóra í ljósi
alls þessa. Og í gremju sinni má einnig skoða yfirlýsingu hennar
um að opna á aðildarviðræður við ESB og upptöku evru. Ein-
ing flokksins virðist ekki einu sinni skipta hana  máli lengur.
Einskonar hefndaraðgerð í bullandi vanhæfni.

   Hafi framtíðardraumar Þorgerðar byggst á að verða fram-
tíðarformaður Sjálfstæðisflokksins, virðast þeir aldrei eins
fjarri en nú. - ESB-sinnum innan flokksins verða nú að leita
að einhverjum öðrum. - Vonbrigði þeirra hlýtur að vera mikil.
Og áfallið eftir því...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband