Látum hart mæta hörðu gegn Bretum ! Og FLEIRUM!
9.11.2008 | 00:41
Svo virðist sem Bretar og Hollendingar ætli að koma í veg fyrir
lánafyrirgreiðslu Aðþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) ef ekki verði
gengið að afarkostum þeirra varðandi svokallaða Icesave reikn-
inga. Gerist það á að láta hart mæta hörðu, sérstaklega gagnvart
Bretum, sem hafa beitt okkur hryðjuverkum í þessu máli.
Hafa Bretar og Hollendingar neitunarvald í stjórn IMF ? Eru
þeir ekki vanhæfir í stjórn IMF komi þeir að afgreiðslu láns til
þess ríkis sem þeir standa í stríði við? Er hægt að misnota
IMF í pólitískum tilgangi?
Komi það í ljós eftir helgi að Bretar beiti IMF í pólitískum til-
gangi gagnvart Íslandi er kominn tími til kröfugra aðgerða
íslenzkra stjórnvalda gagnvart Bretum. Sendiherrann verði
umsvífalaust kallaður heim. Frestur gefinn í viku til að bresk
stjórnvöld afnemi hryðjuverkalögin og endurskoði afstöðu
sína. Að öðrum kosti verður slitið stjórnmálasambandi við
Bretland. Þá ber að taka undir sjónarmið Þórarinns V Þórar-
innsonar í Fréttablaðinu í gær, að afturkalla nú þegar boð um
að breskur her annist hér loftvarnir á jólaföstu. Það sé viðlíka
fjarstæða og að Bandaríkjamenn bæðu Al-Kaída um að annast
loftvarnir yfir New York.
Forsætisráðherra hefur upplýst að Íslendingar muni EKKI
láta kúga sig í þessu máli. Frekar höfnum við láninu frá IMF.
Hárrétt hjá forsætisráðherra! Og hárrétt hjá forsætisráð-
herra að hafa leitað formlega til vina okkar Kínverja um að-
stoð. Og hárrétt hjá forsætisráðherra að halda öllu opnu
gagnvart vinum vorum Rússum. - Ætti sjálfur að heimsækja
þá næstu daga eða bjóða Pútín forsætisráðherra í skyndi-
heimsókn til Íslands komi í ljós að Bretar komi því í gegn
að Ísland fái ekki lánafyrirgreiðslu frá IMF. - Ný og gjör-
breytt staða yrði þá komin í utanríkismál Íslendinga.
Síðast og ekki síst þurfa þeir sem enn stjórna utanríkis-
ráðuneyti Íslands að fara að gera það upp við sig hvort
þeir ætla að styðja við íslenzka hagsmuni eða erlenda í
þeirri sjálfstæðisbaráttu sem framundan er. - Til þessa
hefur hagsmunagæsla utanríkisráðuneytisins varðandi
það að halda uppi málstað Íslendinga gagnvart fram-
komu Breta verið ráðuneytinu til báborinnar skammar.
- ESB glýjan virðist þar ein ráða allri för og sýn.......
Styðja illa Íslendinga hjá IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:40 | Facebook
Athugasemdir
Kalla þarf eftir öllum varagjaldeyrisforðanum sem geymdur er i Englandsbanka
áður en allt það verður gert svo að bretarnir ákveði ekki að frysta eigur íslands þar.
Tómas , 9.11.2008 kl. 01:19
Rosalega væri gott að losna við þessa skítugu pest sem Samfilkingin er.
Konráþ (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 03:12
Það liggur fyrir að Bretar og Hollendingar ætla að beita sínum áhrifur hjá IMF til að hindra aðstoð sjóðsins. Menn velta því fyrir sér hvort þessar þjóðir telji, að með því að auka erfiðleika Íslendinga muni verða auðveldara fyrir þær að knýja okkur til að ganga að óhóflegum og ólöglegum kröfum þeirra. Getur verið að forustu-menn þessara þjóða séu svo skyni skorpnir, að þeir séu þessarar skoðunar?
Ég tel að ekki sé um gáfnaskort að ræða hjá þessum þjóðum, að minnsta kosti ekki hjá Bretum. Þeir eru með í gangi umfangsmikla áætlun, sem þeir settu af stað snemma þessa árs. Um er að ræða efnahags-árás, sem í okkar tilviki er alvarlegri en hernaðar-árás.
Ég tek fullkomlega undir aðgerða-áætlun þína Guðmundur, ef svo fer að Bretum og Hollendum tekst ætlunar-verk sitt. Við eigum auðvitað líka að taka heim þann gjaldeyrisforða sem við eigum í Bretlandi, eins og Tómas leggur til. Peninga-prentunin og öll önnur þjónusta verður einnig að flytjast frá Bretlandi.
Hvað sem verður um aðstoð IMF, þá er stríð skollið á við Bretland!
Loftur Altice Þorsteinsson, 9.11.2008 kl. 13:46
Komið þið sælir; Guðmundur Jónas, sem aðrir skrifarar og lesendur !
Hygg; að við skyldum taka til, í eigin ranni áður Bretar og Hollendingar, sem aðrir þeir, hverjir létu glepjast, af íslenzkri græðgi, verði ávíttir; svo mjög. Látum þá; algjörlega, liggja milli hluta, hvort þeir eru aðilar að ESB/NATÓ, eða ekki.
Ég vakti góðlátlega kátínu; með meintu svartagallsrausi mínu, jafnt í fjölskylduboðum, sem á öðrum vettvangi, þá ég varaði við afleiðingum einkavæðingarinnar, hér; heima í Fróni, og gilti þá einu, hvort ég nefndi ríkisbankana gömlu, hvað þá önnur ríkisfyrirtæki og stofnanir.
Sem sagt; ég var hrópandinn, í eyðimörk fáránleikans.
Svo er nú komið; sem komið er !
Ísland er; því miður, afar vanþróað ríki, svona í líkingu við mörg önnur, í Asíu - Afríku, sem víðar, því miður, hvað fjármála siðferðið snertir, að minnsta kosti.
Með kærum kveðjum, sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 17:03
Sammála Góðir púnktar hjá Lofti og Tómas Það er rétt hjá þér Óskar að við höfum beðið siðferðilegt skip´brot en er ekki komin tími á að við sem teljum okkur hafa siðferðið í lagi og viljum vera Íslendingar áfram stöndum upp og segjum hey hingað og ekki lengra Ég vil ekki henda eggjum eða draga up svínsfána heldur að bökum sé s núið saman og hafin vinna við að rífa skútuna upp. Við getum seinna sparkað í þá sem að sigldu inn í Skerjagarðin
Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.11.2008 kl. 21:29
Þakka ykkur fyrir innlitin hér. Nú er aldrei eins mikil þörf á að þjóðin standi
saman því þannig munum við komast í gegn og sigra!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.11.2008 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.