Látum Breta og ESB ekki kúga okkur !


   Ef Bretar og ESB beita okkur þeirri fjárkúgun, að til þess að
Ísland fái lán úr Alþjóða-gjaldeyrissjóðnum og fyrirgreiðslu úr
neyðarlánasjóði ESB, verði Ísland fyrst að ganga að ofurkostum
Breta varðandi Icesave-reikninganna í Bretlandi, þá liggi það
skýrt og klárt fyrir, að Íslendingar munu ALDREI láta kúga sig
með þeim hætti. - Fjárkúgun Breta og framkoma gagnvart Ís-
lendingum er með hreinum eindæmum. Ef kemur í ljós á morgun
að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn neiti Íslandi um lán ef það gangi
ekki að ofurkostum Breta, þá verður einfaldlega ekkert af slíku
láni. Og bara Guðs sé lof með það, eins og allt bendir til hvernig
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn vinnur.

   Annars er það furðulegt að þessi þingmannanefnd EFTA og
EES okkar,  sem er nýkomin frá Brussel, skuli ekki hafa  haft mann-
dóm í sér að bera fram hörð mótmæli, vegna hryðjuverkalaganna
sem Bretar settu gegn íslenzku fyrirtæki í Bretlandi  og sem eru
enn í gildi. Því þau ÞVERBRJÓTA  klárlega allt grunnregluverk ESB.

  Hvers vegna var það ekki gert? Hefur réttur smáríkisins Íslands
EKKERT að segja í regluverki ESB?  EKKERT ! - Og svo vilja sumir
ganga þessu sambandi ALGJÖRLEGA á hönd !

    
mbl.is Þingmenn EFTA hafa áhyggjur af Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðmundur Jónas, þú ert kominn í favorits hjá mér. Góðar greinar hjá þér, vel skrifaðar og eins og talað út úr mínum munni. Bendi fólki á að lesa líka greinarnar: Vara-formaður í vanda og : Allt of mikil bölsýni í gangi. Alveg hreint frábærar greinar!

assa (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 12:00

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

nú munum við sjá hvernig ríkisstjórn og alþingi taka á þessu. ég neita að trúa því að þetta verði samþykkt á alþingi. ef alþingi samþykkir slík lög þá verður forsetinn að neita þeim og vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Fannar frá Rifi, 6.11.2008 kl. 12:30

3 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Sæll Guðmundur.

Við þingmenn Íslands á fundinum komum okkar sjónarmiðum og mótmælum við aðferðum Breta skýrt á framfæri, eins og reyndar hefur komið fram í fjölmiðlum í dag.

Árni Þór Sigurðsson, 6.11.2008 kl. 13:47

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Árni Þór. Gagnvart okkur almenningi kom það alls ekki skýrt fram í
fréttinni að þið hafið harðlega mótmælt hryðjaverkalögum Breta og látið
bóka það að þið telduð þau skýlaust brott á stofnsáttmála ESB og þar með
EES- samningsins. Og alveg stórfurðulegt að þetta framferði Breta hafi
ekki verið fyrir löngu verið kjart til EFTA-dómstólsins. Bara furðulegt!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.11.2008 kl. 14:36

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu ESB er ekki að kúga okkur. Það eru Bretar. Stofnsáttmáli ESB nær ekki yfir okkur því við erum ekki í ESB. Þetta geta hinsvegar verið brot á EES varðandi frjálst fjármagnsflæði. EN þar eru skoðanir skiptar milli okkar og Breta en ekki okkar og ESB

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.11.2008 kl. 22:33

6 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Það að fjármálaráðherra ESB ríkja ræði það á sínum fundi að ESB-löndin tengi hugsanlega atkvæði sitt í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum við lausn á deilum okkar við Breta o.fl. um innistæðureikninga í þeim löndum, er auðvitað kúgun. 

Árni Þór Sigurðsson, 7.11.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband