Esa á villigötum - mismunar ríkjum á EES- svæðinu


  ESA eftirlitsstofnun EFA hefur sent íslenzkum yfirvöldum
fyrirspurnir varðandi neyðarlögin sem Alþingi setti í kjöl-
far bankahrunsins.  Einnig varðandi innistæður á sapri-
reiknigum íslenzku bankanna hérlendis og erlendis með
tilliti til jafnræðis.  Í þeim tilgangi að ganga úr skugga um
hvort allt þetta samrýmist EES-samningnum.

  En hvað með bresk stjórnvöld? Þau settu ekki bara neyðar-
lög á íslenzkan banka í Bretlandi, heldur hryðjuverkalög. Sem
olli því m.a að annar ísl. banki í Bretlandi sem hafði EKKERT
til sakað unnið komst í þrot, og þar með lang stærsta fyrir-
tæki Íslands.  Þarna ÞVERBRUTU bresk stjórnvöld öll grunn-
regluverk ESB og þar með EES-samningsins.

   Hvers vegnar gerir ESA  EKKERT í brotum Breta? Á ekki að
gæta jafnræðis fyrirtækja á EES-svæðinu? Geta stjórnvöld þar
bara keyrt þar fyrirtæki í þrot með hryðjuverkalögum án þess
að viðkomandi fyrirtæki hafi nokkuð til sakað unnið? Og án þess
að ESA hafi við það nokkurt að athuga?

   Svo virðist að ESA sé hér á algjörum villigötum og mismunar
fyrirtækjum á ríkjum á EES-svæðinu að geðþótta! Og á ekki einu
sinni  að koma athugasemd um það til eftirlitsstofnunarinnar?

 
mbl.is Eftirlitsstofnun EFTA spyr um neyðarlögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svarið við því er einfalt. ESA er eftirlitsstofnun EFTA. Í EFTA er þrjú ríki ef ég man rétt, Ísland, Noregur og Sviss (man ekki hvort Sviss er gengið úr EFTA, held samt ekki). Þar með er þetta eftirlitsstofnun með þessum ríkjum en ekki þeim ríkjum sem eru innan EB. Þar sem Bretar eru innan EB en ekki EFTA hefur ESA ekkert yfir þeim að segja og geta ekki gert neinar athugasemdir við þá.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 10:41

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það eru reyndar fjögur ríki í EFTA. Það eru Ísland, Noregur, Sviss og Lictestein. Öll þessi lönd nema Sviss eru aðilar að EES samningnum. ESA hefur með samskipti þeirra EFTA ríkja, sem eru aðilar að EES samningnum að gera. Það er samskiptum Íslands, Noregs og Licthestein við Evrópusambandið. Að öðru leit held ég að athugasemdir Sigurðar Greirssonar séu réttar.

Sigurður M Grétarsson, 7.11.2008 kl. 11:42

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það er rétt að ESA á að sjá um að EFTA ríkin standi við EES-samningin. En
meðan samsvarandi aðilar innan ESB loka augum og hafa EKKERT að athuga hvernig Bretar ÞVERBRJÓTA EES-samninginn við Ísland m.a með
beitingu hryðjuverkalaga á ísl.fyrirtæki í Bretlandi og hvernig bresk stjórn-
völd komu stærsta fyrirtæki Íslands í þrot, þá eru hér ALLS EKKI neitt
jafnræði að ræða á EES-svæðinu gagnvart Íslandi. Þess vegna hef ég
hér áður furða mig hvers vegna þessum sjónarmiðum sé ekki bæði komið
til ESA og ESB.......

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.11.2008 kl. 14:44

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þ.e.a.s ESB-dómstólsins

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.11.2008 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband